Innlent Leita skjóls við lögreglustöðina Rjúpnaveiðimönnum við Hólmavík hefur gengið treglega við veiðar þetta veiðitímabil. Lögregluvarðstjórinn á Hólmavík segir dapurt gengi þeirra ef til vill ekki að undra. Innlent 20.10.2006 21:17 Nýir fulltrúar í meirihluta Tuttugu og tvö mál liggja fyrir kirkjuþingi sem hófst í Grensáskirkju í morgun. Á meðal mála má nefna tillögu um stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem er liður í heildarstefnumótun kirkjunnar. Einnig verður lögð fram tillaga um fjölskyldustefnu og um stofnun málefna- og siðferðisráðs. Innlent 20.10.2006 21:17 Fangar hættir við að svelta sig Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ákváðu í gær að hætta við boðað hungurverkfall sitt. Þeir höfðu krafist þess að ýmsar úrbætur yrðu gerðar á aðstæðum innan fangelsisins. Innlent 20.10.2006 21:17 Uggur í fólki vegna tíðindanna Reykjavíkurborgar til Alþjóðahússins verða skornir niður um þriðjung. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í vikunni. Upphæðin sem Alþjóðahúsið hefur fengið síðustu ár nemur 30,8 milljónum króna. Innlent 20.10.2006 21:17 Stal öllu sem hönd á festi Miðaldra Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er ákæran all skrautleg. Innlent 20.10.2006 21:17 Sainz neitar staðfastlega sök Mál ríkislögreglustjóra á hendur Jesusi Sainz, fyrrverandi starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar, vegna brota á höfundaréttarlögum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefið að sök að hafa á tveggja vikna tímabili í júní síðastliðnum afritað í heimildarleysi 29 skrár af netþjóni ÍE sem hver um sig hafði að geyma umtalsvert safn upplýsinga sem voru að sögn fyrirtækisins afrakstur verulegra fjárfestinga þess. Sainz neitaði sök fyrir dómi og verður málið tekið fyrir að nýju í nóvember. Innlent 20.10.2006 21:17 Fjöldi þjófa á ferðinni Kona á þrítugsaldri var handtekin í söluturni í Reykjavík í fyrrinótt. Hún átti erfitt með að gera grein fyrir ferðum sínum og var margsaga. Konan gat ekki framvísað skilríkjum og gaf lögreglunni upp ranga kennitölu. Innlent 20.10.2006 21:17 Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. Innlent 20.10.2006 23:06 Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. Innlent 20.10.2006 22:13 Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. Innlent 20.10.2006 21:33 Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. Innlent 20.10.2006 20:52 Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. Innlent 20.10.2006 20:41 Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. Innlent 20.10.2006 20:08 Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. Innlent 20.10.2006 19:51 Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Innlent 20.10.2006 19:14 Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. Innlent 20.10.2006 18:45 Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. Innlent 20.10.2006 18:40 Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. Innlent 20.10.2006 18:04 Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. Innlent 20.10.2006 17:08 Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. Innlent 20.10.2006 16:55 Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. Innlent 20.10.2006 16:41 Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. Innlent 20.10.2006 16:14 Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:18 Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. Innlent 20.10.2006 16:16 Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. Innlent 20.10.2006 16:07 Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. Innlent 20.10.2006 16:05 Actavis selur bréfin í Pliva Actavis hefur selt allt hlutafé sitt í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva til bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Actavis átti 20,8 prósent hlutafjár í Pliva með beinum og óbeinum hætti en söluverðmæti nemur 820 kúnum á hlut. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:04 Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Innlent 20.10.2006 15:54 Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. Innlent 20.10.2006 15:41 Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. Innlent 20.10.2006 15:05 « ‹ 192 193 194 195 196 197 198 199 200 … 334 ›
Leita skjóls við lögreglustöðina Rjúpnaveiðimönnum við Hólmavík hefur gengið treglega við veiðar þetta veiðitímabil. Lögregluvarðstjórinn á Hólmavík segir dapurt gengi þeirra ef til vill ekki að undra. Innlent 20.10.2006 21:17
Nýir fulltrúar í meirihluta Tuttugu og tvö mál liggja fyrir kirkjuþingi sem hófst í Grensáskirkju í morgun. Á meðal mála má nefna tillögu um stefnumótun fyrir kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem er liður í heildarstefnumótun kirkjunnar. Einnig verður lögð fram tillaga um fjölskyldustefnu og um stofnun málefna- og siðferðisráðs. Innlent 20.10.2006 21:17
Fangar hættir við að svelta sig Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ákváðu í gær að hætta við boðað hungurverkfall sitt. Þeir höfðu krafist þess að ýmsar úrbætur yrðu gerðar á aðstæðum innan fangelsisins. Innlent 20.10.2006 21:17
Uggur í fólki vegna tíðindanna Reykjavíkurborgar til Alþjóðahússins verða skornir niður um þriðjung. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í vikunni. Upphæðin sem Alþjóðahúsið hefur fengið síðustu ár nemur 30,8 milljónum króna. Innlent 20.10.2006 21:17
Stal öllu sem hönd á festi Miðaldra Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er ákæran all skrautleg. Innlent 20.10.2006 21:17
Sainz neitar staðfastlega sök Mál ríkislögreglustjóra á hendur Jesusi Sainz, fyrrverandi starfsmanni Íslenskrar erfðagreiningar, vegna brota á höfundaréttarlögum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefið að sök að hafa á tveggja vikna tímabili í júní síðastliðnum afritað í heimildarleysi 29 skrár af netþjóni ÍE sem hver um sig hafði að geyma umtalsvert safn upplýsinga sem voru að sögn fyrirtækisins afrakstur verulegra fjárfestinga þess. Sainz neitaði sök fyrir dómi og verður málið tekið fyrir að nýju í nóvember. Innlent 20.10.2006 21:17
Fjöldi þjófa á ferðinni Kona á þrítugsaldri var handtekin í söluturni í Reykjavík í fyrrinótt. Hún átti erfitt með að gera grein fyrir ferðum sínum og var margsaga. Konan gat ekki framvísað skilríkjum og gaf lögreglunni upp ranga kennitölu. Innlent 20.10.2006 21:17
Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. Innlent 20.10.2006 23:06
Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. Innlent 20.10.2006 22:13
Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. Innlent 20.10.2006 21:33
Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. Innlent 20.10.2006 20:52
Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. Innlent 20.10.2006 20:41
Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. Innlent 20.10.2006 20:08
Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. Innlent 20.10.2006 19:51
Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Innlent 20.10.2006 19:14
Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. Innlent 20.10.2006 18:45
Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. Innlent 20.10.2006 18:40
Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. Innlent 20.10.2006 18:04
Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. Innlent 20.10.2006 17:08
Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. Innlent 20.10.2006 16:55
Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. Innlent 20.10.2006 16:41
Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. Innlent 20.10.2006 16:14
Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:18
Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. Innlent 20.10.2006 16:16
Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. Innlent 20.10.2006 16:07
Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. Innlent 20.10.2006 16:05
Actavis selur bréfin í Pliva Actavis hefur selt allt hlutafé sitt í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva til bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Actavis átti 20,8 prósent hlutafjár í Pliva með beinum og óbeinum hætti en söluverðmæti nemur 820 kúnum á hlut. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:04
Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Innlent 20.10.2006 15:54
Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. Innlent 20.10.2006 15:41
Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. Innlent 20.10.2006 15:05