Sveitarfélagið Hornafjörður Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. Viðskipti innlent 11.2.2023 22:00 Undraveröld Breiðamerkurjökuls: „Þetta er algjörlega galið“ „Ég er búinn að vera að fylgjast með ótrúlega fallegum hellum,“ segir Garpur Elísabetarson. Eftir að sjá myndir og myndbönd á netinu fór hann í leiðangur að skoða íshella og svelga í Breiðamerkurjökli. Lífið 17.1.2023 14:38 Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau. Innlent 11.1.2023 20:20 Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Innlent 4.1.2023 13:01 Erlendir ferðamenn í öðrum bílnum en Íslendingar í hinum Fólkið sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli síðdegis í gær er bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra sem slösuðust en allir níu sem lentu í slysinu voru fluttir með flugi til Reykjavíkur. Innlent 4.1.2023 10:17 Níu fluttir með flugi til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys Harður árekstur varð á Suðurlandi í dag. Fólksbíll og jeppi skullu saman á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri, suður af Öræfajökli, um klukkan tvö en níu manns voru í bílunum tveimur. Innlent 3.1.2023 16:39 Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi. Innlent 30.12.2022 21:05 Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar. Innlent 20.12.2022 08:44 Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Innlent 8.12.2022 20:01 Á sjötta tug hornfirskra hrossa slátrað vegna alvarlegs brots Matvælastofnun hefur lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á ótilgreindum bæ í Hornafirði vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum. Fimmtíu og fimm hrossum var slátrað vegna málsins. Innlent 2.12.2022 13:41 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59 Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. Innlent 1.12.2022 09:41 Slit á landshring Mílu á Suðausturlandi Slit hefur orðið á ljósleiðara landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum. Innlent 30.11.2022 23:09 Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Innlent 29.11.2022 15:24 „Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Lífið 29.11.2022 15:07 Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra. Innlent 28.11.2022 21:06 Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Lífið 22.11.2022 22:00 Flutningaskip situr fast við Hornafjörð Barbadoska flutningaskipið Wilson Dublin situr nú fast í innsiglingunni við Hornafjörð. Litlar líkur eru á að skipið hafi orðið fyrir skemmdum en það á að losna þegar fer að flæða í kvöld. Innlent 13.11.2022 14:43 Spá stormi á Suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna mikils hvassviðris sem mun skella á Suðausturland. Innlent 7.11.2022 11:57 Rennslið náð hámarki og lækkar nú hægt Rennsli í Gígjukvísl hefur náð hámarki og fer nú hægt lækkandi. Engin merki eru um gosóróa í Grímsvötnum. Innlent 16.10.2022 16:50 Ekkert sem bendi til að það fari að gjósa Litlar breytingar hafa mælst á rennsli í jökulánni Gígjukvísl það sem af er degi og eru enn engin merki um gosóróa í Grímsvötnum. Mælingar Veðurstofunnar benda til að vatnshæðin í Gígjukvísl hafi ekki enn náð hámarki en flóðatoppurinn gæti sést síðar í kvöld. Innlent 15.10.2022 18:32 Mikilvægasta stundin í dag Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. Innlent 15.10.2022 09:25 Íshellan sigið um fimmtán metra Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni. Innlent 14.10.2022 12:16 Rennslið enn að aukast í Gígjukvísl Rennsli hefur haldið áfram að aukast í Gígjukvísl og hefur íshellan í Grímsvötnum nú lækkað um þrettán metra frá því að hlaup hófst fyrr í vikunni. Innlent 14.10.2022 07:47 Áfram búist við að rennsli nái hámarki síðdegis eða í nótt Sérstæðingar Veðurstofunnar gera enn ráð fyrir að rennsli í Gígjukvísl muni ná hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt. Rennslið er nú komið í 350 rúmmetra á sekundu og er ráð fyrir gert að það verði 500 rúmmetrar á sekúndu þegar rennslið nær hámarki. Innlent 13.10.2022 13:11 Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Innlent 13.10.2022 08:30 Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. Innlent 12.10.2022 11:51 Sigið heldur áfram en enn engin merki aukið rennsli í Gígjukvísl Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur nú lækkað um sjö metra á síðustu dögum. Engin merki eru þó um að rennsli hafi aukist í Gígjukvísl. Innlent 12.10.2022 08:41 Brjálað að gera á Höfn Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel. Innlent 26.9.2022 18:07 Fundu nostalgíska Svalafernu við Skaftafellsheiði Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986. Innlent 6.9.2022 15:36 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 14 ›
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. Viðskipti innlent 11.2.2023 22:00
Undraveröld Breiðamerkurjökuls: „Þetta er algjörlega galið“ „Ég er búinn að vera að fylgjast með ótrúlega fallegum hellum,“ segir Garpur Elísabetarson. Eftir að sjá myndir og myndbönd á netinu fór hann í leiðangur að skoða íshella og svelga í Breiðamerkurjökli. Lífið 17.1.2023 14:38
Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau. Innlent 11.1.2023 20:20
Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Innlent 4.1.2023 13:01
Erlendir ferðamenn í öðrum bílnum en Íslendingar í hinum Fólkið sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli síðdegis í gær er bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra sem slösuðust en allir níu sem lentu í slysinu voru fluttir með flugi til Reykjavíkur. Innlent 4.1.2023 10:17
Níu fluttir með flugi til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys Harður árekstur varð á Suðurlandi í dag. Fólksbíll og jeppi skullu saman á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri, suður af Öræfajökli, um klukkan tvö en níu manns voru í bílunum tveimur. Innlent 3.1.2023 16:39
Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi. Innlent 30.12.2022 21:05
Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar. Innlent 20.12.2022 08:44
Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Innlent 8.12.2022 20:01
Á sjötta tug hornfirskra hrossa slátrað vegna alvarlegs brots Matvælastofnun hefur lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á ótilgreindum bæ í Hornafirði vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum. Fimmtíu og fimm hrossum var slátrað vegna málsins. Innlent 2.12.2022 13:41
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59
Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. Innlent 1.12.2022 09:41
Slit á landshring Mílu á Suðausturlandi Slit hefur orðið á ljósleiðara landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum. Innlent 30.11.2022 23:09
Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Innlent 29.11.2022 15:24
„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt“ Nýlegur gjörningur Elísabetar Jökulsdóttur, rithöfundar og skálds, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hún fór nakin með fyrirlestur um fegurðina. Með gjörningnum vildi Elísabet sýna að það væri eitthvað fallegt við alla. Hún segir það frelsandi að sýna sig, þó að hræðslan læðist vissulega að manni. Lífið 29.11.2022 15:07
Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra. Innlent 28.11.2022 21:06
Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Lífið 22.11.2022 22:00
Flutningaskip situr fast við Hornafjörð Barbadoska flutningaskipið Wilson Dublin situr nú fast í innsiglingunni við Hornafjörð. Litlar líkur eru á að skipið hafi orðið fyrir skemmdum en það á að losna þegar fer að flæða í kvöld. Innlent 13.11.2022 14:43
Spá stormi á Suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna mikils hvassviðris sem mun skella á Suðausturland. Innlent 7.11.2022 11:57
Rennslið náð hámarki og lækkar nú hægt Rennsli í Gígjukvísl hefur náð hámarki og fer nú hægt lækkandi. Engin merki eru um gosóróa í Grímsvötnum. Innlent 16.10.2022 16:50
Ekkert sem bendi til að það fari að gjósa Litlar breytingar hafa mælst á rennsli í jökulánni Gígjukvísl það sem af er degi og eru enn engin merki um gosóróa í Grímsvötnum. Mælingar Veðurstofunnar benda til að vatnshæðin í Gígjukvísl hafi ekki enn náð hámarki en flóðatoppurinn gæti sést síðar í kvöld. Innlent 15.10.2022 18:32
Mikilvægasta stundin í dag Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. Innlent 15.10.2022 09:25
Íshellan sigið um fimmtán metra Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni. Innlent 14.10.2022 12:16
Rennslið enn að aukast í Gígjukvísl Rennsli hefur haldið áfram að aukast í Gígjukvísl og hefur íshellan í Grímsvötnum nú lækkað um þrettán metra frá því að hlaup hófst fyrr í vikunni. Innlent 14.10.2022 07:47
Áfram búist við að rennsli nái hámarki síðdegis eða í nótt Sérstæðingar Veðurstofunnar gera enn ráð fyrir að rennsli í Gígjukvísl muni ná hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt. Rennslið er nú komið í 350 rúmmetra á sekundu og er ráð fyrir gert að það verði 500 rúmmetrar á sekúndu þegar rennslið nær hámarki. Innlent 13.10.2022 13:11
Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Innlent 13.10.2022 08:30
Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli. Innlent 12.10.2022 11:51
Sigið heldur áfram en enn engin merki aukið rennsli í Gígjukvísl Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur nú lækkað um sjö metra á síðustu dögum. Engin merki eru þó um að rennsli hafi aukist í Gígjukvísl. Innlent 12.10.2022 08:41
Brjálað að gera á Höfn Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel. Innlent 26.9.2022 18:07
Fundu nostalgíska Svalafernu við Skaftafellsheiði Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986. Innlent 6.9.2022 15:36