Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04