
Íþróttir

Herbragð Chelsea heppnaðist
Steve Clarke, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Chelsea, viðurkenndi að hans menn hefðu tekið nokkra áhættu með sókndjörfum taktískum breytingum gegn Porstmouth í dag, en það var einmitt Eiður Smári Guðjohnsen sem átti stóran þátt í að Chelsea sneri leiknum sér í hag með því að eiga stóran þátt í báðum mörkum liðsins.

Wenger ósáttur við tapið
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki sáttur við tap sinna manna gegn Blackburn í úrvalsdeildinni í dag og taldi sitt lið eiga meira skilið úr leiknum. Blackburn komst upp fyrir Arsenal í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.
Bjarni Þór á bekknum hjá Everton
Leikur Newcastle og Everton er nú nýhafinn í ensku úrvalsdeildinni, en þetta er lokaleikur dagsins. Bjarni Þór Viðarsson er á varamannabekk Everton, en liðið er í miklum vandræðum með að ná í lið í dag vegna meiðsla og leikbanna.
Stjarnan bikarmeistari 2006
Stjarnan lagði Hauka 24-20 í úrslitaleik SS bikarsins í handknattleik karla í dag. Roland Valur Eradze var maður dagsins og varði 27 skot í marki Stjörnunnar. Haukar höfðu frumkvæðið framan af leik og voru yfir í hálfleik 11-9, en sá síðari var eign Stjörnunnar.

Reading eykur forskotið
Reading heldur sínu striki í toppbaráttunni í ensku 1. deildinni og í dag vann liðið sigur á Preston 2-1. Á sama tíma tapaði Sheffield United 3-2 á heimavelli og því hefur Reading nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar. Ívar Ingimarsson var að vanda í vörn Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inná sem varamaður síðustu 30 mínúturnar í leiknum.

Chelsea lagði Portsmouth
Chelsea lagði Portsmouth 2-0 og heldur sínu striki á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Arjen Robben og Frank Lampard skoruðu mörk meistaranna. Arsenal tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni fyrir Blackburn á Ewood Park 1-0, þar sem Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen skoraði mark heimamanna.
Haukar leiða í hálfleik
Haukar hafa yfir 11-9 gegn Stjörnunni þegar flautað hefur verið til hlés í úrslitaleik liðanna í SS bikarnum sem fram fer í Laugardalshöll. Landsliðsmarkverðirnri Birkir Ívar og Roland Valur hafa verið í aðalhlutverki fram að þessu og eru í miklu stuði.

Blackburn leiðir gegn Arsenal
Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á heimavelli sínum, þar sem hinn norski Morten Gamst Pedersen skoraði mark Blackburn. Þá hefur Emile Heskey komið Birmingham yfir gegn Sunderland, en markalaust er hjá Chelsea og Portsmouth og Charlton og Aston Villa.
Ívar, Jóhannes og Hannes í byrjunarliðunum
Ívar Ingimarsson er í byrjunarliðinu og Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum hjá Reading sem mætir Preston í ensku 1. deildinni í fótbolta en fjölmargir leikir í deildinni hófust kl. 15. Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester sem mætir Ipswich og Hannes Sigurðsson er í byrjunarliði Stoke sem mætir Millwall. Þá er Gylfi Einarsson á varamannabekk Leeds sem heimsækir Luton.

Eiður Smári á bekknum
Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í dag þegar liðið tekur á móti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson er að venju í byrjunarliði Charlton sem tekur á móti Aston Villa. Þá eigast við Birmingham og Sunderland og Blackburn og Arsenal mætast á Ewood Park.

Pearce samningslaus
Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur gefið það upp að hann hafi enn ekki undirritað starfssamning hjá liðinu og segist fá greitt eftir munnlegu samkomulagi sem hann hafi gert við stjórn félagsins. "Ég trúi ekki á eitthvað pappírsrusl og vænti þess að menn standi við það sem þeir segja," segir Pearce.

Finnar og Svíar leika til úrslita
Það verða Norðurlandanágrannarnir Finnar og Svíar sem leika til úrslita í íshokkí á Ólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu. Bæði liðin unnu örugga sigra í undanúrslitunum í gær en þetta er í fyrsta skipti í sögu leikanna sem Finnar komast í úrslit.

Clippers vann grannaslaginn
Los Angeles Clippers vann í nótt góðan sigur á grönnum sínum í Los Angeles Lakers 102-93 í NBA deildinni í körfubolta. Kobe Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers, en Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst en hann skoraði megnið af stigum sínum í síðari hálfleik.

Memphis - San Antonio í beinni
Það verður sannkallaður hörkuslagur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar Memphis Grizzlies tekur á móti meisturum San Antonio Spurs og hefst leikurinn klukkan eitt eftir miðnætti.

Jewell hefur ekki áhuga á Newcastle
Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hlær að orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle. "Ég hugsa alrei neitt um svona slúðursögur, því slúður er bara slúður. Ég er ánægður hjá Wigan og ætla að einbeita mér að því sem ég er að gera hérna," sagði Jewell.

Hauge dómara hótað
Forráðamenn Chelsea hafa lofað að hrinda af stað rannsókn vegna morðhótana á hendur norska dómarans Terje Hauge á spjallborðum á heimasíðu félagins, en dómarinn á fáa vini þar eftir að hann vísaði Asier del Horno af velli í leiknum gegn Barcelona í vikunni.

Sissoko spilar ekki meira á leiktíðinni
Rafa Benitez segist óttast að Mohamed Sissoko spili ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna augnmeiðslanna sem hann hlaut í Meistaradeildinni á dögunum, en segir að mestu máli skipti að leikmaðurinn nái sér að fullu. "Ég er viss um að hann nær sér og muni geta spilað aftur," sagði Benitez, en Sissoko mun hitta sérfræðinga eftir viku þar sem ástand hans verður metið á ný.

Earl Watson kominn aftur til Seattle
Nokkur lið notuðu tækifærið í gærkvöldi og sópuðu til í herbúðum sínum áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Þar bar hæst að bakvörðurinn Earl Watson fór frá Denver til Seattle þar sem hann lék áður og þá fékk Denver til sín framherjann Ruben Patterson frá Portland.

Spáir Smith skjótum bata
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist búast við að Alan Smith snúi aftur úr meiðslum sínum eftir 6-7 mánuði og hefur fulla trú á að leikmaðurinn nái sér að fullu eftir ljótt fótbrot á dögunum.

Messi tekur við af mér
Knattspyrnugoðið Diego Maradona er ekki í vafa um að eftirmaður sinn í argentínska landsliðinu sé fundinn eftir að hann sá Lionel Messi fara á kostum með liði Barcelona gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Félagsmet hjá Dallas
Dallas setti í nótt félagsmet þegar liðið vann Memphis 97-87, en þetta var 13. sigurleikur liðsins í röð á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en Pau Gasol og Bobby Jackson skoruðu 18 stig hvor fyrir Memphis.

Boro áfram - Bolton úr leik
Bolton féll úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið tapaði 2-1 fyrir franska liðinu Marseille á útivelli, en sigurmark Marseille var sjálfsmark frá Tal Ben Haim varnarmanni Bolton. Middlesbrough er því eina enska liðið sem nær í 16-úrslit keppninnar þrátt fyrir að liðið hafi tapað 1-0 fyrir Stuttgart á heimavelli sínum.
Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík
Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir.

Jafnt hjá Marseille og Bolton í hálfleik
Nú er kominn hálfleikur í síðari leik Marseille og Bolton og er staðan í 1-1. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Það var Stelios Giannakopoulos sem skoraði mark enska liðsins, en Franck Ribery jafnaði á lokamínútu hálfleiksins. Stuttgart 1-0 yfir gegn Middlesbrough á Riverside og AZ Alkmaar hefur yfir 2-0 gegn Real Betis.
KR tapaði fyrir Odd Grenland
KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu.

Tökum Arsenal engum vettlingatökum
Mark Hughes, stjóri úrvalsdeildarliðs Blackburn, segir að sínir menn muni ekki taka Arsenal sömu vettlingatökum og Real Madrid þegar liðin mætast í deildinni um helgina.

Hringurinn kostar 1300 dollara
Breskt bílablað heldur því fram í vikunni að hver hringur í Formúlu 1 kosti keppnisliðin um sem nemur 1300 dollurum, eða í kring um 100.000 krónur og þá sé aðeins talinn kostnaður við eldsneyti, bremsubúnað og hjólbarða. Könnun þessi var gerð með það fyrir augum að sýna fram á að of mikill kosnaður fylgi æfingaakstri hjá liðunum.

Brown ráðleggur Heinze að taka því rólega
Wes Brown, varnarmaður Manchester United, hefur ráðlagt félaga sínum Gabriel Heinze að flýta sér ekki um of að byrja að spila aftur eftir erfið hnémeiðsli. Brown hefur sjálfur mikla reynslu á því sviði, en Heinze hefur sett stefnuna á að vera með liði Argentínu á HM í sumar.

Marseille - Bolton í beinni í kvöld
Fótboltaveislan heldur áfram á Sýn í kvöld þegar síðari leikur Marseille og Bolton verður sýndur í beinni útsendingu, en liðin gerðu markalaust jafntefli á Reebok um daginn og því verður leikið til þrautar í kvöld.
Keflvíkingar leita hefnda í kvöld
Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.