
Erlent

Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó
Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni.

Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun
Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti.

Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel
Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill.

Cheney vonsvikinn
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra.

115 látnir og að minnsta kosti 200 slasaðir
Alls 115 manns hafa nú látið lífið í sprengjuárásunum sem áttu sér stað í borginni Hilla í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu í borginni. Samkvæmt tölum þeirra slösuðust að minnsta kosti 200 manns í árásunum. Lögregla í borginni hafði áður sagt að 77 hefðu látið lífið.

Ópíumframleiðslan eykst stöðugt
Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um.

Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu
Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum.

Á annað hundrað pílagrímar látnir
Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki.
Kínverjar auka umsvif sín í geimnum
Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar.

Libby sekur
Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla.

Latur þjófur
Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum.

Fróaði sér yfir farþega
Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið.

Flaug á hús tengdamóður
Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki.

Elgur stangaði þyrlu til jarðar
Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana.

Segja Putin reka morðsveitir
Vestrænir fjölmiðlar velta fyrir sér hvort einhver tengsl séu á milli þess að vinur rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko var særður í skotárás og að rússneskur blaðamaður lést eftir að hafa dottið út um glugga á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Moskvu. Íbúð blaðamannsins var á annarri hæð í húsinu.

Jóakim sá brúðkaupið í sjónvarpi
Jóakim Danaprins viðurkenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði séð brúðkaup Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu sinnar, í sjónvarpi. Prinsinn var staddur í Álaborg þar sem hann var að veita ungum vísindamönnum verðlaun fyrir uppgötvanir. Blaðamenn vildu hins vegar ekkert um verðlaunin vita en spurðu prinsinn látlaust um brúðkaupið.

Áttundi hver Íraki á flótta
Áttundi hver Íraki er orðinn flóttamaður að sögn yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að 40-50 þúsund manns flosni upp af heimilum sínum í hverjum mánuði. Antonio Guterres upplýsti þetta á fundi Arababandalagsins í Kaíró.

Forsætisráðherra brýtur umferðarreglur
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur daglega brotið umferðarreglur undanfarna mánuði með því að aka alltof hratt. Berlingske Tidende upplýsti þetta í dag. Það verður að segja ráðherranum til afsökunar að hann vissi ekki að hann væri að brjóta lög.

Mótmælin breiðast út
Niðurrifi á Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn miðar hratt áfram og er búist við að verkinu ljúki síðar í dag. Í gær kom hins vegar til mótmæla fyrir framan danska sendiráðið í Ósló þegar um 150 manns köstuðu grjóti, flöskum og öðru lauslegu í átt að húsinu. Þá hertóku 80 ítalskir róttæklingar dönsku ræðisskrifstofuna í Feneyjum í morgun til að sýna dönskum félögum sínum samstöðu.

Markaðir að rétta sig við
Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu daga. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands steig um fimmtíu stig strax við opnun klukkan tíu í morgun og hefur gengi á bréfum í stærstu fyrirtækjum landsins hækkað í samræmi við það.

Sjötíu látnir í skjálftanum
Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi týnt lífi þegar tveir jarðskjálftar riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Hús hrundu víða til grunna en engra flóðbylgna hefur þó orðið vart.

EMI hafnaði Warner Music
Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna.

Þingið í Ekvador gegn forsetanum
Þingið í Ekvador lagði fram tillögu hjá stjórnarskrárdómstólum landsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Rafael Correa, hinn vinstri sinnaði forseti landsins, geti haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann megi halda stjórnarskrárþing og breyta stjórnarskrá landsins. Talið er líklegt að þetta eigi eftir að auka á spennu í landinu en stuðningsmenn Correa hafa verið duglegir við að mótmæla tilburðum þingsins til þess að setja sig upp á móti Correa.

Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum
Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja.

Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir
Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins“ sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Ætla að rannsaka möttul jarðarinnar
Vísindamenn frá háskólanum í Cardiff í Bretlandi lögðu í dag af stað í leiðangur til þess að kanna hafsbotninn á Atlantshafinu en á staðnum sem þeir ætla að skoða vantar jarðskorpuna. Möttull jarðarinnar er þar óvarður en svæðið, sem er mörg þúsund ferkílómetrar að stærð, uppgötvaðist nýlega.

Reyndu að eyðileggja sönnunargögn
Bandarískir hermenn reyndu að uppræta og eyðileggja allar myndir og myndbönd af skotárásinni sem átti sér stað í gær. Í henni létust að minnsta kosti tíu manns. Þetta kom fram á vefsíðu fréttastöðvarinnar Al Jazeera í dag.

Cheney með blóðtappa
Læknar í Bandaríkjunum fundu í dag blóðtappa í vinstri fótlegg Dick Cheneys varaforseta Bandaríkjanna. Hann fær lyf til þess að þynna blóðið en verður ekki lagður inn á spítala samkvæmt fregnum frá talsmönnum hans.