Fyrrum fyrirliði Tottenham, Gary Mabbutt, segir að menn eigi það til að gleyma hlut stjórnar félagsins þegar rætt er um gott gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en liðið er í ágætri stöðu til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.
"Margir einblína á Martin Jol knattspyrnustjóra og leikmennina og það er eðlilegt því þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur, en þáttur stjórnarinnar er ekki síður mikilvægur. Stjórnin hefur útvegað Jol flesta þá leikmenn sem hann hefur óskað sér og það er aðdáunarvert að sjá leikmenn eins og Aaron Lennon, Jermaine Jenas og Michael Dawson blómstra eftir að þeir voru fengnir til félagsins. Tottenham er vel rekið félag frá stjórnarherberginu og niður í búningsklefa og það er mjög mikilvægt," sagði Mabbutt.Hlutur stjórnarinnar má ekki gleymast

Mest lesið


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



