Innlent Áfangasigur fyrir mig Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Alþýðubandalagsins, telur ógildingu úrskurðar þjóðskjalavarðar vera áfangasigur. Þjóðskjalavörður hafði áður synjað Kjartani um að fá að skoða gögn um símhleranir á árunum 1949 til 1968, líkt og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði fengið að gera. Innlent 16.10.2006 21:39 Gerðardómur fjalli um málið Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hvetur til að skerðingu lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja verði vísað til gerðardóms. Innlent 16.10.2006 21:40 FL selur öll bréf sín í Icelandair Group Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair. Hópur undir forystu Samvinnutrygginga verður stærsti eigandinn. Almenningi býðst að eignast hlutabréf við skráningu í Kauphöll. FL hagnast um 26 milljarða við söluna. Innlent 16.10.2006 21:41 Þorskeldiskynbætur á Íslandi Innlent 16.10.2006 21:40 Samræmdum prófum hætt Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis. Björgvin segir prófin úrelt og valda meira tjóni en gera gagn. Innlent 16.10.2006 21:39 Bjartsýnn á lausn málsins Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, segir að unnið verði úr sáttatillögunum í Skálholti og Organistafélagið muni meta starfslýsinguna. „Við komum með eitthvað gott á móti,“ segir hann og er bjartsýnn á framhaldið. Innlent 16.10.2006 21:39 Sjálfbærar hvalveiðar í lagi Sjálfbærar hvalveiðar í atvinnuskyni eru réttlætanlegar að mati Roberts Rangeley, framkvæmdastjóra Atlantshafsdeildar umhverfissamtakanna World Wildlife Fund. Að hans mati eru hóflegar veiðar úr hvalastofnum, sem eru í góðu ásigkomulagi, réttlætanlegar. Hann telur þó að fyrir verði að liggja áreiðanleg gögn um ástand þeirra stofna sem menn hyggjast veiða úr. Innlent 16.10.2006 21:39 Hækkaðar um 200 milljónir Vaxtabætur hækka samanlagt um 200 milljónir króna á árinu 2006 frá því sem ráðgert var að verja til þeirra samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Nema þær því 5,3 milljörðum króna. Innlent 16.10.2006 21:41 Umferðartafir í mánuð í viðbót Innlent 16.10.2006 21:39 Spítalinn fær aukið fjármagn Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka framlög til Landspítala - háskólasjúkrahúss um 189 milljónir, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Þar af fara 124,5 milljónir í rekstur spítalans og 65 milljónum verður varið til nýbyggingar barna- og unglingageðdeildar LSH. Innlent 16.10.2006 21:40 Seðlabankanum eignuð lóðin „Segir Fasteignamatið að við eigum lóðina?“ segir Þórður Gautason hjá Seðlabanka Íslands sem ranglega hefur verið skráður eigandi að lóðinni undir húsinu á Fríkirkjuvegi 11 er Reykjavíkurborg ætlar nú að selja. Innlent 16.10.2006 21:40 Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert Tveir lögreglumenn á ári að meðaltali hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi. Alls fá tíu til tólf lögreglumenn bætur úr ríkissjóði árlega vegna meiðsla sem þeir verða fyrir við störf sín. Innlent 16.10.2006 21:41 Gæta ekki að öryggi barna Varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli segir að svo virðist sem ökumenn séu orðnir kærulausari en áður. Hann segir að undanfarna daga hafi margir verið stöðvaðir í umdæminu fyrir að hafa ekki beltin spennt. Brýnt sé að minna fólk á mikilvægi þess og þá einkum að það spenni börn sín í belti. Innlent 16.10.2006 21:39 Trufla stemningu Hótel Norðurljósa Vinnugáma sem settir hafa verið upp vegna vinnu við Orkuver 6 í Svartsengi verður að flytja annað vegna þess að þeir hafa óheppileg áhrif á rekstur hótelsins Northern Light Inn - Hótels Norðurljósa. Féllst skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkurbæjar á það með forsvarsmönnum hótelsins að flytja þurfi gámana frá lóðamörkum og úr sjónlínu við hótelið. Innlent 16.10.2006 21:40 Gefur kost á sér í sjötta sætið Steinunn Guðnadóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, gefur kost á sér í 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 16.10.2006 21:40 Fundust kaldir en heilir á húfi Lögreglumenn frá Borgarnesi og Búðardal ásamt björgunarsveitum leituðu að tveimur rjúpnaskyttum við Bröttubrekku á sunnudagsvköld. Innlent 16.10.2006 21:39 Sérsveitin æfði með áhöfn USS WASP Sérsveit ríkislögreglustjóra æfði í gær með áhöfn bandaríska herskipsins USS Wasp. Þyrla Bandaríkjahers flutti sérsveitina, ásamt sprengjusérfræðingum, til og frá æfingasvæði í Hvalfirði. Gekk vel, sagði aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 16.10.2006 21:41 Margir þættir mæta andstöðu Umræður um frumvarp menntamálaráðherra um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag hófust á þingi í gær. Innlent 16.10.2006 21:40 Tekjurnar hækka um 62 milljónir Gjöld skattgreiðenda í Framkvæmdasjóð aldraðra hækka um 239 krónur á næsta ári, úr 6.075 í 6.314 krónur. Er hækkunin í samræmi við hækkun byggingavísitölunnar. Innlent 16.10.2006 21:40 Neysluviðmið fyrir Ísland Opinber viðmið um áætlaðan framfærslukostnað heimila hafa verið tekin upp víða erlendis, til dæmis á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og víðar. Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins, sem athugaði kosti og galla þess að semja neysluviðmið fyrir Ísland, segir það vel framkvæmanlegt hér á landi. Innlent 16.10.2006 21:39 Stormur áfram við festar Hafnarstjórn Kópavogs hefur hafnað kröfum listakonunnar Rebekku Ránar Samper um að fiskibáturinn Stormur SH-333 verði fjarlægður strax af þeim stað þar sem báturinn liggur við festar utan við Kópavogshöfn. Innlent 16.10.2006 21:39 Flug til Vestmannaeyja hafið að nýju Fjölmargir mættu til þess að vera viðstaddir athöfn sem fram fór í flugstöðinni á Vestmannaeyjaflugvelli í tilefni þess að Flugfélag Íslands hóf áætlunarflug þangað í gær. Við athöfnina tóku fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja á móti forsvarsmönnum FÍ. Innlent 16.10.2006 21:40 Fangar hóta hungurverkfalli Vistmenn í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa hótað því að fara í hungurverkfall ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra um betra fæði og umbætur á vistarverum þeirra. Þeir hafa gefið yfirvöldum frest fram á föstudag til að verða við óskum þeirra. Innlent 16.10.2006 21:41 Kári Þorleifsson fundinn. Lögreglan í Reykjavík lýsti í kvöld eftir Kára Þorleifssyni. Kári er með Downs heilkenni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu talar hann lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík. Það var svo á tólfta tímanum í kvöld sem Kári fannst, heill á húfi, á gangi í Kópavoginum. Innlent 16.10.2006 23:35 Hátæknifyrirtæki skoða Ísland Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is. Innlent 16.10.2006 22:42 Lögregla lýsir eftir Kára Þorleifssyni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kára Þorleifssyni. Kári er 23 ára, um 165 cm á hæð, klæddur í gráa úlpu, svartar joggingbuxur og svarta skó. Hann er skolhærður með stuttklippt hár. Kári er með Downs heilkenni, talar lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík fyrir um klukkustund. Innlent 16.10.2006 22:25 Nýr diskur og nýr samningur Bubbi Morthens gaf út nýjan geisladisk og mynddisk í dag og við sama tækifæri undirritaði hann tímamótasamning við Senu um útgáfu verka sinna. Samningurinn tryggir fyrirtækinu útgáfurétt á allri tónlist Bubba fyrr og nú. Innlent 16.10.2006 20:41 Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Innlent 16.10.2006 20:28 Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra fyrir brot á jafnræðisreglunni eftir ummæli sem hann lét falla í gær um að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingu á búvörulögum. Innlent 16.10.2006 20:05 Allt hlutafé FL Group í Icelandair selt FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum. Innlent 16.10.2006 19:54 « ‹ 201 202 203 204 205 206 207 208 209 … 334 ›
Áfangasigur fyrir mig Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Alþýðubandalagsins, telur ógildingu úrskurðar þjóðskjalavarðar vera áfangasigur. Þjóðskjalavörður hafði áður synjað Kjartani um að fá að skoða gögn um símhleranir á árunum 1949 til 1968, líkt og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði fengið að gera. Innlent 16.10.2006 21:39
Gerðardómur fjalli um málið Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hvetur til að skerðingu lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja verði vísað til gerðardóms. Innlent 16.10.2006 21:40
FL selur öll bréf sín í Icelandair Group Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair. Hópur undir forystu Samvinnutrygginga verður stærsti eigandinn. Almenningi býðst að eignast hlutabréf við skráningu í Kauphöll. FL hagnast um 26 milljarða við söluna. Innlent 16.10.2006 21:41
Samræmdum prófum hætt Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill leggja niður samræmd lokapróf í grunnskólum og hefur lagt fram frumvarp þess efnis. Björgvin segir prófin úrelt og valda meira tjóni en gera gagn. Innlent 16.10.2006 21:39
Bjartsýnn á lausn málsins Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, segir að unnið verði úr sáttatillögunum í Skálholti og Organistafélagið muni meta starfslýsinguna. „Við komum með eitthvað gott á móti,“ segir hann og er bjartsýnn á framhaldið. Innlent 16.10.2006 21:39
Sjálfbærar hvalveiðar í lagi Sjálfbærar hvalveiðar í atvinnuskyni eru réttlætanlegar að mati Roberts Rangeley, framkvæmdastjóra Atlantshafsdeildar umhverfissamtakanna World Wildlife Fund. Að hans mati eru hóflegar veiðar úr hvalastofnum, sem eru í góðu ásigkomulagi, réttlætanlegar. Hann telur þó að fyrir verði að liggja áreiðanleg gögn um ástand þeirra stofna sem menn hyggjast veiða úr. Innlent 16.10.2006 21:39
Hækkaðar um 200 milljónir Vaxtabætur hækka samanlagt um 200 milljónir króna á árinu 2006 frá því sem ráðgert var að verja til þeirra samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Nema þær því 5,3 milljörðum króna. Innlent 16.10.2006 21:41
Spítalinn fær aukið fjármagn Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka framlög til Landspítala - háskólasjúkrahúss um 189 milljónir, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Þar af fara 124,5 milljónir í rekstur spítalans og 65 milljónum verður varið til nýbyggingar barna- og unglingageðdeildar LSH. Innlent 16.10.2006 21:40
Seðlabankanum eignuð lóðin „Segir Fasteignamatið að við eigum lóðina?“ segir Þórður Gautason hjá Seðlabanka Íslands sem ranglega hefur verið skráður eigandi að lóðinni undir húsinu á Fríkirkjuvegi 11 er Reykjavíkurborg ætlar nú að selja. Innlent 16.10.2006 21:40
Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert Tveir lögreglumenn á ári að meðaltali hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi. Alls fá tíu til tólf lögreglumenn bætur úr ríkissjóði árlega vegna meiðsla sem þeir verða fyrir við störf sín. Innlent 16.10.2006 21:41
Gæta ekki að öryggi barna Varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli segir að svo virðist sem ökumenn séu orðnir kærulausari en áður. Hann segir að undanfarna daga hafi margir verið stöðvaðir í umdæminu fyrir að hafa ekki beltin spennt. Brýnt sé að minna fólk á mikilvægi þess og þá einkum að það spenni börn sín í belti. Innlent 16.10.2006 21:39
Trufla stemningu Hótel Norðurljósa Vinnugáma sem settir hafa verið upp vegna vinnu við Orkuver 6 í Svartsengi verður að flytja annað vegna þess að þeir hafa óheppileg áhrif á rekstur hótelsins Northern Light Inn - Hótels Norðurljósa. Féllst skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkurbæjar á það með forsvarsmönnum hótelsins að flytja þurfi gámana frá lóðamörkum og úr sjónlínu við hótelið. Innlent 16.10.2006 21:40
Gefur kost á sér í sjötta sætið Steinunn Guðnadóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, gefur kost á sér í 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Innlent 16.10.2006 21:40
Fundust kaldir en heilir á húfi Lögreglumenn frá Borgarnesi og Búðardal ásamt björgunarsveitum leituðu að tveimur rjúpnaskyttum við Bröttubrekku á sunnudagsvköld. Innlent 16.10.2006 21:39
Sérsveitin æfði með áhöfn USS WASP Sérsveit ríkislögreglustjóra æfði í gær með áhöfn bandaríska herskipsins USS Wasp. Þyrla Bandaríkjahers flutti sérsveitina, ásamt sprengjusérfræðingum, til og frá æfingasvæði í Hvalfirði. Gekk vel, sagði aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 16.10.2006 21:41
Margir þættir mæta andstöðu Umræður um frumvarp menntamálaráðherra um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag hófust á þingi í gær. Innlent 16.10.2006 21:40
Tekjurnar hækka um 62 milljónir Gjöld skattgreiðenda í Framkvæmdasjóð aldraðra hækka um 239 krónur á næsta ári, úr 6.075 í 6.314 krónur. Er hækkunin í samræmi við hækkun byggingavísitölunnar. Innlent 16.10.2006 21:40
Neysluviðmið fyrir Ísland Opinber viðmið um áætlaðan framfærslukostnað heimila hafa verið tekin upp víða erlendis, til dæmis á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og víðar. Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins, sem athugaði kosti og galla þess að semja neysluviðmið fyrir Ísland, segir það vel framkvæmanlegt hér á landi. Innlent 16.10.2006 21:39
Stormur áfram við festar Hafnarstjórn Kópavogs hefur hafnað kröfum listakonunnar Rebekku Ránar Samper um að fiskibáturinn Stormur SH-333 verði fjarlægður strax af þeim stað þar sem báturinn liggur við festar utan við Kópavogshöfn. Innlent 16.10.2006 21:39
Flug til Vestmannaeyja hafið að nýju Fjölmargir mættu til þess að vera viðstaddir athöfn sem fram fór í flugstöðinni á Vestmannaeyjaflugvelli í tilefni þess að Flugfélag Íslands hóf áætlunarflug þangað í gær. Við athöfnina tóku fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja á móti forsvarsmönnum FÍ. Innlent 16.10.2006 21:40
Fangar hóta hungurverkfalli Vistmenn í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa hótað því að fara í hungurverkfall ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra um betra fæði og umbætur á vistarverum þeirra. Þeir hafa gefið yfirvöldum frest fram á föstudag til að verða við óskum þeirra. Innlent 16.10.2006 21:41
Kári Þorleifsson fundinn. Lögreglan í Reykjavík lýsti í kvöld eftir Kára Þorleifssyni. Kári er með Downs heilkenni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu talar hann lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík. Það var svo á tólfta tímanum í kvöld sem Kári fannst, heill á húfi, á gangi í Kópavoginum. Innlent 16.10.2006 23:35
Hátæknifyrirtæki skoða Ísland Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is. Innlent 16.10.2006 22:42
Lögregla lýsir eftir Kára Þorleifssyni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Kára Þorleifssyni. Kári er 23 ára, um 165 cm á hæð, klæddur í gráa úlpu, svartar joggingbuxur og svarta skó. Hann er skolhærður með stuttklippt hár. Kári er með Downs heilkenni, talar lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík fyrir um klukkustund. Innlent 16.10.2006 22:25
Nýr diskur og nýr samningur Bubbi Morthens gaf út nýjan geisladisk og mynddisk í dag og við sama tækifæri undirritaði hann tímamótasamning við Senu um útgáfu verka sinna. Samningurinn tryggir fyrirtækinu útgáfurétt á allri tónlist Bubba fyrr og nú. Innlent 16.10.2006 20:41
Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Innlent 16.10.2006 20:28
Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra fyrir brot á jafnræðisreglunni eftir ummæli sem hann lét falla í gær um að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingu á búvörulögum. Innlent 16.10.2006 20:05
Allt hlutafé FL Group í Icelandair selt FL Group hefur selt allt sitt hlutafé í Icelandair. Forstjóri félagsins segir mikla vaxtarmöguleika í flugi og ferðaþjónustu og áætlar að starfsfólki verði fjölgað en ekki fækkað með nýjum eigendum. Innlent 16.10.2006 19:54