Erlent

Fréttamynd

Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu

Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun frá mánuðinum á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kosið um samruna Euronext og NYSE

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE). Kosið verður um samrunann á sérstökum hluthafafundi í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Komið þið bara

Talibanar segjast ekki hafa miklar áhyggjur af því að NATO sendi fleiri hermenn til Afganistans. "Ef þeir gera það fáum við bara fleiri skotmörk," segir Múllah Óbaídúllah, í viðtali við Reuters fréttastofuna. Þetta minnir dálítið á orrustuna í Laugarskarði árið 480 fyrir Krist, þegar þrjúhundruð Spartverjar stóðu gegn óvígum her Xerxes Persakonungs.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að panta ódýrt áfengi

Ráðgjafi við Evrópudómstólinn segir að það brjóti ekki í bága við lög Evrópusambandsins að gera upptækt áfengi sem einstaklingar kaupa á netinu. Nokkrir Svíar létu reyna á þetta með því að panta sér vín frá Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Windows Vista komið út

Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breytt staða varna Íslands líka úrlausnarefni NATO

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins luku fundi sínum í Ríga í Lettlandi í gær með því að álykta um staðfestu bandalagsins að ná árangri í Afganistan. Forsætisráðherra sagði breytta stöðu varnarmála á Íslandi einnig vera úrlausnarefni NATO. Málið yrði tekið

Erlent
Fréttamynd

Nýtt að samningurinn sé ófullnægjandi

Að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, má draga þá ályktun af ummælum forsætis- og utanríkisráðherra um varnarmál Íslands síðustu daga, „að tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin sé ekki fullnægjandi og taki fyrst og fremst til ófriðartíma“.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð þúsunda talin af

Tala látinna í Darfúr-héraðinu vegna átaka þar er talin vera komin upp í minnst 200.000 manns. Þetta kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í gær, en aðrar rannsóknir hafa bent til þess að talan gæti verið nær 400.000 eða jafnvel hærri.

Erlent
Fréttamynd

Sextíu njósna í Bretlandi

Allt að sextíu rússneskir njósnarar starfa nú í Bretlandi, kom fram í máli Chris Bryant, þingmanns verkalýðsflokksins, sem forsætisráðherrann Tony Blair stýrir.

Erlent
Fréttamynd

Rétt að ræða við grannþjóðir

„Ég vek athygli á því að strax árið 2003 bentum við í Frjálslynda flokknum á að það væri ástæða fyrir okkur að ræða við nágrannaþjóðir okkar um það hvernig vörnum Íslands verði háttað,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Við tökum þeim hugmyndum mjög vel að ræða varnarmálin við næstu grannþjóðir okkar,“ segir Guðjón Arnar.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið er erfitt fyrir alla

Palestínskur félagsráðgjafi segist ekki saka Ísraela um ástandið í Palestínu, heldur stjórnina. Hann missti sjónina í árás Ísraelshers. Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa sagt sig úr stjórn Íraks

Fylgismenn sjíaklerksins Muqtada al-Sadrs á þingi og í ríkisstjórn Íraks hafa dregið til baka stuðning sinn við ríkisstjórn landsins. Með þessu vilja þeir mótmæla því að Nouri al-Maliki forsætisráðherra skuli fara á fund George W. Bush Bandaríkjaforseta í Jórdaníu.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður um varnarsamstarf

Breytt staða varnarmála Íslands eftir brottför varnarliðsins er einnig úrlausnarefni NATO og af Íslands hálfu verður málið borið upp í Norður-Atlantshafsráðinu, æðstu stofnun bandalagsins, á næstu vikum. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem lauk í Ríga í Lettlandi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan æfur vegna frestunar

Benedikt sextándi páfi lýsti sig í gær fylgjandi því að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu. Páfi er í opinberri heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi að lægja reiðiöldur múslima gagnvart sér og stuðla að sáttum milli kristinna og múslima.

Erlent
Fréttamynd

Frekari varnarviðbúnaður óþarfur

Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er engin þörf á því að leita eftir því við NATO og grannþjóðirnar að sjá Íslendingum fyrir frekari varnarviðbúnaði eftir brottför varnarliðsins.

Erlent
Fréttamynd

Skoska stúlkan farin til Skotlands

Hæstiréttur í Pakistan úrskurðaði í gær að tólf ára gömul skosk stúlka, Molly Campbell, sem einnig gengur undir nafninu Misbah Iram Ahmed Rana, eigi að fara til móður sinnar í Skotlandi. Föður hennar í Pakistan er gert að afhenda hana breskum yfirvöldum innan viku.

Erlent
Fréttamynd

Portúgalir kjósa um fóstureyðingu

Portúgalir munu kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 11. febrúar á næsta ári um hvort að leyfa eigi fóstureyðingar. Portúgal er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem fóstureyðingar eru aðeins löglegar í neyðartilvikum. Árið 1998 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sama málefni og var frumvarpið þá fellt en kannanir í dag sýna að frumvarpið nýtur stuðnings um 61% þjóðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Tutu rannsakar atburðina í Beit Hanoun

Sameinuðu þjóðirnar hafa skýrt frá því að hinn Suður-afríski fyrrum erkibiskup Desmond Tutu muni stjórna leiðangri til þess að komast að því hvað gerðist í Beit Hanoun þegar 19 óbreyttir borgarar létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers, sem þeir kölluðu síðar "tæknileg mistök".

Erlent
Fréttamynd

Þú fékkst póst

Rúmensk kona fékk á dögunum tilkynningu frá pósthúsinu um að þar ætti hún stóran pakka. Hún hélt að hún hefði unnið í happadrætti sem hún hafði tekið þátt í skömmu áður og skundaði því niður á pósthús í snarhasti. Þegar hún reif utan af pakkanum sá hún smám saman að þetta voru líkamlegar leifar föður hennar sem hafði verið jarðsettur 16 árum áður.

Erlent
Fréttamynd

Spenna á Fiji-eyjum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á eyjunni Fiji en það telur líklegt að her landsins eigi eftir að reyna valdarán. Hvatti ráðið aðilana tvo til þess að leysa málin með viðræðum sín á milli. Ef af yrði mundi þetta verða fjórða valdaránið á Fiji á aðeins tuttugu árum en viðræður milli hersins og forsætisráðherra landsins fóru út um þúfur í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bankarán í Lundúnum

Vopnað bankarán var framið í Lundúnum í kvöld. Var ránið fram í HSBC bankanum við Alton High Street í Hampshire hverfinu. Ræninginn var einn á ferð og kom á bíl á sama tíma og öryggisvörður var að fara með peninga í bankann. Hann hótaði öryggisverðinum með nákvæmri eftirlíkingu af skammbyssu, tók því næst peningasekkinn af honum og lét sig hverfa á braut.

Erlent
Fréttamynd

"Legóið eða lífið!"

Lögregla í Flórída leitar nú að lítilli stúlku, sjö eða átta ára gamalli, sem otaði 25 sentrimetra löngum hníf að starfsmanni dótabúðar í þann mund sem hann reyndi að koma í veg fyrir að hún rændi tveimur kössum af Legókubbum.

Erlent
Fréttamynd

Öldungardeildarþingmenn vilja breytingar í Írak

Leiðtogar demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins lögðu fram þá kröfu að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi skipa sérstakan erindreka til Íraks sem myndi einbeita sér að því að þrýsta á írösku stjórnina um að herða á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir ofbeldið sem þar tröllríður öllu um þessar mundir.

Erlent
Fréttamynd

Rússar kaupa listaverk til baka

Rússneskir kauphéðnar voru í góðum gír í London í þessari viku en þeir keyptu rússneska listmuni á uppboðum sem uppboðsstofurnar Christies, Sotheby's og fleiri stóðu að. Sérstakt rússneskt þema var að þessu sinni á uppboðunum og var talið að dýrasti hluturinn sem myndi seljast þar yrði fágæta Faberge klukka en hún seldist því miður ekki.

Erlent
Fréttamynd

Jólunum aflýst

Skóli á Spáni hefur aflýst öllum hátíðahöldum vegna jólanna í ár til þess að móðga ekki börn sem eru ekki kristin. Skólinn, sem er í Zaragoza á Spáni, sagði að kennararnir hefðu komið með þessa tillögu en einna helst er álitið að það sé vegna fjölda múslimskra barna í skólanum.

Erlent
Fréttamynd

Golfstraumurinn hægði á sér

Golfstraumurinn hægði á sér um allt að 10% á tímabilinu 1200 til 1850, sem kallað er litla ísöldin, en þetta kom fram í rannsókn sem bandarískir vísindamenn birtu í dag og er búist við því að hún eigi eftir að gefa einhverjar nýjar vísbendingar um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

LRA dregur sig úr friðarviðræðum

Uppreisnarmenn í Úganda hafa dregið sig úr friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi. Þeir segjast gera það þar sem stjórnarherinn hafi myrt þrjá hermenn þeirra sem voru á leið á fyrirfram ákveðna vin uppreisnarmanna, sem þeir dveljast í á meðan viðræðum stendur. Uppreisnarmennirnir eru í hópnum Uppreisnarher drottins (LRA) og vilja stofna ríki sem byggt er á boðorðunum tíu.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy tilkynnir framboð

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir útnefningu hægri manna sem forsetaframbjóðandi þeirra á flokksþingi þeirra sem mun fara fram í janúar á næsta ári. Talið er líklegt að hann eigi eftir að hljóta útnefninguna þar sem sitjandi forseti Jaques Chirac, ætlar sér ekki fram í þriðja sinn.

Erlent
Fréttamynd

Skýrslan um Írak væntanleg 6. desember

Búist er við því að nefnd sem George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði til þess að meta stefnuna í Írak og koma með nýjar tillögur um hvað er hægt að gera skili skýrslu sinni af sér þann sjötta desember næstkomandi. Nefndin starfar sjálfstætt og er þverpólitískt skipuð. Einnig er búist við því að hún eigi eftir að mæla með samstarfi með Sýrlandi og Íran til þess að reyna að stöðva þá öldu ofbeldis sem gengur yfir landið um þessar mundir.

Erlent