Innlent

Fréttamynd

Enn hækkar gengi Össurar

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 3,16 prósent í dag. Gengið stóð í 71,9 krónu á hlut á þriðjudag í síðustu viku og hefur hækkað um 36 prósent síðan þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum

Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veikist um 2,5 prósent

Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki einn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dökkar horfur í efnahagsmálum

„Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dapurt um að lítast í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða töf á nauðsynlegum ákvörðunum

Dráttur á nauðsynlegum ákvörðunum við enduruppbyggingu fjármála og viðskiptalífs kann að verða dýr að mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Brotthvarf hans úr starfi er hluti af endurnýjun á æðstu stöðum sem kallað hefur verið eftir í kjölfar bankahrunsins hér. Jónas kveðst sýna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum féll um tæp 30 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 29,39 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 203 krónum á hlut. Þá féll gengi bréfa í Icelandair Group um 3,94 prósent og Össurar um 2,12 prósent auk þess sem gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði um 1,82 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Atlantic Petroleum falla um 21,4 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 21,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,59 prósent og í Össuri um 2,29 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,67 prósent og Bakkavarar um 1,56 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hrynur um 21 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um rétt tæpt 21 prósent við opnun Kauphallarinnar í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Straumi, sem féll um 5,92 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,65 prósent og Marel Food Systems um 0,59 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu tekjur Atlantic Petroleum skila sér í hús

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði 89,7 milljónum danskra króna í fyrra, sem er 13,7 milljónum meira en í hitteðfyrra. Þetta jafngildir rúmum 1,7 milljarði íslenskra króna. Þetta er engu að síður fyrsta árið sem tekjur af olíuframleiðslu skila sér í kassa fyrirtækisins.

Viðskipti innlent