Viðskipti Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50 MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Aldrei meiri væntingar Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 Avion Group kaupir í Atlas Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns Eimskips Atlas Canada, Inc. eignast 85,8 prósent hlutafjár í kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage Income Trust eða samtals 56,2 milljónir bréfa að nafnverði á genginu 7,5 kanadíska dali á hlut. Viðskipti innlent 31.10.2006 14:59 Samráð um verð á vinnsluminnum Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins. Viðskipti erlent 31.10.2006 13:43 Fjallað um Jón Ásgeir og Björgólfsfeðga í Ekstra Bladet Danska Ekstra Bladet birtir í dag skjal sem Pálmi Haraldsson undirritar þar sem hann staðfestir að tilfærslur á fjármagni hafi ekki neitt með peningaþvætti að gera. Á þriðja degi umfjöllunar blaðsins er röðin kominað íslenskum athafnamönnum, því blaðið fjallar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfsfeðga í dag. Innlent 31.10.2006 11:58 Verðbólga minnkaði innan OECD Verðbólga innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september samaborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 31.10.2006 11:00 Mikil velta á verðbréfamarkaði Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 102 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar er meirihluti þeirra eða um 64 milljarðar króna í hlutabréfum. Nettókaupin það sem af er ári eru mun meiri en á sama tímabili undanfarin ár, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 31.10.2006 10:35 Promens gerir tilboð í norskt fyrirtæki Promens hf hyggst gera valfrjálst tilboð um kaup á öllu hlutafé norska plastfyrirtækisins Polimoon ASA, sem skráð er í Kauphöllinni í Osló. Tilboðið hljóðar upp á 32,50 norskar krónur á hlut, sem jafngildir heildarvirði hlutafjár Polimoon upp á 1.279 milljónir norskra króna eða 13,4 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.10.2006 10:29 Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Innlent 31.10.2006 10:17 Hagnaður Glitnis tæplega tvöfaldaðist Glitnir banki skilaði 8,8 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 1,2 milljarða króna lækkun á milli fjórðunga. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári 4,8 milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 28,9 milljörðum króna sem er tæp tvöföldun á milli ára. Viðskipti innlent 31.10.2006 09:05 Fjármálaeftirlitið höfðar mál Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar úrskurði kærunefndar frá því í sumar varðandi Sparisjóð Hafnarfjarðar (SPH). Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. Viðskipti innlent 30.10.2006 21:31 Afkoman undir væntingum Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 30.10.2006 21:31 Peugeotbílar innkallaðir í Danmörku Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugeot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi. Viðskipti erlent 30.10.2006 17:39 Líkur á óbreyttum vöxtum í Japan Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í landinu. Greiningardeild Landsbankans segir líklegast að bankinn haldi vöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 30.10.2006 17:16 Afkoma Össurar undir væntingum Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoman er rétt undir væntingum stjórnenda fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.10.2006 15:11 FME höfðar dómsmál vegna SPH Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að höfða dómsmál til að ógilda úrskurði kærunefndar frá mánaðamótum júlí og ágúst á þessu ári þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5 prósent. Forstjóri FME segir málið reyna á grundvallarþætti hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi hér á landi. Viðskipti innlent 30.10.2006 13:02 Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag á meðan fjárfestar bíða þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, láta verða af því að draga úr olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 30.10.2006 12:17 Spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankinn ákveður stýrivexti á fimmtudag samhliða útgáfu Peningamála. Greiningardeild Glitnis reiknað með að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum en útilokar ekki 25 punkta hækkun. Stýrivextir Seðlabankans standa í 14 prósentum í dag. Viðskipti innlent 30.10.2006 11:03 Avion Group selur eignir fyrir 34 milljarða Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion, auk 51 prósents hluta í Avion Aircraft Trading fyrir 51 milljónir dala eða 3,5 milljarða krónur. Viðskipti innlent 30.10.2006 10:30 Hagar töpuðu 121 milljón Verslunarfyrirtækið Hagar, móðurfélag fjölda verslana, m.a. Hagkaupa, Bónuss, 10-11, tapaði 121 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá tapaði félagið 708 milljónum króna. Viðskipti innlent 30.10.2006 10:04 « ‹ 110 111 112 113 114 115 116 117 118 … 223 ›
Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50
MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Aldrei meiri væntingar Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
Avion Group kaupir í Atlas Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns Eimskips Atlas Canada, Inc. eignast 85,8 prósent hlutafjár í kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage Income Trust eða samtals 56,2 milljónir bréfa að nafnverði á genginu 7,5 kanadíska dali á hlut. Viðskipti innlent 31.10.2006 14:59
Samráð um verð á vinnsluminnum Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins. Viðskipti erlent 31.10.2006 13:43
Fjallað um Jón Ásgeir og Björgólfsfeðga í Ekstra Bladet Danska Ekstra Bladet birtir í dag skjal sem Pálmi Haraldsson undirritar þar sem hann staðfestir að tilfærslur á fjármagni hafi ekki neitt með peningaþvætti að gera. Á þriðja degi umfjöllunar blaðsins er röðin kominað íslenskum athafnamönnum, því blaðið fjallar um Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfsfeðga í dag. Innlent 31.10.2006 11:58
Verðbólga minnkaði innan OECD Verðbólga innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september samaborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 31.10.2006 11:00
Mikil velta á verðbréfamarkaði Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 102 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar er meirihluti þeirra eða um 64 milljarðar króna í hlutabréfum. Nettókaupin það sem af er ári eru mun meiri en á sama tímabili undanfarin ár, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 31.10.2006 10:35
Promens gerir tilboð í norskt fyrirtæki Promens hf hyggst gera valfrjálst tilboð um kaup á öllu hlutafé norska plastfyrirtækisins Polimoon ASA, sem skráð er í Kauphöllinni í Osló. Tilboðið hljóðar upp á 32,50 norskar krónur á hlut, sem jafngildir heildarvirði hlutafjár Polimoon upp á 1.279 milljónir norskra króna eða 13,4 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.10.2006 10:29
Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Innlent 31.10.2006 10:17
Hagnaður Glitnis tæplega tvöfaldaðist Glitnir banki skilaði 8,8 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 1,2 milljarða króna lækkun á milli fjórðunga. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári 4,8 milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 28,9 milljörðum króna sem er tæp tvöföldun á milli ára. Viðskipti innlent 31.10.2006 09:05
Fjármálaeftirlitið höfðar mál Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar úrskurði kærunefndar frá því í sumar varðandi Sparisjóð Hafnarfjarðar (SPH). Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. Viðskipti innlent 30.10.2006 21:31
Afkoman undir væntingum Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 30.10.2006 21:31
Peugeotbílar innkallaðir í Danmörku Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugeot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi. Viðskipti erlent 30.10.2006 17:39
Líkur á óbreyttum vöxtum í Japan Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í landinu. Greiningardeild Landsbankans segir líklegast að bankinn haldi vöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 30.10.2006 17:16
Afkoma Össurar undir væntingum Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoman er rétt undir væntingum stjórnenda fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.10.2006 15:11
FME höfðar dómsmál vegna SPH Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að höfða dómsmál til að ógilda úrskurði kærunefndar frá mánaðamótum júlí og ágúst á þessu ári þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5 prósent. Forstjóri FME segir málið reyna á grundvallarþætti hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi hér á landi. Viðskipti innlent 30.10.2006 13:02
Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag á meðan fjárfestar bíða þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, láta verða af því að draga úr olíuframleiðslu. Viðskipti erlent 30.10.2006 12:17
Spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankinn ákveður stýrivexti á fimmtudag samhliða útgáfu Peningamála. Greiningardeild Glitnis reiknað með að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum en útilokar ekki 25 punkta hækkun. Stýrivextir Seðlabankans standa í 14 prósentum í dag. Viðskipti innlent 30.10.2006 11:03
Avion Group selur eignir fyrir 34 milljarða Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion, auk 51 prósents hluta í Avion Aircraft Trading fyrir 51 milljónir dala eða 3,5 milljarða krónur. Viðskipti innlent 30.10.2006 10:30
Hagar töpuðu 121 milljón Verslunarfyrirtækið Hagar, móðurfélag fjölda verslana, m.a. Hagkaupa, Bónuss, 10-11, tapaði 121 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá tapaði félagið 708 milljónum króna. Viðskipti innlent 30.10.2006 10:04