Erlent

Fjörutíu ára ráðgáta loks leyst
Vísindamenn við krabbameinsrannsóknarstöð á Havaí telja sig loks hafa fundið svör við þeirri spurningu hvernig asbest veldur krabbameini.

Demókratar bjartsýnir
Rúmur helmingur Bandaríkjamanna segist hafa fundið fyrir áhrifum kreppunnar með einum eða öðrum hætti síðastliðna þrjátíu mánuði.

Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands
Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf rauð-gulu meirihlutastjórnarinnar og framtíð Angelu Merkel sem kanslara.

Hudson opnar sig um myrta móður
Jennifer Hudson hefur nú í fyrsta sinn opnað sig um hið hræðilega atvik sem átti sér stað árið 2008, þegar móðir hennar, eldri bróðir og sjö ára frændi hennar fundust myrt.

Níu manna fjölskylda freistar gæfunnar
„Ég rakst á þessa síðu á netinu og ákvað að að skrifa stutt um mína stóru fjölskyldu, enda höfum við aldrei getað farið í frí öll saman,“ segir Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir húsmóðir sem skráði sína 9 manna fjölskyldu í lukkuleik Radison Sas hótelkeðjunnar.

Mótframlög koma frá Íslandi
Styrkir frá ESB jafna ekki út allan kostnað Íslendinga við aðildarviðræður. Óljóst er hve stór hluti framlaga úr IPA-sjóðum Evrópusambandsins kemur til lækkunar á beinum kostnaði Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Brotthvarf hersins gæti tafist
David Petraeus herforingi, sem tók við af hinum brottrekna Stanley McChrystal sem yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan, segist ætla að meta það undir árslok hvort hann mæli með því að brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan verði teygt á langinn.

Grikkir mótmæla sparnaði
Tugir grímuklæddra ungmenna lentu í átökum við lögreglu í gær í Aþenu, höfuðborg Grikklands, á mótmælafundi sem verkalýðsfélög efndu til í tengslum við allsherjarverkfall gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Lést eftir árekstur við dauðadrukkna „Melrose Place" stjörnu
Margir muna eflaust eftir Amy Locane-Bovenizer, sem lék Sandy Louise Harling, í þáttunum vinsælu „Melrose Place". Á sunnudaginn lék áfengi þessa fyrrum sjónvarpsstjörnu grátt þegar hún varð völd að dauða konu eftir ofsaakstur undir áhrifum áfengis.

Milljón manns þurfa aðstoð
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að milljón manns geti þurft á aðstoð að halda vegna óeirðanna í Kirgisistan. Um þriðjungur þeirra verði líklega flóttamenn frá landinu.

Heimsótti gröf bróður síns
Jarozlaw Kaczynski, forsetaframbjóðandi í Póllandi, heimsótti í gær gröf tvíburabróður síns, Lech Kaczynskis fyrrverandi forseta, sem fórst í flugslysi í Rússlandi í apríl.

Myrtur af syni sínum í Írak
Þrítugur Íraki, Abdul-Halim Hameed, skaut fimmtugan föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak.

Óttast að flóðin kostuðu tugi manns lífið
Óttast var í gær að flóðin í sunnanverðu Frakklandi hafi kostað meira en þrjátíu manns lífið. Vitað var um nítján dauðsföll síðdegis, en að auki var að minnsta kosti tólf manns saknað.

Gafst upp og sleppti gíslum
Maður vopnaður skotvopni, líklega skammbyssu, hélt viðskiptavinum og starfsmönnum H&M fataverslunar í Leipzig í Þýskalandi í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gær.

Fólk innlyksa á landamærum
Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgisistans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráðabirgðastjórn landsins frá völdum.

Ætlaði að leita bin Laden uppi
Bandaríkjamaður, vopnaður skammbyssu og 102 sentimetra löngu sverði, fannst einn á ferð í skógi í norðvestanverðu Pakistan á sunnudag.

Hertar reglur um bankana
Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti á fimmtudag nýjar og strangar reglur um fjármálastarfsemi, sem eiga að koma í veg fyrir nýtt hrun.

Reiðin vex með degi hverjum
Þykk olíuleðja lagðist yfir æ stærra svæði af votlendinu við ósa Missippifljóts. Í heilan mánuð hafa íbúar á svæðinu óttast að þetta gerðist.

Ráðist að rótum talibana
Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn.

Þúsundir mótmæla í Aþenu
Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst.

Stuðningur Baracks Obama fælir frá
Úrslit nokkurra forkosninga bandarísku stjórnmálaflokkanna benda til þess að mikil uppstokkun sé í vændum í þingkosningunum þar vestra næsta haust. Forkosningar voru í fjórum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, en helstu tíðindin þar voru forkosningar demókrata í Pennsylvaníu, þar sem Arlen Spector náði ekki kjöri, en hann var talinn eiga nokkuð öruggt þingsæti í öldungadeildinni eftir þrjátíu ára setu þar.

Lekinn reynist meiri
Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga.

Picasso og Matisse stolið af safni í París
Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna.

Nota um 70% minna eldsneyti
Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun.

Hungurverkfall stóð í einn dag
Fyrrum auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er hættur í hungurverkfalli sem stóð í sólarhring.

Hækka skatta hátekjufólks
Ríkisstjórn Spánar vill hækka hátekjuskatt í viðleitni til að ná tökum á fjárlagahallanum.

Afhentu dagbækur Mladic
Serbnesk stjórnvöld hafa sent stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag dagbækur Ratko Mladic, sem fundust við húsleit á heimili eiginkonu hans í Belgrad. Mladic var yfirmaður hers Bosníu-Serba í Bosníustríðinu árin 1992-95 og hefur verið sakaður um margvíslega stríðsglæpi. Hann hefur verið á flótta frá lokum stríðsins.

Evrópa bregst ef evran fellur
„Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu.

Baráttan gegn berklum hefur mistekist
Alþjóðleg herferð gegn berklum hefur mistekist. Sérfræðingar segja nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða.

Eldar loguðu um alla borg
Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi.