
Erlent

Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar
Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta.

Fimm látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kandahar
Að minnsta kost fimm óbreyttir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest á vegum Atlantshafsbandalagsins í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO særðust í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hverrrar þjóðar þeir eru.

Sameinast um yfirtöku á Euronext
Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn.

Íhuga að halda sig heima föstudaginn þrettánda
Einn af hverjum fjórum Bretum íhugar að halda sig heima í dag vegna þeirrar ógæfu sem fylgir föstudeginum þrettánda. Hjátrú meðal Breta virðist þó fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönnun sem gerð var vegna dagsins í dag.

Sensex í nýjum hæðum
Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi.

Elsti Kúbverjinn látinn
Eitt hundrað tuttugu og sex ára Kúbverji, Benito Martinez Abogin, sem var þekktur sem elsti maður Kúbu, lést í fyrradag.

Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels
Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku.
Sex létust í sprengingu á lögreglustöð í Írak
Að minnsta kosti sex létust og tólf særðust þegar sprengja sprakk á lögreglustöð í borginni Hilla í Írak í morgun. Á meðal látinnar er yfirmaður sérsveitar lögreglunnar á svæðinu. Þeir slösuðu eru allt lögreglumenn.

Reynt að ná sátt um refsiaðgerðir vegna kjarnorkutilrauna
Kínverjar og Suður-Kóreumenn styðja viðeigandi og nauðsynlegar aðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, gegn Norður-Kóreumönnum, vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Öryggisráðgjafi Suður-Kóreu sagði þetta eftir fund forseta Suður-Kóreu og forseta Kína í morgun.
Bænir í stað boltans
Knattspyrna hefur lotið í lægra haldi fyrir trúariðkun í Nígeríu. Færa þurfti kappleik landsliðs karla sem skipað er leikmönnu 20 ára og yngri frá þjóðrleikvanginu í höfuðborginni Abuja vegna kristinnar bænasamkomu. Leikurinn fer fram á laugardaginn en samkoman hefst annað kvöld og stendur í sólahring.
Bannað að gleðja hermenn á vakt
Ráðamenn í Tælandi, sem rændu þar völdum í síðasta mánuði, hafa bannað þarlendum dansmeyjum að dansa nærri hermönnum og skriðdrekum þeirra á götum Bangkok. Aðfarir þeirra dragi athylgi mannanna frá því að gæta þess að allt fari fram með frið og spekt á götum borgarinnar.

Atkvæðagreiðslu frestað
Kínverjar og Rússar hafa fengið það í gegn að atkvæðagreiðslu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilrauna Norður-kóreumanna verður frestað. Bandaríkjamenn vildu að greidd yrðu atkvæði um tillöguna á morgun en svo virðist sem það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um helgina.

Madonna tekur að sér barn frá Malaví
Poppsöngkonana Madonna og eiginmaður hennar, breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, sóttu í dag um að fá að ættleiða ársgamlan dreng frá Malaví. Þau tóku drenginn í fóstur í dag eftir að dómari í heimalandi hans hafði heimilað það. Um leið lögðu hjónin fram formlega umsókn um að fá að ættleiða hann.
Yfirmaður breska heraflans vill kalla hermenn heim frá Írak
Yfirmaður breska heraflans vill kalla alla breska hermenn í Írak heim. Hann segir veru þeirra þar auka á óstöðugleika í landinu. Þessi yfirlýsing hans er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda.

Tyrkir kjósa þing að ári
Tyrkneska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga að ári. Áður höfðu stjórnmálaskýrendur í Tyklandi gert því skóna að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, ætlaði að boða til kosninga hið fyrsta.
Fela sig meðal maríúana-plantna
Kanadískir hermenn sem berjast nú við Talíbana í Afganistan hafa mætt heldur óvenjulegum vegtálma á ferð sinni. Þar eru að ræða skóglendi þar sem þriggja metra háar maríúana-plöntur vaxa. Erfiðlega hefur reynst að finna þá Talíbana sem þar fela sig.

Refsivert að tala um annað en þjóðarmorð
Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp um að refsivert verði að halda fram að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir eru fjúkandi reiðir og hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að efri deild og forseti geri frumvarpið að lögum.

Íbúar í New York voru slegnir
Sá sem flaug lítilli einkavél á byggingu í New York í gærkvöldi reyndist vera hafnarboltastjarna úr New York Yankees-liðinu. Íslendingur, sem býr í næstu götu, segir borgarbúa hafa verið slegna og óttast að um hryðjuverk væri að ræða, en lögregluyfirvöld hafa útilokað að svo sé.

Starfsemin flutt á Grundartanga
Stjórn Elkems, móðurfélags Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, mun leggja það til á morgun að loka verksmiðjunni í Ålvik í Noregi og flytja starfsemina á Grundartanga. Þetta var fullyrt í fréttum norska ríkissjónvarpsins í kvöld.

Ford á sjúkrahús
Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fluttur í sjúkrahús í Kaliforníu í dag. Ford, sem er 93 ára, gengst þar undir rannsóknir. Ekki hefur fengist gefið upp hvað hrjáir hann en hann er ekki sagður illa haldinn.

Fengu að hitta Guantanamo fanga
Fulltrúar Rauða krossins hafa fengið aðganga að 14 grunuðum hryðjuverkamönnum sem fluttir voru í leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til gæslu í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Bandaríski herinn greindi frá þessu í dag.

Ofbeldi gegn börnum oft hulið og samþykkt
Ofbeldi gegn börnum er oft hulið og jafnvel samþykkt í samfélaginu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum sem kynnt var á allsherjarþingi samtakanna í gær.
1 prósents verðbólga í Þýskalandi
Verðlag í Þýskalandi lækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða í september og mældist 1 prósents verðbólga í landinu á ársgrundvelli.


Tekur ekki afstöðu gegn mynd af Múhameð spámanni
Danska ríkisstjórnin hyggst ekki lýsa andstöðu sinni við teikningu sem birt var á heimasíðu Danska þjóðarflokksins og sýnir Múhameð spámann sem barnaníðing.

Dow Jones í methæðum
Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu.

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum
Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri.