Innlent

Fréttamynd

Stálheppinn að enda ekki í gili

Litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði þegar erlendur ferðamaður sofnaði undir stýri og velti bíl sínum skammt frá Húsafelli síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vantar fleiri Sæluvikur

Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir með fíkniefni

Fimm menn voru handteknir í Kópavogi á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags vegna þriggja fíkniefnamála. Öll málin komu upp við reglu­bundið umferðareftirlit.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut meiðsl á höfði í bílveltu

Erlend kona á fertugsaldri slasaðist á höfði þegar hún velti bíl sínum á Landvegi norðan við Búrfell um tvöleytið í gær. Konan, sem var á ferð ásamt eiginmanni sínum, ók bílaleigubíl og missti stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Eiginmaðurinn slasaðist minna

Innlent
Fréttamynd

Strokufangi gengur laus

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni, 43 ára gömlum fanga af Litla-Hrauni sem strauk af læknastofu í Lágmúla á þriðjudaginn. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa upplýsingar við lögregluna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Penguin kaupir Forðist okkur

Hin virta bókaútgáfa Penguin hefur gengið frá samningi við JPV um útgáfu á bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin kaupir útgáfurétt fyrir bókina á ensku fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu. Forðist okkur kom út á síðasta ári, sett var upp leikrit eftir bókinni sem Hugleikur hlaut Grímuverðlaunin fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sjófuglar taldir á næstu árum

Engar óyggjandi rannsóknir eru til um það hvort sjófugli hafi fækkað hér á landi undanfarin ár. Helstu rannsóknarstofnanir landsins í náttúrufræði ætla að ráða bót á því og hafa hafið talningu í stærstu sjófuglabjörgum landsins sem ekki hefur farið fram í 20 ár.

Innlent
Fréttamynd

Stoppaðir með handfarangur

Flugfarþegar sem millilenda í Bretlandi geta lent í því að vera stoppaðir með handfarangur sinn þar. Sérfræðingar um öryggismál segja að sennilega verði flugfarþegar að vera viðbúnir því að hertar reglur verði varanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Rukkuðu Impregilo meira en aðra

Heilbrigðiseftirlit Austurlands braut jafnræðisreglu stjórnsýslulaga í viðskiptum sínum við verktakafyrirtækið Impregilo. Eftirlitið breytti gjaldskrá sinni á þann veg að Impregilo þurfti að borga 30 prósent umfram aðra viðskiptavini.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir strokufanga

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hilmari Ragnarssyni 43 ára, sem strauk frá Litla-Hrauni síðastliðinn þriðjudag. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgunartilraun í Breiðholti

Ráðist var á tuttugu og tveggja ára konu klukkan fögur í fyrri nótt í Breiðholti. Konan var á leið til vinnu þegar maður, ógnaði henni með hníf og keyrði hana í götuna þar sem hann reyndi að nauðga henni.

Innlent
Fréttamynd

Húsaleiga hækkar til muna

Húsaleiga hefur hækkað til muna á þessu ári. Leiga á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur að meðaltali frá því í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Guðni segir flokksþingið velja forystu

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem býður sig fram til áframhaldandi varaformennsku, segist hvorki styðja Jón Sigurðsson né Siv Friðleifsdóttur til formennsku, það sé flokksþingsins að velja sér forystu.

Innlent
Fréttamynd

Norskir dagar á Seyðisfirði

Norskir dagar verða haldnir á Seyðisfirði á morgun, 12. ágúst og í ár er einnig haldið upp á 100 ára afmæli símasambands við útlönd.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin minnir á lýðræðisleg réttindi borgaranna

Rétt er að minna yfirvöld á mikilvægi þess að virða lýðræðisleg réttindi borgaranna, segir í ályktun samráðsfundar Samfylkingarfélaganna í Reykjavík, í tilefni frétta af aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum og ferðafólki við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Kona vinnur Hummer-jeppa

Kona nokkur sem hafði í tuttugu ár styrkt DAS með því að kaupa happdrættismiða fékk í gær afhentan fyrsta vinninginn, spánýjan Hummer-jeppa.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir ferðamenn teknir fyrir hraðakstur

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður á rösklega 160 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi , skammt frá Hvolsvelli í gær og þrír aðrir útlendingar á 110 til 130 kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fagna framboði Sivjar

Stjórnir Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fagna fram komnu framboði Sivjar Friðleifsdóttur , oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, til embættis formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt við Kirkjubæjarklaustur

Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglu, þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöldi og valt.

Innlent
Fréttamynd

Flug til Lundúna á áætlun

Flug milli Íslands og Lundúna er allt á áætlun í dag eftir miklar tafir í gær í kjölfar aðgerða gegn meintum hryðjuverkamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Herbergi leigð á 35 þúsund

Leiguverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10-20 þúsund krónur að meðaltali frá í fyrra, að sögn Elísabetar Björgvinsdóttur, sölumanns hjá Fasteignamiðluninni Ársölum. „Meðal­leiguverð tveggja herbergja íbúða nú er 70 þúsund krónur á mánuði en í fyrra var meðalverðið 50-60 þúsund krónur.“

Innlent
Fréttamynd

Siv og Jón bjóða sig fram

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti í gær um framboð sitt til formanns flokksins.

Innlent