Tímamót

Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Vikt­or Már Snorra­son mat­reiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom

Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik mætti með kærustuna í brúð­kaupið

Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað klisja en hann var full­kominn“

„Við Dalli erum ekki þekkt fyrir hálfkák svo við ákváðum snemma að taka dansinn alla leið og tókum Dirty Dancing,“ segir Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. Hún og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband núna í júní og vissu strax að þau vildu halda miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn.

Lífið
Fréttamynd

„Fal­legur fjölskyldusamruni“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eiga von á dreng í ágúst. Um er að ræða fyrsta barn parsins. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Odds og Þor­gerður eignuðust sólardreng

Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, eignuðust frumburð sinn þann 14. júní síðastliðinn. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins.

Lífið
Fréttamynd

„Full­komin við­bót“ hjá Selmu og Sölva

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennliðs Víkinga, eiga von á sínu þriðja barni saman. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Rikki G og fjöl­skylda sprengdu blöðruna

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og eiginkona hans, Valdís Unnarsdóttir þroskaþjálfi eiga von á stúlku. Hjónin tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

„Það má ekki gleyma því af hverju við vorum að þessu“

„Ég lagði mikla áherslu á að gestirnir upplifðu gleði og skemmtun,“ segir hin nýgifta Anna Claessen. Hún gekk að eiga ástina í lífi, Halldór Benediktsson, þann 24. maí síðastliðinn. Blaðamaður ræddi við Önnu um þennan ógleymanlega og dásamlega dag þeirra hjóna.

Lífið
Fréttamynd

Braut­skráði soninn á síðustu út­skriftinni

Hátt í tvö þúsund og átta hundruð kandídatar brautskráðust úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Þetta voru síðustu brautskráningathafnir Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Frá því hann tók við fyrir tíu árum hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund nemendur hlotið prófgráðu frá Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir tekur við rektorsembættinu af Jóni Atla þann fyrsta júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fróun í beinni út­sendingu og upp­runi FM-hnakkans

Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan.

Lífið
Fréttamynd

Króli og Birta eiga von á barni

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni.

Lífið