Í tilfelli Icelandair geta farþegar WOW, sem áttu miða með flugfélaginu frá 28. mars til 11. apríl næstkomandi, keypt miða á afslætti. Farþegar eru beðnir um að fylla út eyðublað með upplýsingu um sitt WOW flug. Eyðublaðið og aðrar upplýsingar má nálgast á vef Icelandair.
Hið ungverska WizzAir býður þeim farþegum WOW sem áttu miða frá Keflavík til Varsjár, London Stansted eða Gatwick að kaupa miða á afsláttarkjörum. Frá þessu greinir flugfélagið í tísti og beinir viðskiptavinum á heimasíðu félagsins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag gera ráð fyrir að fleiri flugfélög muni bjóða upp á slík björgunarfargjöld. Það sé hluti af viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar að liðka fyrir því að farþegum bjóðist afsláttarkjör hjá öðrum félögum.
WIZZnews: We offer a special rescue fare for all WOW Air customers whose flights from or to Reykjavík to Warsaw and London Stanstead and London Gatwick were cancelled following WOW Air's bankruptcy. Special fare bookings: https://t.co/eDw80hGC2k pic.twitter.com/NFXrazMLki
— wizzair.com (@wizzair) March 28, 2019