Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í landinu. Greiningardeild Landsbankans segir líklegast að bankinn haldi vöxtum óbreyttum.
Seðlabankinn hækkaði vextina um 25 punkta í júlí en það var fyrsta stýrivaxtahækkun bankans í sex ár.
Greiningardeild Landsbankans vitnar til könnunar fréttaveitu Bloomberg í Vegvísi sínum í dag en þar taldi einungis einn hagfræðingur af 38 að vextirnir verði óbreyttir.