Lög og regla Fékk heilahristing í áflogum Tilkynnt var um líkamsárás til lögreglunnar á Ísafirði snemma í morgun. Áflog höfðu brotist út milli manna sem slógust í íbúðargötu í bænum. Þau enduðu með því að einn var fluttur á sjúkrahús og talið var að hann hefði fengið heilahristing. Þá var maður íklæddur lögreglubúningi handtekinn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:46 Lögreglubifreið stórskemmdist Ein bifreið lögreglunnar í Hafnarfirði embættisins er óökufær eftir gærkvöldið þar sem ökumaður annars fólksbíls keyrði þá inn í hlið hennar. Lögreglubíllinn var stórskemmdur að sjá, að sögn vegfaranda sem hafði samband við fréttastofuna, en lögreglumennirnir sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að sögn varðstjóra á vakt. Innlent 13.10.2005 18:46 Vann prófmál gegn Skífunni Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum. Innlent 13.10.2005 18:46 Stærsti vandi íslensks réttarfars Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Innlent 13.10.2005 15:32 Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Innlent 13.10.2005 15:32 Játaði fimm vopnuð rán 35 ára gamall maður hefur játað að hafa framið fimm vopnuð rán í Reykjavík á fjórum dögum. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 15:32 Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Innlent 13.10.2005 15:32 Sýslumaður fær á baukinn Sýslumaðurinn í Hafnarfirði fær alvarlega á baukinn vegna slælegra vinnubragða í dómi Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara yfir tveimur smákrimmum í morgun. Strákarnir, sem báðir voru 17 ára þegar brotin voru framin í nóvember árið 2003, brutust inn í félagsmiðstöð í Hafnarfirði og stálu þaðan skjávarpa, auk þess sem annar þeirra ók drukkinn. Innlent 13.10.2005 15:32 Greiði SÍF 1,5 milljón Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði var í dag dæmd til að greiða SÍF alls rúmlega 1,5 milljón króna í bætur vegna málningarúða sem í tvígang barst frá vélsmiðjunni og lagðist yfir bifreiðar SÍF og starfsmanna fyrirtækisins. Innlent 13.10.2005 15:32 Handtekinn með mikið magn vopna Riffill, öxi og hnífar voru meðal vopna sem lögreglan í Reykjavík fann í bíl manns sem er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán í borginni í gær og þrjú sjoppurán fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 15:32 4 mánuðir fyrir stuld á DVD-diskum Þrítugur maður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið þremur DVD-diskasöfnum í verslun Hagkaupa. Maðurinn á að baki mikinn sakaferil því frá árinu 1992 hefur hann alls þrettán sinnum verið dæmdur til refsingar. Innlent 13.10.2005 15:32 Þriðji söluturninn rændur Þriðja sjoppuránið í þessari viku var framið þegar maður vopnaður barefli rændi söluturn við Langholtsveg um níuleytið í gærkvöldi. Hin voru framin í Mjódd og í Grafarholti. Ræninginn í gærkvöldi var með sólgleraugu líkt og ræninginn í Mjódd í fyrrakvöld og grunar lögregluna allt eins að sami maður hafi verið að verki á öllum stöðunum. Innlent 13.10.2005 18:46 Gæsluvarðhaldið enn framlengt Gæsluvarðhald yfir brasilískri konu, sem reyndi að smygla 850 grömmum af kókaíni og um tvö þúsund skömmtum af LSD, var nú í vikunni framlengt til 22. mars. Innlent 13.10.2005 18:46 Fær forræði yfir dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag franskri konu forræði yfir dóttur hennar. Konan og franskur fyrrverandi eiginmaður hennar höfðu deilt um forræði yfir fimm ára dóttur þeirra. Barnið hafði búið hjá móður sinni og taldi Hæstiréttur að henni liði vel þar og breytingar á aðstæðum yrðu henni ekki til góðs. Innlent 13.10.2005 18:46 Ók út af í hálku á Reykjanesbraut Ökumaður rútu, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur þegar bíllinn rann út af Reykjanesbraut skammt frá Vogaafleggjara í gærkvöldi. Á leiðinni út af braut bíllinn meðal annars umferðarmerki, en hálka var á vettvangi. Önnur rúta var notuð til að draga ökutækið aftur upp á veginn og var bíllinn ökufær eftir óhappið. Innlent 13.10.2005 18:46 Sýknaður af kynferðisbroti Karlmaður sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir langvarandi kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku var sýknaður af Hæstarétti í dag. Stúlkan er dóttir konu sem starfaði hjá manninum og kom oft í vinnuna með móður sinni. Hafði héraðsdómur dæmt hann fyrir brot gegn stúlkunni, meðal annars fyrir samræði þegar hún var á aldrinum níu til þrettán ára. Innlent 13.10.2005 18:46 Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur. Innlent 13.10.2005 18:46 Trylltist við afskipti lögreglu Ölvaður ökumaður trylltist þegar lögreglan á Akureyri ætlaði að stöðva hann í Gilinu á Akureyri í gær. Hann gaf í og ók utan í lögreglubílinn en lögreglunni tókst að króa hann af. Þá læsti hann bílnum og neitaði að koma út. Lögreglumenn brutu þá rúðu til að ná manninum en þá réðst hann á lögreglumennina sem náðu að yfirbuga hann og flytja í járnum á lögreglustöðina þar sem hann var látinn sofa úr sér. Innlent 13.10.2005 18:46 Áfram í gæsluvarðhaldi Íslendingi á þrítugsaldri var gert í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, en hann var handtekinn fyrir þátttöku í fíkniefnasmygli í lok janúar. Vegna sama máls situr þýskur maður í gæsluvarðhaldi en hann var tekinn með fjögur kíló af amfetamíni á Keflavíkurflugvelli þann 26. janúar síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 18:46 Rán í öðrum söluturni Enn var framið vopnað rán í söluturni seint í gærkvöldi og nú í söluturni í Mjódd. Ræninginn var hettuklæddur með sólgleraugu og lét skína í einhvers konar barefli. Að kröfu hans lét afgreiðslumaðurinn hann hafa reiðufé og hvarf hann á braut með það. Hann er ófundinn. Í fyrrakvöld var framið svipað rán í söluturni í Grafarholti og er ræninginn þaðan líka ófundinn. Innlent 13.10.2005 18:46 Sakfelldur fyrir nefbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á tvítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta sautján ára dreng fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í apríl síðastliðnum. Þá er honum einnig gert að greiða fórnarlambinu hundrað þúsund krónur í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:46 Lögsækir ríkið fyrir uppsögn Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Innlent 13.10.2005 18:46 Meintur brennuvargur enn í haldi Karlmaður, sem er grunaður um að hafa kveikt í gömlu íbúðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi í gær, er enn í haldi lögreglu og ræðst í dag hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Húsið stórskemmdist. Innlent 13.10.2005 18:45 Smygl á 4 kílóum af amfetamíni Þjóðverji og Íslendingur, báðir á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni með flugi hingað til lands nýverið. Það er fjórfalt meira magn en áður hefur náðst af flugfarþega. Innlent 13.10.2005 18:45 Nýtt varðskip á næsta ári Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Innlent 13.10.2005 18:46 Fjórir afrískir karlmenn stöðvaðir Fjórir afrískir karlmenn voru stöðvaðir í Leifsstöð á laugardag. Tveir þeirra verða sendir úr landi í dag en tveir verða líklega ákærðir fyrir brot á útlendingalögum. Innlent 13.10.2005 18:45 Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á. Innlent 13.10.2005 18:45 Fleiri gætu tengst málinu Lögregla útilokar ekki að fleiri menn tengist umfangsmiklu amfetamínssmygli hingað til lands. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni. Annar þeirra smyglaði efninu til landsins en lögreglan náði hinum á hlaupum í Vesturbæ Reykjavíkur tveimur dögum síðar. Innlent 13.10.2005 18:45 Unglingsstúlkur fá lífstíðardóm Tvær unglingsstúlkur, 18 og 19 ára, voru í dag dæmdar í ævilangt fangelsi í Englandi fyrir að hafa sparkað og barið og stungið drukkinn miðaldra mann til bana. Þær staðhæfðu í vörn sinni að maðurinn hefði nálgast aðra stúlkuna í teiti sem hann hélt að heimili sínu, nuddað annan fót hennar og leitað eftir kynmökum við hana. Innlent 13.10.2005 18:46 Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. Innlent 13.10.2005 18:45 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 120 ›
Fékk heilahristing í áflogum Tilkynnt var um líkamsárás til lögreglunnar á Ísafirði snemma í morgun. Áflog höfðu brotist út milli manna sem slógust í íbúðargötu í bænum. Þau enduðu með því að einn var fluttur á sjúkrahús og talið var að hann hefði fengið heilahristing. Þá var maður íklæddur lögreglubúningi handtekinn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:46
Lögreglubifreið stórskemmdist Ein bifreið lögreglunnar í Hafnarfirði embættisins er óökufær eftir gærkvöldið þar sem ökumaður annars fólksbíls keyrði þá inn í hlið hennar. Lögreglubíllinn var stórskemmdur að sjá, að sögn vegfaranda sem hafði samband við fréttastofuna, en lögreglumennirnir sem í bifreiðinni voru sluppu ómeiddir að sögn varðstjóra á vakt. Innlent 13.10.2005 18:46
Vann prófmál gegn Skífunni Gunnlaugur Briem trommuleikari vann í gær dómsmál gegn Skífunni. Málið snýst um rétt Skífunnar til að gefa út hljóðfæraleik Gunnlaugs á alls kyns safnplötum, án þess að greiða Gunnlaugi sérstaklega fyrir. Þetta mál var prófmál og snérist um eina útgáfu geisladisks sem gefin var með pulsupökkum í stórmörkuðum. Innlent 13.10.2005 18:46
Stærsti vandi íslensks réttarfars Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Innlent 13.10.2005 15:32
Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Innlent 13.10.2005 15:32
Játaði fimm vopnuð rán 35 ára gamall maður hefur játað að hafa framið fimm vopnuð rán í Reykjavík á fjórum dögum. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 15:32
Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Innlent 13.10.2005 15:32
Sýslumaður fær á baukinn Sýslumaðurinn í Hafnarfirði fær alvarlega á baukinn vegna slælegra vinnubragða í dómi Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara yfir tveimur smákrimmum í morgun. Strákarnir, sem báðir voru 17 ára þegar brotin voru framin í nóvember árið 2003, brutust inn í félagsmiðstöð í Hafnarfirði og stálu þaðan skjávarpa, auk þess sem annar þeirra ók drukkinn. Innlent 13.10.2005 15:32
Greiði SÍF 1,5 milljón Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði var í dag dæmd til að greiða SÍF alls rúmlega 1,5 milljón króna í bætur vegna málningarúða sem í tvígang barst frá vélsmiðjunni og lagðist yfir bifreiðar SÍF og starfsmanna fyrirtækisins. Innlent 13.10.2005 15:32
Handtekinn með mikið magn vopna Riffill, öxi og hnífar voru meðal vopna sem lögreglan í Reykjavík fann í bíl manns sem er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán í borginni í gær og þrjú sjoppurán fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 15:32
4 mánuðir fyrir stuld á DVD-diskum Þrítugur maður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið þremur DVD-diskasöfnum í verslun Hagkaupa. Maðurinn á að baki mikinn sakaferil því frá árinu 1992 hefur hann alls þrettán sinnum verið dæmdur til refsingar. Innlent 13.10.2005 15:32
Þriðji söluturninn rændur Þriðja sjoppuránið í þessari viku var framið þegar maður vopnaður barefli rændi söluturn við Langholtsveg um níuleytið í gærkvöldi. Hin voru framin í Mjódd og í Grafarholti. Ræninginn í gærkvöldi var með sólgleraugu líkt og ræninginn í Mjódd í fyrrakvöld og grunar lögregluna allt eins að sami maður hafi verið að verki á öllum stöðunum. Innlent 13.10.2005 18:46
Gæsluvarðhaldið enn framlengt Gæsluvarðhald yfir brasilískri konu, sem reyndi að smygla 850 grömmum af kókaíni og um tvö þúsund skömmtum af LSD, var nú í vikunni framlengt til 22. mars. Innlent 13.10.2005 18:46
Fær forræði yfir dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag franskri konu forræði yfir dóttur hennar. Konan og franskur fyrrverandi eiginmaður hennar höfðu deilt um forræði yfir fimm ára dóttur þeirra. Barnið hafði búið hjá móður sinni og taldi Hæstiréttur að henni liði vel þar og breytingar á aðstæðum yrðu henni ekki til góðs. Innlent 13.10.2005 18:46
Ók út af í hálku á Reykjanesbraut Ökumaður rútu, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur þegar bíllinn rann út af Reykjanesbraut skammt frá Vogaafleggjara í gærkvöldi. Á leiðinni út af braut bíllinn meðal annars umferðarmerki, en hálka var á vettvangi. Önnur rúta var notuð til að draga ökutækið aftur upp á veginn og var bíllinn ökufær eftir óhappið. Innlent 13.10.2005 18:46
Sýknaður af kynferðisbroti Karlmaður sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir langvarandi kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku var sýknaður af Hæstarétti í dag. Stúlkan er dóttir konu sem starfaði hjá manninum og kom oft í vinnuna með móður sinni. Hafði héraðsdómur dæmt hann fyrir brot gegn stúlkunni, meðal annars fyrir samræði þegar hún var á aldrinum níu til þrettán ára. Innlent 13.10.2005 18:46
Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Hæstiréttur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á árunum 1990 til 1994 en þá var stúlkan 9 til 13 ára gömul. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til að greiða 800 þúsund krónur í bætur. Innlent 13.10.2005 18:46
Trylltist við afskipti lögreglu Ölvaður ökumaður trylltist þegar lögreglan á Akureyri ætlaði að stöðva hann í Gilinu á Akureyri í gær. Hann gaf í og ók utan í lögreglubílinn en lögreglunni tókst að króa hann af. Þá læsti hann bílnum og neitaði að koma út. Lögreglumenn brutu þá rúðu til að ná manninum en þá réðst hann á lögreglumennina sem náðu að yfirbuga hann og flytja í járnum á lögreglustöðina þar sem hann var látinn sofa úr sér. Innlent 13.10.2005 18:46
Áfram í gæsluvarðhaldi Íslendingi á þrítugsaldri var gert í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, en hann var handtekinn fyrir þátttöku í fíkniefnasmygli í lok janúar. Vegna sama máls situr þýskur maður í gæsluvarðhaldi en hann var tekinn með fjögur kíló af amfetamíni á Keflavíkurflugvelli þann 26. janúar síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 18:46
Rán í öðrum söluturni Enn var framið vopnað rán í söluturni seint í gærkvöldi og nú í söluturni í Mjódd. Ræninginn var hettuklæddur með sólgleraugu og lét skína í einhvers konar barefli. Að kröfu hans lét afgreiðslumaðurinn hann hafa reiðufé og hvarf hann á braut með það. Hann er ófundinn. Í fyrrakvöld var framið svipað rán í söluturni í Grafarholti og er ræninginn þaðan líka ófundinn. Innlent 13.10.2005 18:46
Sakfelldur fyrir nefbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á tvítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta sautján ára dreng fyrir utan Menntaskólann við Hamrahlíð í apríl síðastliðnum. Þá er honum einnig gert að greiða fórnarlambinu hundrað þúsund krónur í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 18:46
Lögsækir ríkið fyrir uppsögn Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Innlent 13.10.2005 18:46
Meintur brennuvargur enn í haldi Karlmaður, sem er grunaður um að hafa kveikt í gömlu íbúðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi í gær, er enn í haldi lögreglu og ræðst í dag hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. Húsið stórskemmdist. Innlent 13.10.2005 18:45
Smygl á 4 kílóum af amfetamíni Þjóðverji og Íslendingur, báðir á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni með flugi hingað til lands nýverið. Það er fjórfalt meira magn en áður hefur náðst af flugfarþega. Innlent 13.10.2005 18:45
Nýtt varðskip á næsta ári Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Innlent 13.10.2005 18:46
Fjórir afrískir karlmenn stöðvaðir Fjórir afrískir karlmenn voru stöðvaðir í Leifsstöð á laugardag. Tveir þeirra verða sendir úr landi í dag en tveir verða líklega ákærðir fyrir brot á útlendingalögum. Innlent 13.10.2005 18:45
Ferðaskrifstofa Íslands sýknuð Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ferðaskrifstofu Íslands í morgun af tæplega sex milljóna króna skaðabótakröfu stúlku sem slasaðist í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal fyrir fimm árum, en ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar. Stúlkan var þá 13 ára gömul og skarst hún í andliti þegar hún rakst á stiga í sundlaug við hótelið sem hún dvaldi á. Innlent 13.10.2005 18:45
Fleiri gætu tengst málinu Lögregla útilokar ekki að fleiri menn tengist umfangsmiklu amfetamínssmygli hingað til lands. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna smygls á fjórum kílóum af amfetamíni. Annar þeirra smyglaði efninu til landsins en lögreglan náði hinum á hlaupum í Vesturbæ Reykjavíkur tveimur dögum síðar. Innlent 13.10.2005 18:45
Unglingsstúlkur fá lífstíðardóm Tvær unglingsstúlkur, 18 og 19 ára, voru í dag dæmdar í ævilangt fangelsi í Englandi fyrir að hafa sparkað og barið og stungið drukkinn miðaldra mann til bana. Þær staðhæfðu í vörn sinni að maðurinn hefði nálgast aðra stúlkuna í teiti sem hann hélt að heimili sínu, nuddað annan fót hennar og leitað eftir kynmökum við hana. Innlent 13.10.2005 18:46
Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. Innlent 13.10.2005 18:45