Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi

Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Deila um styrkveitingu til Fram

Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram.

Innlent
Fréttamynd

D-listi með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi annað hvert atkvæði í kosningum til borgarstjórnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndi flokkurinn mælist í fyrsta sinn í sögu flokksins með nógu mikið fylgi í skoðanakönnun til að ná manni inn í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Segist iðrast gjörða sinna

Eyþór Arnalds segir áhugann á stjórnmálum sinn óbreyttann en framtíðin muni skera út um pólistískan frama hans. Hann segist iðrast gjörða sinna sem hann segir óafsakanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt

Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum.

Innlent
Fréttamynd

Eyþór dregur sig út úr kosningabaráttu

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg.

Innlent
Fréttamynd

Brosi allan hringinn

"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert athugavert við endurgreiðsluna

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

Erlent
Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka val, gæði og árangur

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Gísli biðst lausnar sem varaþingmaður

Gísli S. Einarsson hefur ákveðið að biðjast lausnar undan skyldum sínum sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Gísli þáði á dögunum boð Sjálfstæðismanna á Akranesi um að verða bæjarstjóraefni þeirra í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á meirihluta í bæjarstjórn

Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið Gísla S. Einarsson, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, til að vera bæjarstjóraefni sitt.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Óttast ekki andstöðu við frumvarpið

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálstæðismenn með vísan meirihluta

Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík

Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn.

Innlent
Fréttamynd

Tólf í prófkjöri í Grindavík

Sjálfstæðismenn í Grindavík velja sér í dag frambjóðendur í efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tólf gefa kost á sér í prófkjöri sem hófst klukkan tíu og stendur til klukkan sex.

Innlent
Fréttamynd

Flestir komnir úr ungliðastarfinu

Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör á Akureyri og í Árborg í dag

Sjálfstæðismenn í Árborg og Framsóknarmenn á Akureyri velja í dag frambjóðendur sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ljóst er að breytingar verða á oddvitasveit beggja flokka.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í borgarstjórn

Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn.

Innlent
Fréttamynd

Löngu tímabær yfirlýsing

Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Geir neitar að tjá sig

Geir H. Haarde utanríkisráðherra neitar að tjá sig um þá yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann telji að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Marklaus þriggja ára áætlun

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir.

Innlent