Fréttir af flugi

Fréttamynd

Segir WOW-höggið geta ýtt mörgum í þrot

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi

Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.

Innlent