Viðskipti

Fréttamynd

Þýsk risaútgáfa seld til Frakklands

Þýska fjölmiðlasamsteypan Bertelsmann hefur samþykkt að selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins, BMG Music Publishing Group, til útgáfufyrirtækisins Universal Music, dótturfélags frönsku fjölmiðlasamstæðunnar Vivendi. Universal Music greiðir 1,63 milljarða evrur, jafnvirði 144,7 milljarða króna, fyrir útgáfufyrirtækið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samskip selur Tschudi TECO

Samkomulag hefur náðst milli Samskipa og norska skipafélagsins Tschudi Shipping Company AS um kaup norska félagsins á helmingshlut Samskipa í eistneska skipafélaginu TECO LINES AS. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn fjölgar gistinóttum

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um ellefu prósent í júlí miðað við árið á undan, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Voru gistinæturnar 175.900 miðað við 158 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin, sem má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga, nam tíu prósentum frá fyrra ári sé litið á fyrstu sjö mánuði ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokað á fjölmiðlakóng

Dómstóll í Kanada úrskurðaði í síðustu viku að öll viðskipti með eignir Conrads Black, fyrrum forstjóra kana­dísku fjölmiðlasamsteypunnar Hollinger International, sem eitt sinn var þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims, skyldu stöðvuð á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr yfir­maður Vodafone í Evrópu

Vittorio Colao hefur verið ráðinn yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu og mun hefja störf í október. Colao tekur við af Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone í Evrópu, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ford íhugar sölu dótturfélaga

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í síðustu viku áætlanir þess efnis að selja framleiðslu Aston Martin sportbílsins, sem framleiddur er í Bretlandi. Ford keypti 75 prósenta hlut í Aston Martin árið 1987 en lauk kaupum á öllu hlutafé í fyrirtækinu sjö árum síðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Japanar og Íranar semja um olíu

Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Innflutningur dregst saman

Útlit er fyrir að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. Verðmæti vöruútflutnings í ágúst var 16,6 milljarðar króna en innflutningur á vörum nam alls 28,3 milljörðum. Halli á vöruskiptum var því tæplega tólf milljarðar króna í mánuðinum, sem er þriðjungi minni halli en í júlí þegar methalli var á vöruskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágæt afkoma Alfesca

Alfesca tapaði 603 þúsundum evra, sem nemur um 58,5 milljónum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi fjárhagsársins, sem lauk þann 30. júní. Var tapið nokkuð minna en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir, en þær spáðu 46 til 243 milljóna króna tapi á ársfjórðungnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreinn Jakobsson tekur við ANZA

Hreinn Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ANZA hf. í stað Guðna B. Guðnasonar sem lét af störfum núna um mánaðamótin. Hreinn er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu bæði í upplýsingatækni og fjármálastarfsemi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjóða veðurspá frá Theyr.net í símann

Sú nýbreytni hefur verið tekin í gagnið hjá OgVodafone að notendur svonefndrar Vodafone live! þjónustu geta fengið nákvæma og myndræna framsetningu á veðurspá í símtækið sitt. "Hægt er að skoða þriggja daga veðurspá í símanum með ítarlegum hætti hvort sem er fyrir þéttbýlisstaði, ferðamannastaði eða miðin í kringum landið," segir í tilkynningu fyrirtækisins. Veðurþjónustan er unnin í samstarfi við Theyr.net veðurspárvefinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnar verslun

Ný Blue Lagoon verslun var formlega opnuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmtudaginn var. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að í versluninni séu Blue Lagoon húðvörur fáanlegar og boðið sé upp á orkumeðferðir á spa-svæði verslunarinnar. Spa svæði sem þessi sé að finna í mörgum helstu flugstöðvum heims og njóti þessi þjónusta aukinna vinsælda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Námskeið fyrir miðlara

Í þessari viku stendur yfir námskeið sem Kauphöll Íslands heldur fyrir nýja miðlara í SAXESS-viðskiptakerfinu. Þá er búið að ákveða tvö námskeið til viðbótar fram að áramótum, að því er fram kemur í nýjasta hefti Kauphallartíðinda. Þau verða haldin dagana 25. til 27. október og 1. til 5. desember. "Á námskeiðunum verður farið yfir virkni og viðskiptahætti í SAXESS og reglur er lúta að viðskiptunum," segir Kauphöllin, en skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu hennar, www.icex.is/is/courses.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugstöðin stækkar

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í gær formlega í notkun nýja þriðju hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Heildarstærð hæðarinnar er rúmlega 4.100 fermetrar en þar af eru um 3.500 fermetrar af nýju skrifstofuhúsnæði og starfsmannaaðstöðu. Breyting og innrétting á 3. hæð flugstöðvarinnar er liður í umfangsmiklum framkvæmdum um framtíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og sem gert er ráð fyrir að ljúki árið 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sitja eftir í séreigninni

Almennir lífeyrissjóðir eru í mikilli baráttu við aðra vörsluaðila, eins og banka, um séreignarsparnað einstaklinga. Sjóðsfélagar í séreignardeildum lífeyrissjóða eru aðeins þriðjungur af fjölda sjóðsfélaga sameignardeilda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa Draumahús

Bergur Steingrímsson, fjármálastjóri Draumahúsa, og Hjalti Pálmason, löggiltur fasteignasali, hafa keypt Draumahús, eina stærstu fasteignasölu landsins, af stofnendunum Helga Bjarnasyni og Ólafi Jóhannssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Refsiaðgerðir gegn Írönum skaða Dani

Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Magnús tekur við

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, tekur við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska leiguflugfélagsins Excel Airways, sem er tíunda stærsta leiguflugfélag í heimi. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem mun taka gildi í lok október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif

Karl Otto Eidem, starfandi framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Fischer Partners, sem er í eigu Glitnis, telur að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf á fyrri hluta árs hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi Fischer Partners.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá minni vöruskiptahalla

Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman í ágúst og útflutningur aukist nokkuð frá fyrri mánuði. Megi því búast við því að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða. Methalli varð á vöruskiptum í júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr yfirmaður Vodafone í Evrópu

Vittorio Colao hefur verið ráðinn sem nýr yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu. Hann hefur störf í október. Colao tekur við að Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Viðskipti erlent