Innlent Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Innlent 28.8.2006 15:03 Mæla með sölu í bréfum HB Granda Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins. Viðskipti innlent 28.8.2006 15:02 Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári. Innlent 28.8.2006 15:01 Snæfellsbæ stefnt BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins. Innlent 28.8.2006 14:47 Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. Innlent 28.8.2006 12:09 Ræðir nýtt áhættumat Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat. Innlent 28.8.2006 15:10 Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. Innlent 28.8.2006 09:37 Vill ræða um leyniþjónustu Björn Bjarnason, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræðuna birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn.is. Innlent 27.8.2006 21:43 Stýrivextir eru háir á Íslandi Stýrivextir á Íslandi skera sig frá stýrivöxtum annarra þjóða. Stýrivextirnir eina tækið sem Seðlabankinn hefur til þess að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 27.8.2006 21:43 Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi Fjölmiðlar eiga að móta sér stefnu í því hvernig þeir koma fram við börn. Ósmekklegt var að sýna nakið barn í sjónvarpsþættinum Kóngur um stund segir Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna. Innlent 27.8.2006 21:43 68 prósent vilja aðra stjórn Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla. Innlent 27.8.2006 21:43 Meirihluti vill Sjálfstæðisflokk í stjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæp 54 prósent að Sjálfstæðisflokkur verði í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Rúm 48 prósent vilja Samfylkingu og 45 prósent vilja að Vinstri græn verði í ríkisstjórn. Innlent 27.8.2006 21:43 Fáir útlendingar á bótum Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Innlent 27.8.2006 21:43 Gleypti hálft kíló af hassi Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Innlent 27.8.2006 21:43 Hópur sem vill á önnur mið Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag. Innlent 27.8.2006 21:43 Beitir blekkingum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi beitt blekkingum í fjölmiðlum þegar hún hafi verið spurð um það hví hún hafi ekki greint þingmönnum frá innihaldi skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. Innlent 27.8.2006 21:43 Samningar eru vandamálið ekki kennitala Vinnumarkaður Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vandamálið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfsmenn Þjóðskrár verði allir komnir úr sumarleyfi. Innlent 27.8.2006 21:43 Hundruð erlendra manna óskráð Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar. Innlent 27.8.2006 21:43 Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi. Innlent 27.8.2006 21:43 Rannsókn heldur áfram í dag „Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið. Innlent 27.8.2006 21:43 Fékk laun í uppsagnarfresti VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar. Innlent 27.8.2006 21:43 Ánægð með skjót viðbrögð Forsvarsmenn á Keflavíkurflugvelli funda í dag um aðgerðir á flugvellinum um helgina þegar flugvél British Airways nauðlenti vegna gruns um eld í farþegarými. Arngrímur Guðmundsson, deildarstjóri öryggissviðs Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, segist vera nokkuð ánægður með aðgerðirnar og sérstaklega hvað viðbragðstími hafi verið góður. Innlent 27.8.2006 21:43 Ófaglærðir ráðnir til starfa "Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. Innlent 27.8.2006 21:43 Vill flýta byggingu á Lýsisreit Niðurrif á húsnæði Lýsis við Grandaveg er langt á veg komið og til stendur að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með níutíu rýmum fyrir Reykvíkinga og Seltirninga. Innlent 27.8.2006 21:43 Íslendingar of ríkir fyrir styrki Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. Innlent 27.8.2006 21:43 Töf á auglýstum afslætti Tölvubilun hjá bensínstöðum Esso olli því að auglýstur þrettán krónu afsláttur á eldsneyti tók ekki gildi á tilsettum tíma í gær. Allnokkrir viðskiptavinir olíufélagsins létu í ljós gremju sína þegar þeir voru rukkaðir um fullt verð eftir að afsláttur átti að taka gildi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir atvikið óheppilegt. Hann vill beina til viðskiptavina sem keyptu bensín á tilboðstímabilinu að halda eftir kassakvittun svo að hægt sé að endurgreiða þeim mismuninn. Innlent 27.8.2006 21:43 Strandamaður sigurvegari Strandamaðurinn Kristján Albertsson frá Melum og Sigurður Sigurðarson dýralæknir voru sigurvegarar á meistaramóti í hrútaþukli sem haldið var á Ströndum í gær. Um fimmtíu keppendur kepptu í tveimur flokkum. Flokki vanra þar sem reyndir hrútadómarar meta gæði hrúta og í flokki óvanra þar sem tilfinningin ræður. Innlent 27.8.2006 21:43 Tekjuafganginum vel varið Þetta er náttúrulega stórkostleg afkoma sem kynnt var í gær [fimmudag] og ég sem fjármálaráðherra megnið af síðasta ári er mjög ánægður með þessa útkomu á mínu síðasta starfsári, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 2005. Innlent 27.8.2006 21:43 Sáttmáli í málefnum fatlaðra Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Innlent 27.8.2006 21:43 Nær 500 börn ættleidd á 20 árum Tæplega fimm hundruð börn hafa verið ættleidd á Íslandi frá öðrum löndum undanfarin tuttugu ár. Nú hefur verið stofnað Foreldrafélag ættleiddra barna hér á landi. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður félagsins, segir hlutverk þess vera að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra í sem víðustu samhengi, stuðla að rannsóknum á sviði ættleiðinga til hagsbóta fyrir félagsmenn og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum Innlent 27.8.2006 21:43 « ‹ 269 270 271 272 273 274 275 276 277 … 334 ›
Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Innlent 28.8.2006 15:03
Mæla með sölu í bréfum HB Granda Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins. Viðskipti innlent 28.8.2006 15:02
Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári. Innlent 28.8.2006 15:01
Snæfellsbæ stefnt BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins. Innlent 28.8.2006 14:47
Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. Innlent 28.8.2006 12:09
Ræðir nýtt áhættumat Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat. Innlent 28.8.2006 15:10
Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. Innlent 28.8.2006 09:37
Vill ræða um leyniþjónustu Björn Bjarnason, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræðuna birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn.is. Innlent 27.8.2006 21:43
Stýrivextir eru háir á Íslandi Stýrivextir á Íslandi skera sig frá stýrivöxtum annarra þjóða. Stýrivextirnir eina tækið sem Seðlabankinn hefur til þess að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 27.8.2006 21:43
Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi Fjölmiðlar eiga að móta sér stefnu í því hvernig þeir koma fram við börn. Ósmekklegt var að sýna nakið barn í sjónvarpsþættinum Kóngur um stund segir Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna. Innlent 27.8.2006 21:43
68 prósent vilja aðra stjórn Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla. Innlent 27.8.2006 21:43
Meirihluti vill Sjálfstæðisflokk í stjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæp 54 prósent að Sjálfstæðisflokkur verði í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Rúm 48 prósent vilja Samfylkingu og 45 prósent vilja að Vinstri græn verði í ríkisstjórn. Innlent 27.8.2006 21:43
Fáir útlendingar á bótum Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Innlent 27.8.2006 21:43
Gleypti hálft kíló af hassi Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Innlent 27.8.2006 21:43
Hópur sem vill á önnur mið Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag. Innlent 27.8.2006 21:43
Beitir blekkingum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi beitt blekkingum í fjölmiðlum þegar hún hafi verið spurð um það hví hún hafi ekki greint þingmönnum frá innihaldi skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. Innlent 27.8.2006 21:43
Samningar eru vandamálið ekki kennitala Vinnumarkaður Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vandamálið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfsmenn Þjóðskrár verði allir komnir úr sumarleyfi. Innlent 27.8.2006 21:43
Hundruð erlendra manna óskráð Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar. Innlent 27.8.2006 21:43
Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi. Innlent 27.8.2006 21:43
Rannsókn heldur áfram í dag „Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið. Innlent 27.8.2006 21:43
Fékk laun í uppsagnarfresti VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar. Innlent 27.8.2006 21:43
Ánægð með skjót viðbrögð Forsvarsmenn á Keflavíkurflugvelli funda í dag um aðgerðir á flugvellinum um helgina þegar flugvél British Airways nauðlenti vegna gruns um eld í farþegarými. Arngrímur Guðmundsson, deildarstjóri öryggissviðs Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, segist vera nokkuð ánægður með aðgerðirnar og sérstaklega hvað viðbragðstími hafi verið góður. Innlent 27.8.2006 21:43
Ófaglærðir ráðnir til starfa "Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. Innlent 27.8.2006 21:43
Vill flýta byggingu á Lýsisreit Niðurrif á húsnæði Lýsis við Grandaveg er langt á veg komið og til stendur að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með níutíu rýmum fyrir Reykvíkinga og Seltirninga. Innlent 27.8.2006 21:43
Íslendingar of ríkir fyrir styrki Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. Innlent 27.8.2006 21:43
Töf á auglýstum afslætti Tölvubilun hjá bensínstöðum Esso olli því að auglýstur þrettán krónu afsláttur á eldsneyti tók ekki gildi á tilsettum tíma í gær. Allnokkrir viðskiptavinir olíufélagsins létu í ljós gremju sína þegar þeir voru rukkaðir um fullt verð eftir að afsláttur átti að taka gildi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir atvikið óheppilegt. Hann vill beina til viðskiptavina sem keyptu bensín á tilboðstímabilinu að halda eftir kassakvittun svo að hægt sé að endurgreiða þeim mismuninn. Innlent 27.8.2006 21:43
Strandamaður sigurvegari Strandamaðurinn Kristján Albertsson frá Melum og Sigurður Sigurðarson dýralæknir voru sigurvegarar á meistaramóti í hrútaþukli sem haldið var á Ströndum í gær. Um fimmtíu keppendur kepptu í tveimur flokkum. Flokki vanra þar sem reyndir hrútadómarar meta gæði hrúta og í flokki óvanra þar sem tilfinningin ræður. Innlent 27.8.2006 21:43
Tekjuafganginum vel varið Þetta er náttúrulega stórkostleg afkoma sem kynnt var í gær [fimmudag] og ég sem fjármálaráðherra megnið af síðasta ári er mjög ánægður með þessa útkomu á mínu síðasta starfsári, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurstöðu ríkisreiknings fyrir árið 2005. Innlent 27.8.2006 21:43
Sáttmáli í málefnum fatlaðra Samningar náðust um sáttmála Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra á föstudag en viðræður um hann hafa tekið um fimm ár að sögn Helga Hjörvar sem sæti á í íslensku sendinefndinni. Sáttmálinn er af sama toga og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Innlent 27.8.2006 21:43
Nær 500 börn ættleidd á 20 árum Tæplega fimm hundruð börn hafa verið ættleidd á Íslandi frá öðrum löndum undanfarin tuttugu ár. Nú hefur verið stofnað Foreldrafélag ættleiddra barna hér á landi. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður félagsins, segir hlutverk þess vera að standa vörð um hagsmuni kjörforeldra í sem víðustu samhengi, stuðla að rannsóknum á sviði ættleiðinga til hagsbóta fyrir félagsmenn og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum Innlent 27.8.2006 21:43