Flokkur fólksins

Fréttamynd

Til hvers að kjósa?

Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“

Skoðun
Fréttamynd

Blessaður leigu­­samningurinn veiti heimild fyrir merkingunum

For­maður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknar­nefnd Grafar­vogs­kirkju sé ó­sátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigu­samningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrif­stofur sínar.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins

Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst kveða niður hungur­vofur og rétta hlut lands­byggðarinnar

Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðið hefur misst vitið

Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna.

Skoðun
Fréttamynd

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættum að skatt­leggja fá­tækt

Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort.

Skoðun
Fréttamynd

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum

Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi.

Innlent
Fréttamynd

Ásthildur Lóa hyggst gefa kost á sér fyrir Flokk fólksins

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Ásthildur Lóa er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari en þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu

Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands.

Innlent