Erlent

Fréttamynd

Mætir fyrir rétt í Ipswich

Maðurinn, sem var handtekinn fyrir morðið á fimm vændiskonum í Bretlandi þann 19. desember á nýliðnu ári, mun koma fyrir rétt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bush fjölgar hermönnum í Írak

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar sér að kynna nýja áætlun fyrir Írak á næstu dögum. Helsta stefnubreytingin verður að fjölga bandarískum hermönnum í stað þess að leggja áherslu á að þjálfa íraska hermenn. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Flak flugvélar fundið

Björgunarmenn í Indónesíu fundu í morgun flakið af flugvél sem hafði farist í óveðri í gær. Flugvélin var á leið frá Jövu til Súlavesí. Embættismenn skýrðu frá að 90 væru taldir af og að 12 manns hefðu komist lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Synt í ísköldu Atlantshafinu

Hundruð manns í Coney Island í Bandaríkjunum fögnuðu nýja árinu með því stinga sér til sunds í ísköldu Atlantshafinu í gær. Sérstakur sjósundsklúbbur hefur verið starfræktur þar í bæ síðan 1903 og hefur staðið fyrir nýárssundi síðan 1920. Skipuleggjendur atburðarins sögðu að allt að 300 manns hefðu tekið þátt í sundinu þetta árið og að jafnvel enn fleiri hefðu komið að fylgjast með.

Erlent
Fréttamynd

Ríflegur barnastyrkur í Þýskalandi

Þýskar konur, sem eignuðust börn í gær, voru þær fyrstu í landinu til þessa að njóta góðs af nýjum barnastyrkjum þýsku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt hinum nýju lögum mun það foreldri, sem er frá vinnu til þess að sjá um barn sitt, fá allt að tvo þriðju af fyrrum launum sínum í styrk frá ríkinu. Ekki mun þurfa að borga skatt af þessari upphæð og hún er líka óháð tekjum.

Erlent
Fréttamynd

Streyma til landa ESB

Rétt þegar fagnaðarlátum vegna inngöngu Búlgaríu í Evrópusambandið var að ljúka í gær streymdu Búlgarir af stað að leita sér að vinnu í löndum Evrópusambandsins. Fólkið segir að litla sem enga vinnu sé að hafa í Búlgaríu og því verði það að yfirgefa heimahaga sína og gerast farandverkamenn.

Erlent
Fréttamynd

Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag

Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Loftárás í Írak

Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Nýju ári og ESB aðild fagnað

Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27.

Erlent
Fréttamynd

Nýju ári fagnað víða um heim

Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi.

Erlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn hraktir á flótta

Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi.

Erlent
Fréttamynd

Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Gefinn frestur til að leggja niður vopn

Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstæðingum kennt um

Þrír týndu lífi og tæplega fjörutíu særðust þegar átta sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, síðdegis í gær. Hinir látnu voru allir Taílendingar en sex úr hópi særðra voru erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi og Serbíu. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en forsætisráðherra landsins telur víst að þar hafi andstæðingar stjórnvalda verið að verki.

Erlent
Fréttamynd

Fjölgar í ESB

Búlgarar og Rúmenar gengu í Evrópusambandið á miðnætti nótt og var áfanganum fangnað kröftuglega í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Þar með eiga 27 ríki aðild að sambandinu eða um hálfur milljarður manna.

Erlent
Fréttamynd

Nýju ári fagnað

Nýju ári var fagnað víða um heim og gerði hver þjóð það með sínum hætti. Fjölmennt var á Times Sqare í New York og þar sem rúmlega milljón manns tóku á móti árinu 2007. Á Copacabana strönd í Brasilíu fögnuðu innfæddir sem og aðkomumenn með söng og dansi.

Erlent
Fréttamynd

Rúmenía og Búlgaría komin í ESB

Kampavínið flaut í suðaustanverðri Evrópu þegar Rúmenar og Búlgarar fögnuðu í nótt inngöngu landanna tveggja í Evrópusambandið. Þá eru ríki sambandsins orðin 27.

Innlent
Fréttamynd

Samningar náðust um gassölu til Hvítarússlands

Stjórnvöld í Hvítarússlandi tilkynntu í nótt að þau hefðu skrifað undir samkomulag við Gazprom olíufyrirtækið rússneska og þar með komið í veg fyrir að skrúfað yrði fyrir gassölu frá Rússlandi. Forstjóri Gazprom segir að samkomulagið geri ráð fyrir rúmlega að verð á gasi hækki úr 46 dollurum fyrir þúsund rúmmetra í 100 dolllara, sem er rúmlega tvöföldun.

Erlent
Fréttamynd

Gríðarleg íshella brotnaði frá Norðurskautinu

Gríðarstór íshella hefur brotnað af eyju sunnan við Norðurpólinn, og kenna vísindamenn um hlýnandi loftslagi. Hellan er álíka stór og smáríkið Lichtenstein. Frekari bráðnun á heimskautasvæðinu gæti leitt til stóraukinna skipaferða framhjá Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Saddam og böðlarnir skiptust á fúkyrðum

Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á netið. Það virðist tekið á farsíma, því myndirnar eru ekki mjög skýrar.

Erlent
Fréttamynd

Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi

Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins.

Erlent
Fréttamynd

Lík Saddams afhent ættingjum hans

Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna.

Erlent
Fréttamynd

Gas-stríðinu nánast lokið

Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður.

Erlent
Fréttamynd

67 ára og nýbökuð móðir

67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á.

Erlent
Fréttamynd

Ögurstund nálgast í Sómalíu

Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka

Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha,“ sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna.

Erlent
Fréttamynd

Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro

Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra

Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað þeirra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra.

Erlent
Fréttamynd

Mannfólkið getur víst flogið

Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar.

Erlent
Fréttamynd

Kastró á batavegi

Kúbverska ríkisstjórnin greindi frá því í dag að Fídel Kastró, hinn veiki leiðtogi þeirra, hefði hringt í sendiherra Kína á Kúbu í gær til þess að ræða samskipti ríkjanna tveggja. Kastró bað meðal annars fyrir nýárskveðjur til Hu Jintao, forseta Kína.

Erlent