Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:19 Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira