Fréttir af flugi

Fréttamynd

Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla

Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla

Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni.

Erlent
Fréttamynd

Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air

Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW.

Innlent
Fréttamynd

Bogi Nils: Ánægjulegt að þetta skyldi klárast í nótt

Forstjóri Icelandair Group segir samkomulag um ríflega fimm milljarða króna fjárfestingu erlendra aðila í félaginu vera sögulegt. Bandarískur fjárfestingarsjóður mun eignast rúmlega ellefu prósent í Icelandair. Aldrei áður hefur erlent félag átt svo stóran hlut í flugfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjáðu flugtak Boeing 777 í 4K háskerpu

Boeing 777 tekur vanalega 314-396 farþega og er um breiðþotu að ræða. Á YouTube-síðu Guillaume Laffon má sjá flugtak vélarinnar frá Charles de Gaulle-vellinum í París.

Lífið
Fréttamynd

Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair

Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Viðskipti innlent