Innlent

Fréttamynd

Vier Minuten hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar

Kvikmyndin Vier Minuten eftir Chris Kraus hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar en verðlaunin er nú veitt í fyrsta sinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2006. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands veitti verðlaunin.

Innlent
Fréttamynd

Mercedes Benz sigraði í sparaksturskeppni

Mercedes Benz 180 CDI sigraði í sparaksturkeppni sem haldin var í gær. Þessi fólksbíll frá Benz eyddi rétt rúmum þremur lítrum á hundraði, sem þykir einkar góður árangur.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði ölvaður á stólpa

Rúmlega tvítugur karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús á áttunda tímanum í morgun eftir að hafa ekið á stólpa við Breiðhöfða. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Reykjanesbraut

Beita þurfti klippum til að ná ökumanni fólksbíls, sem valt á Reykjanesbrautinni í nótt, út úr bílnum. Maðurinn var einn í bílnum og reyndist hann lítið slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við hávaðann í reykskynjara

Reykskynjari gæti hafa bjargað lífi hjóna á fimmtugsaldri þegar eldur kom upp í íbúðarhúsinu Búlandi, skammt sunnan Hjalteyrar við Eyjafjörð, laust fyrir klukkan sjö í morgun. Hjónin, sem eru 45 og 47 ára, vöknuðu við hávaðann í reykskynjaranum. Þau komust sjálf út úr brennandi húsinu og hringdu síðan eftir hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Liggur þungt haldin eftir bílveltu

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldin eftir bílveltu á Kringlumýrarbrautinni í gærkvöldi. Honum er haldið sofandi í öndunarvél, ástand hans er stöðugt í augnablikinu og hann er ekki talinn í bráðri lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Rússneska fánanum stolið

Þrír ungir menn stálu rússneska fánanum úr garði rússneska sendiráðsins við Garðastræti 33 í Reykjavík í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um þjófnaðinn um níu leytið í gær og hóf strax að rannsaka málið.

Innlent
Fréttamynd

Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins

Óskað er eftir rúmlega tuttugu milljóna króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins. Álitamál hvort réttlætanlegt sé að eyða meiri fjármunum í þetta mál, segir Björgvin G. Sigurðsson. Mikil vinna við þetta mál, segir Björn Bjarnason.

Innlent
Fréttamynd

Fór yfir á gagnstæðan vegarhelming

Ökumaður fólksbifreiðar fótbrotnaði illa á báðum fótum í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Kringlumýrarbraut rétt sunnan við Bústaðabrú um sjö leytið í gærkvöldi. Umferð var lokað um Kringlumýrarbraut um tíma vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og sex látnir í árásum

Tuttugu og sex manns létu lífið í árásum í Írak í gær. Fjórtán þeirra létust í sjálfsvígsárás við eftirlitsstöð íraska hersins í borginni Tal Afar.

Innlent
Fréttamynd

Dagný gefur ekki kost á sér

Dagný Jónsdóttir, áttundi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir alþingiskosningarnar næsta vor. Dagný tilkynnti þessa ákvörðun á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins á Djúpavogi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta leiguþyrlan komin til landins

Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem ætlað er að fylla í skarðið sem brottför varnarliðsins skildi eftir sig. Mettími í að finna leiguþyrlu, segir forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Aukin spenna við landamærin

Suðurkóreski herinn skaut fjörutíu viðvörunarskotum að hermönnum í Norður-Kóreu sem fóru yfir landamæri sem skilja ríkin að í gærmorgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á allra næstu dögum, jafnvel í dag. Spenna á svæðinu hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem nær dregur kjarnorkutilraununum.

Erlent
Fréttamynd

Fólskuleg líkamsárás kærð

Danskur karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann lenti í ryskingum við 26 ára gamlan mann um fjögur leytið í fyrri nótt. Reyndust áverkar mannsins í andliti ekki eins alvarlegir og talið var í fyrstu og fékk hann að fara af slysadeildinni að lokinni ítarlegri skoðun.

Innlent
Fréttamynd

19 í prófkjöri í Reykjavík

Nítján gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 27.-28. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Kristbjörn sigraði í sparakstri

Hátt í fimmtíu bifreiðar voru skráðar til leiks í keppni í sparakstri sem fram fór í gær. Keppendur voru bæði almennir ökumenn sem og fulltrúar bifreiðaumboða og voru ökutækin allt frá smábílum til fjórhjóladrifinna ökutækja. FÍB og Atlantsolía stóðu að keppninni en eknir voru rúmir 140 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Karlmenn á Austurlandi vinna mest

Vinnutími félagsmanna í Starfsgreinasambandinu er langur, eða um fimmtíu stundir á viku, og lengstur er hann á Austurlandi. Könnun staðfestir launamun kynjanna, konurnar eru ósáttari við launin en karlarnir, enda sitja þær eftir.

Innlent
Fréttamynd

Skafmiðar og greiðslukort

Bílastæðasjóður vill taka upp greiðslukortaþjónustu í öllum greiðsluvélum og miðamælum, skipta út stöðumælum fyrir miðamæla, hefja sölu á viku- og mánaðarkortum og bjóða upp á fjölbreytt úrval skafmiða fyrir ákveðinn gildistíma á ákveðnu gjaldsvæði, með ótiltekinn upphafs­tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fáir lásu fyrsta blaðið

Aðeins þrjú prósent Dana lásu fyrsta tölublað Nyheds­avisen sem kom út á föstudag. Þetta er niðurstaða könnunar sem dagblaðið Berlingske tidende sagði frá í gær. Segir í frétt blaðsins að lesturinn sé minni en fríblöðin 24 tímar og Dato fengu þegar þau komu fyrst út í ágúst síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar mest á Norðurlandi

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um tæp sex prósent á milli ára. Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 162.900 en voru 154.100 í sama mánuði í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 50 ára gömul tæki ófullnægjandi

Tæki og tól á Keflavíkurflugvelli þarfnast endurnýjunar. Huga þarf að endurnýjun á 27 ára gamalli ratsjá og næstum 50 ára gömlum snjóplógi auk fleiri tækja til að uppfylla öll skilyrði, segir framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair

Allt stefnir í að FL Group verði horfið úr hluthafahópi Icelandair fyrir vikulok. Glitnir hefur safnað stórum hópi fjárfesta og ný kjölfesta mun myndast í félaginu. Félagið verður skráð á markað með sölu til starfsmanna og almennings.

Innlent
Fréttamynd

Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss

Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Skilningsleysi gagnvart Sogni

Magnús Skúlason, yfirlæknir á réttargæsludeildinni að Sogni sakar stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að einungis séu sjö sjúkrarúm á deildinni. Fyrir viku varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var þá pláss losað með því að senda vistmann í ótímabundið leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekkert í samningum við Bandaríkjastjórn

Íslendingar fengu ekkert í samningum við Bandaríkjastjórn umfram það sem NATO-aðild veitir, að mati Michaels Corgans, prófessors við Boston-háskóla. Hann telur að Bandaríkjamenn hafi komið fram af mikilli óbilgirni í uppgjöri þjóðanna í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Sala á helmingi Icelandair

Fjárfestingahópur með rætur í Sambandsarmi atvinnulífsins verður kjölfestan í nýjum eigendahópi Icelandair. Félagið hefur fengið nafnið Langflug en um helgina er unnið að því að ganga frá sölu til þess og annarra fjárfesta á meirihluta í flugfélaginu og tengdum rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Sækja mannskap á nýju þyrluna frá Noregi

Landhelgisgæslan fékk í dag nýja þyrlu, sem er sömu gerðar og TF-LÍF og er hún leigð frá Noregi. Tveir norskir flugmenn komu með þyrlunni og koma þeir til með að starfa hér á landi næsta árið þar sem Gæsluna skortir þjálfaðan mannskap.

Innlent