Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 18:28 Viðræðum félaganna er lokið. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. Þetta kom fram í máli Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bogi ítrekaði að hugur fyrirtækisins væri hjá starfsfólki WOW air og fjölskyldum þeirra á þessum „sorgardegi í íslenskri flugsögu“.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarLíkt og greint var frá í dag virkjaði Icelandair strax viðbragðsáætlun þegar fréttir bárust af gjaldþroti WOW air. Áætlunin snýr að því að hjálpa farþegum og áhöfn WOW air til síns heima, þ.e. bæði frá Íslandi og til Íslands. Samtals er gert ráð fyrir að um 7500 einstaklingum verði flogið til síns heima í dag og næstu daga. Áhafnarmeðlimirnir eru um hundrað talsins en þeir munu komast til síns heima, sér að kostnaðarlausu, að sögn Boga. „Síðast þegar ég frétti eru um hundrað áhafnarmeðlimir Wow air, sem eru allir áhafnarmeðlimir sem voru úti, komnir með sæti í okkar vélum.“Ekki staðið fyrir neinum verðhækkunum Þá hefur nokkuð borið á umræðu um verðhækkun á flugmiðum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Wow air. Samfélagsmiðlanotendur hafa margir lýst yfir óánægju með slíkar hækkanir en Bogi sagði engar breytingar hafa verið gerðar á verðlagningu Icelandair. „Við höfum verið að bjóða farþegum sem eru strandaðir sérfargjöld, bæði til Evrópu og Norður-Ameríku og hingað heim, þannig að það hafa engar hækkanir átt sér stað hjá okkur hvað varðar flugmiðaverð,“ sagði Bogi. Verðlagsbreytingar sem neytendur gætu hafa orðið varir við eigi sér eðlilegar skýringar, líkt og fjallað hefur verið um fyrr í dag. „En það er þannig í rekstri flugfélaga að þegar flugvélar eru að fyllast og mjög fá sæti eftir að síðustu sætin eru alltaf dýrust. Og bókunarflæðið hefur verið mjög sterkt síðustu daga, bæði í gær og í dag, þannig að vélar eru að fyllast hjá okkur og síðustu sætin eftir og síðustu „klassarnir“. Sem þýðir að í einhverjum tilvikum er fólk að sjá hærra verð í gær en í dag á sama fluginu, það er bara af því að það er kannski bara eitt eða tvö sæti eftir.“Viðtalið við Boga má hlusta á í heild hér í spilaranum hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air. 28. mars 2019 18:09