Lög og regla

Fréttamynd

Reyndu að ryðjast inn á þorrablót

Fjórir óboðnir gestir, þrír piltar og ein stúlka, sem reyndu að komast inn á þorrablót í Garðabæ í nótt enduðu í fangageymslu lögreglunnar. Fólkinu var meinuð innganga á þorrablót Stjörnunnar í Ásgarði en lét sér ekki segjast og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu. Greip lögregla þá til þess ráðs að handtaka fjórmenninganna.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn fyrir ölvunarakstur

Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, varð valdur að árekstri á Ísafirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Tveir fólksbílar rákust saman á gatnamótum Ásgeirsgötu og Suðurgötu á Tanganum og reyndist ökumaður annars bílsins, piltur um tvítugt, ölvaður. Hann gistir nú fangageymslu lögreglunnar á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur vélsleðum stolið

Tveimur vélsleðum var stolið frá Litlu kaffistofunni aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi liggur ekki fyrir hvernig sleðunum var stolið eða hver hafi gert það en málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir í Garðabæ

Fjórir 17 ára piltar voru handteknir fyrir utan Stjörnuheimilið í Garðabæ aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru piltarnir að reyna að komast inn á Þorrablótsskemmtun sem þar var haldin án þess að hafa til þess aldur.

Innlent
Fréttamynd

Óska hjálpar íslensku lögreglunnar

Grunur leikur á að fleiri Íslendingar en þeir tveir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi tengist fíkniefnamáli sem kom upp eftir leit í Hauki ÍS þann sjötta janúar síðastliðinn. Þá fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í klefa tveggja skipverjanna. Beiðni um hjálp íslensku lögreglunnar við rannsókn málsins er kominn af stað í þýska kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Unir dómi

27 ára hollensk kona sem var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmd í eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl í nóvember síðastliðinn hefur ákveðið að una dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Veiddu 116 tonn án kvóta

Ríkislögreglustjóri hefur höfðað opinbert mál gegn þremur mönnum fyrir að hafa á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002 gert skip út frá Ólafsvík án veiðiheimilda og veitt rúmlega 116 tonn af þorski.

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir skýringum sýslumanns

Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að óskað hafi verið eftir skýringum frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum vegna frétta um að kæra fyrir líkamsárás hafi verið fyrnd þegar loks var ákært í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir íslenskri konu, sem handtekin var í Leifsstöð á þriðjudag með fíkniefni í fórum sínum, rennur út í dag. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið af fíkniefnum fannst en hún var bæði með efni innvortis og innan klæða. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hún var handtekin.

Innlent
Fréttamynd

Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl

Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skerpa þarf á reglum

Skerpa þarf á þvingunarúrræðum sem slökkviliðsstjórar geta gripið til í lögum ef slökkviliðstjóri telur að um almannahættu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Laus úr haldi

Rúmlega þrítug íslensk kona sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag var með tæp 390 grömm af hassi innvortis og í fórum sínum. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald til gærdagsins en var sleppt úr haldi á fimmtudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ógnað með símtali og SMS-skeytum

Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir ölvunarakstur

Tveir menn fæddir árin 1947 og 1949 voru í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt fyrir ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um sölu á hassi

Lögreglan í Keflavík fann 70 grömm af hassi við húsleit hjá manni í Njarðvík í gærkvöldi og lagði hald á efnið. Í fyrrakvöld, þegar lögreglumenn þurftu að hafa tal af sama manni, fundust sjö grömm á honum. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið og er málið í frekari rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir Ungverja, sem tekinn var með tæpt kíló af kókaíni innvortis á Keflavíkurflugvelli í lok desember, hefur verið framlengt um sex vikur.

Innlent
Fréttamynd

Sakaðir um stórfelld skattsvik

Þremur af fyrrverandi stjórnendum Skjás eins, sem hlutu dóma í fyrra vegna stórfellds þjófnaðar frá Landssímanum, er nú gefið að sök að hafa svikið hátt í 60 milljónir króna undan skatti. Það er vegna fimm fyrirtækja sem þeir ráku og Ríkislögreglustjóri hefur rannsakað. Brotin ná meðal annars til vangoldinna vörsluskatta.

Innlent
Fréttamynd

Akureyrarbær braut jafnréttislög

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launakjörum á grundvelli kynferðis.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór og Kristján Ra ákærðir

Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon, kenndir við Skjá einn, hafa ásamt þremur öðrum mönnum verið ákærðir fyrir stórfelld skattalagabrot. Málið varðar vanskil á sjötta tug milljóna króna í vörslusköttum, virðisaukasköttum og staðgreiðslu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumaður sóttur með valdi

Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi.

Innlent
Fréttamynd

Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum

Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal fellur frá kröfunni

Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

KB stefnir Mjólkurfélaginu

KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan.

Innlent
Fréttamynd

Framvísaði fölsuðu vegabréfi

Tvítugur Frakki var, Í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins á aðfangadag. Vegabréfið var falsað frá grunni sem þykir sjaldséð.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist einnig vera með LSD

Brasilísk kona sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 850 grömmum af kókaíni var einnig með um tvö þúsund skammta af LSD. LSD-sýran var í töfluformi sem falin var í leggöngum konunnar en hún kom til landsins rétt fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Með fíkniefni innvortis

Íslensk kona um þrítugt var handtekin á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni innvortis og í fórum sínum þegar hún kom til landsins á þriðjudag. Í kjölfarið var konan úrskurðuð í gæsluvarðhaldi til dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon hafa, ásamt þremur öðrum mönnum, verið ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur fyrirtækja sem þeir áttu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Gerir athugasemd við geðrannsóknin

Hákon Eydal, sem varð Sri Rahmawati að bana, hefur hætt við að fara fram á að dómskvaddir matsmenn geri aðra geðrannsókn á honum en hann er að hluta til ósáttur við þá geðrannsókn sem gerð hefur verið. Milliþinghald var í málinu gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður fyrir að aka löggur

Maður sem var ákærður fyrir að aka á lögreglumenn við Lyfju í Lágmúla í Reykjavík var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Eþíópímaður dæmdur í fangelsi

Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í landið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna.

Innlent