Erlendar

Fréttamynd

Útlitið dökknar enn hjá Birmingham

Aston Villa lagði granna sína í Birmingham 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag og því er útlitið hjá lærisveinum Steve Bruce orðið heldur dökkt í fallbaráttunni. Milan Baros skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa og Gary Cahill bætti við glæsilegu marki, en það var Chris Sutton sem minnkaði muninn fyrir Birmingham sem er enn þremur stigum frá því að bjarga sér frá falli í fyrstu deild.

Sport
Fréttamynd

Við erum ekki sloppnir enn

Harry Redknapp var hógvær eftir sigur sinna manna í Portsmouth á Middlesbrough í dag, en liðið komst með sigrinum þremur stigum frá fallsvæðinu. Portsmouth hefur unnið fjóra af sex síðustu leikjum sínum og virðist sannarlega líklegra til að bjarga sér frá falli en Birmingham eða West Brom eins og staðan er í dag.

Sport
Fréttamynd

Fimmti titill Lyon í röð

Frönsku meistararnir Lyon tryggðu sér í dag fimmta meistaratitil sinn í röð þegar helstu keppinautar þeirra Bordeaux töpuðu 3-2 fyrir Lille. Lyon er í efsta sæti deildarinnar með 75 stig eftir 33 leiki, en Bordeaux hefur spilað 34 leiki og hefur aðeins 61 stig. Lærisveinar Gerard Houllier eru því franskir meistarar enn eina ferðina.

Sport
Fréttamynd

Wenger hrósaði Bergkamp

Arsene Wenger var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna í sigrinum á West Brom í dag, en liðið náði að yfirvinna jöfnunarmark örvæntingarfullra gestanna seint í leiknum og vinna með tveggja marka mun. Hollendingurinn fljúgandi, Dennis Bergkamp, sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og skoraði glæsilegt mark sem innsiglaði sigur heimamanna rétt fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Við erum ekki farnir að dansa ennþá

Jose Mourinho er enn með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að hans menn þurfi aðeins fjögur stig úr síðustu fjórum leikjum sínum til að tryggja sér annan Englandsmeistaratitilinn í röð, en hann tók sér þó tíma til að hrósa fyrirliða sínum eftir sigurinn á Bolton í dag.

Sport
Fréttamynd

Sheffield United í úrvalsdeild

Sheffield United tryggði sér í dag veru í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og það án þess að stíga inn á völlinn. Leeds náði aðeins jafntefli við Reading og það þýðir að Sheffield United fer beint upp í úrvalsdeild, en Leeds þarf í umspil. Sheffield United lék síðast á meðal þeirra bestu fyrir tólf árum síðan. Ívar Ingimarsson spilaði allan tímann með Reading og Brynar Björn Gunnarsson kom inn í lið Reading á síðustu mínútunum sem varamaður.

Sport
Fréttamynd

Barátta Lundúnaliðanna heldur áfram

Nú stefnir í æsilegan lokasprett milli erkifjendanna í norðurhluta Lundúna, Arsenal og Tottenham um sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. Bæði lið unnu leiki sína í dag og eiga eftir að mætast innbyrðis á lokasprettinum. Þá vann Portsmouth gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Lyon hyggst fá Drogba í sumar

Franska knattspyrnufélagið Lyon er á höttunum eftir Didier Drogba, sóknarmanni Chelsea og ætlar að freista þess að fá hann til liðs við sig í sumar. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon segir í viðtali við The Sun í dag að það sé ýmislegt sem gefi til kynna félaginu takist að fá Drogba í sumar.

Sport
Fréttamynd

Biður stuðningsmennina afsökunar

Bob Murray, stjórnarformaður Sunderland, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar á afleitu gengi þess í vetur. Sunderland féll formlega úr úrvalsdeildinni í gær þegar það gerði jafntefli við Manchester United, en örlög félagsins voru í raun ráðin fyrir óralöngu því Sunderland var með áberandi lakastan árangur allra liða í deildinni í vetur.

Sport
Fréttamynd

Chelsea með aðra höndina á titlinum

Chelsea tók enn eitt skrefið í dag og er nú með aðra höndina á enska meistaratitlinum í fótbolta eftir 0-2 útisigur á Bolton í í dag. John Terry og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea á 44. mínútu og 59 mínútu. Chelsea er nú með 9 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og getur tryggt sér titilinn á mánudaginn með sigri á Everton. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í dag, annan leikinn í röð.

Sport
Fréttamynd

Mark Hughes hefur áhuga á Fowler

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn hefur látið í ljós áhuga sinn á að næla í framherjann Robbie Fowler frá Liverpool ef hann nær ekki að krækja sér í áframhaldandi samning við þá rauðu.

Sport
Fréttamynd

Silja sigraði í grindahlaupi á móti í USA

Hlaupagarpurinn og frjálsíþróttakonan úr FH, Silja Úlfarsdóttir vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem fram fór í Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Silja hljóp á 57.93 sekúndum sem er 1.31 sek frá persónulegu meti hennar í greininni.

Sport
Fréttamynd

Eiður ekki með gegn Bolton

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem heimsækir Bolton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikur liðanna hófst á Rebook stadium nú fyrir hádegið. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Chelsea þar sem Eiður er ekki í hópnum hans Jose Mourinho en ekki er sérstaklega vitað til þess að um veikindi eða meiðsli sé að ræða í tilfelli Eiðs.

Sport
Fréttamynd

Óraunhæfar væntingar á Rooney

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var ekki í góðu skapi eftir jafnteflið dýra við Sunderland í gærkvöldi, en það þýddi að vonir United um að ná Chelsea eru orðnar mjög litlar, rétt eins og vonir Sunderland um að halda sér í úrvalsdeildinni. Ferguson benti á að leikurinn í gær hefði undirstrikað að Englendingar gætu ekki hengt vonir sínar um að sigra á HM í herðarnar á tvítugum pilti.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með aðra höndina á titlinum

Barcelona hélt sínu striki í titilvörninni á Spáni með góðum 1-0 sigri á Villareal í gær og hefur því 14 stiga forystu á Valencia og Real Madrid, sem þó eiga leik til góða. Aðeins fimm umferðir eru eftir í spænsku úrvalsdeildinni. Það var Kamerúninn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark Barcelona á 11. mínútu leiksins í gær, hans 24. í vetur.

Sport
Fréttamynd

Ben Gordon skaut Washington í kaf

Chicago Bulls heldur dauðahaldi í áttunda sætið í Austurdeildinni í NBA eftir nauman en gríðarlega mikilvægan sigur á Washington Wizards í nótt 103-101. Ben Gordon var maðurinn á bak við sigur Chicago, en hann skoraði 32 stig í leiknum og hitti úr öllum níu þriggja stiga skotum sínum sem er jöfnun á NBA meti Latrell Sprewell frá árinu 2003.

Sport
Fréttamynd

Þetta var ekki gáfulegt hjá honum

Harry Redknapp var mjög ánægður með að ná jafntefli við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hans menn lentu undir snemma leiks, en hann var ekki jafn hrifinn af markaskorara sínum Lomana Lua Lua, sem sneri sig á ökkla og þurfti að fara meiddur af velli eftir heljarstökkin sín frægu í fangaðarlátunum.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur stórsigur Espanyol

Espanyol varð í kvöld spænskur bikarmeistari eftir að liðið vann stórsigur á Real Zaragoza 4-1 á Santiago Bernabeu vellinum í Madrid. Espanyol komst yfir strax á annari mínútu leiksins og sigur liðsins var í raun aldrei í hættu eftir það, þó ekki hefði liðið áberandi yfirburði á vellinum. Sigurinn tryggir Espanyol sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Leikurinn var sýndur beint á Sýn Extra.

Sport
Fréttamynd

Roma mætir Inter í úrslitum

Roma tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Palermo 1-0 á heimavelli sínum. Það var gamla kempan Damiano Tommasi sem skoraði sigurmark Rómverja á 30. mínútu. Roma tapaði fyrri leiknum 2-1 en kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liðið mætir Inter Milan í úrslitum keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Yao Ming gæti misst úr hálft ár

Carroll Dawson, framkvæmdastjóri Houston Rockets, segir að kínverski miðherjinn Yao Ming þurfi að gangast undir uppskurð eftir að hann fótbrotnaði í leik gegn Utah Jazz í fyrrinótt og verði væntanlega frá keppni í fjóra til sex mánuði í kjölfarið. Þetta þýðir að Ming verður varla kominn almennilega í gang með liði Houston á ný fyrr en halla tekur í næstu jól.

Sport
Fréttamynd

Bayern í úrslitin

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði smálið St.Pauli 3-0 í undanúrslitunum. Owen Hargreaves kom Bayern yfir á 15. mínútu leiksins og það var svo Claudio Pizarro sem innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútum undir lok leiksins. Bayern mætir Frankfurt í úrslitaleik keppninnar um mánaðarmótin.

Sport
Fréttamynd

Middlesbrough í undanúrslitin

Middlesbrough tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið lagði Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton 4-2 í skemmtilegum leik á Riverside. Hasselbaink, Viduka, Rochemback og Morrison skoruðu mörk Boro í kvöld, en Hughes skoraði fyrir Charlton en hitt markið var sjálfsmark hjá Gareth Southgate. Boro mætir West Ham í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Arsenal tapaði dýrmætum stigum

Arsenal tapaði í kvöld tveimur gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið náði aðeins jafntefli 1-1 á útivelli við baráttuglaða Portsmouth-menn á Fratton Park. Portsmouth nældi sér hinsvegar í dýrmætt stig í botnbaráttuni. Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal á 37. mínútu, en Lua-Lua jafnaði fyrir heimamenn á 66. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Hlutur stjórnarinnar má ekki gleymast

Fyrrum fyrirliði Tottenham, Gary Mabbutt, segir að menn eigi það til að gleyma hlut stjórnar félagsins þegar rætt er um gott gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en liðið er í ágætri stöðu til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Boro yfir gegn Charlton

Middlesbrough hefur yfir 2-1 gegn Charlton í leik liðanna á Riverside um sæti í undanúrslitum enska bikarsins. Fabio Rochemback kom heimamönnum yfir á 10. mínútu en Bryan Hughes jafnaði fyrir Charlton aðeins rúmum tveimur mínútum síðar. Það var svo James Morrison sem kom Boro aftur yfir á 26. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Portsmouth á útivelli í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Hefur mikinn áhuga á John Hartson

Milan Mandaric hefur mikinn áhuga á að fá framherjann John Hartson til Portsmouth í sumar, en Hartson fer væntanlega frá skosku meistununum að tímabilinu loknu.

Sport
Fréttamynd

Andre Miller rausnarlegur við háskólann sinn

Bakvörðurinn Andre Miller hjá Denver Nuggets er ekki búinn að gleyma því hvað háskólaganga hans í Utah reyndist honum vel á sínum tíma og í gær gaf Miller hvorki meira né minna en 500.000 dollara eða 38 milljónir króna til gamla skólans síns. Peningana á meðal annars að nota til að byggja upp íþróttaaðstöðuna við skólann.

Sport
Fréttamynd

Rangers sleppur vel

Knattspyrnufélagið Glasgow Rangers sleppur með aðeins 9.000 punda sekt eftir ólæti stuðningsmanna félagsins fyrir síðari leikinn gegn Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmenn skoska liðsins köstuðu grjóti í liðsrútu spænska liðsins og voru sakaðir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Villareal. Þeir voru hinsvegar sýknaðir af þeim ákærum þar sem ekki fundust nægilegar sannanir fyrir þeim.

Sport
Fréttamynd

HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu

Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí.

Sport
Fréttamynd

Þjálfarinn rekinn

Íslendingalið Stoke City hefur sagt upp samningi hollenska þjálfarans Jan de Koning eftir að hann og knattspyrnustjórinn Johan Boskamp tóku enn eina rimmuna. Þeim félögum hefur komið afar illa saman á síðustu misserum og því hefur félagið afráðið að láta Koning víkja. Hann segist þó alls ekki eiga sökina á deilunum, en hefur óskað félaginu alls hins besta í framtíðinni og er horfinn á braut.

Sport