Innlent
Hagnaður Straums-Burðaráss minni á milli ára
Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hagnaðist um 307 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006. Þetta er 90 prósentum minna en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam rétt rúmum þremur milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur tæpum 19,4 milljörðum króna sem er rúmum 11,7 milljörðum meira en á sama tíma fyrir ári.

SUS fagnar nýrri skýrslu matvælanefndar
Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar nýútkominni skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra, um að afnám tolla og annarra innflutningshafta sé besta leiðin til að lækka matvælaverð á Íslandi.

Miðasala hafin á Morrisey
Miðasala á tónleika Morrisey, stofnanda The Smiths, er hafin. Morrisey mun halda tónleika hér á landi 12. ágúst næstkomandi.
Bílvelta í Norðurárdal
Roskin kona slasaðist og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík, eftir að bíll hennar valt í Norðurárdal undir kvöld. Hún mun þó ekki vera alvarlega slösuð en er þó enn á sjúkrahúsi.
Mannlaus jeppi veltur út af vegi
Engan sakaði þegar mannlaus jeppi valt út af veginum skammt frá Hellu í gærkvöldi og skemmdist mikið. Jeppinn hafði verið á kerru, sem jepplingur dró.

Öryggsráðið þarf að taka ákvörðun
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að taka ákvörðun um hvort senda eigi alþjóðlegt friðargæslulið til Líbanons. Pútín forseti Rússlands, sagði í gær að öryggisráðið væri eini aðilinn sem gæti tekið slíkar ákvarðanir.

Eldur í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
Eldur kviknaði í geymslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í morgun. Mikinn reyk lagði frá svæðinu en ekki var hætta talin stafa að íbúðabyggð í grenndinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þar sem eldur kom upp í fyrrverandi áburðargeymslu verksmiðjunnar upp úr klukkan hálf níu. Geymslan er í eigu Íslenska gámafélagsins og hefur sorp frá iðnfyrirtækjum hefur verið flokkað í skemmunni. Mikinn reyk lagði frá eldinum en starfsmenn slökkviliðsins segir litlar líkur á því að eldurinn nái aftur að dreifa sér um húsið. Reykurinn er ekki talinn hættulegur en ekki er lengur framleiddur áburður í verksmiðjunni.Starfsmenn Gámafélagsins voru að störfum þegar eldurinn kom upp og reyndu þeir í fyrstu að slökkva eldinn en urðu fljótlega frá að hverfa.

Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndar
Samtök ferðaþjónustunnar fagna skýrslu matvælaverðsnefndar og leggja mikla áherslu á að tollar verði afnumdir og að öll sala matvæla sé í sama virðisaukaskattsþrepi sama hvort hún sé keypt á veitingastað eða matvöruverslun.
Samræmd vísitala neysluverðs 5,7 prósent
Samræmd vísitala neysluverðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var 102,5 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents hækkun frá maí. Vísitalan á Íslandi var 105,3 stig og hafði hún hækkað um 1,3 prósent á milli maí og júní. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,7 prósent á Íslandi og er hún næstmest hér af EES-ríkjunum. Mesta verðbólgan var í Lettlandi, 6,3 prósent.
Eldur í áburðargeymslu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þar sem eldur kom upp í fyrrverandi áburðargeymslu verksmiðjunnar upp úr klukkan hálf níu.
Lunga hófst í dag á Austurlandi
Lunga listahátíð unga fólksins á Austurlandi hófst í dag. Hátíðin hefur nú náð að festa sig í sessi og hefur vaxið mikið með árunum.

Bifhjólamenn virða ekki hraðatakmarkanir
Lögreglan í Reykjavík vill koma þeim skilaboðum til bifhjólamanna að sömu umferðarreglur gildi um þá og ökumenn bíla. Talsvert hefur borið á því að bifhjólamenn virði ekki hraðatakmarkanir og stingi jafnvel lögregluna af þegar reynt er að hafa afskipti af þeim. Mótorhjólamenn freistast líka til þess að aka milli akreina og stefna þannig sjálfum sér og öðrum í hættu. Aðrir vegfarendur eru einnig hvattir til að tilkynna vítaverðan akstur bifhjóla til lögreglunnar ef þeir ná niður númeri hjólsins.

Fjölskyldubúðir Íslandsvina
Fjölskyldubúðir Íslandsvina hefjast á föstudaginn undir Snæfelli.

Meginástæða hás vöruverðs úrelt landbúnaðarkerfi
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin.

Lítið selst af sumarvörum
Tíðarfarið í sumar hefur haft áhrif á verslun. Kaupmenn sitja uppi með sumarkjóla og sandala enda hafa útsölur á sumarfatnaði hafist mun fyrr en venjulega. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir veðurfarið vera einn sterkasta áhrifaþáttinn varðandi verslun. Þetta viti allir verslunarmenn og því hafi þeim hjá samtökunum dottið í hug að hringja á nokkra staði og heyra hljóðið í kaupmönnum.

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir hækkandi vexti framundan
Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Átsæðurnar eru minnkandi markaðshlutdeild sjóðsins eftir innkomu bankanna á íbúðalánamarkað haustið 2004 og óvissa varðandi framtíð hans.

Saga biskupsstólanna gefin út
Fátt þykir jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir á Skálholti og Hólum. Saga þeirra spannar nærfellt 1000 ár og nú er búið að taka helstu þætti sem henni tengjast saman í eina stóra bók.

Samheitalyfjafyrirtæki vill aukna samkeppni og verðlækkanir
Aukin samkeppni og verðlækkanir eru meðal þeirra markmiða sem nýtt samheitalyfjafyrirtæki, Portpharma, hefur sett sér.

Vilja að aðild Reykjavíkur að byggðasamlagi um almenningssamgöngur verði endurskoðuð
Borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs leggja til að aðild Reykjavíkur að byggðasamlagi um almenningssamgöngur verði tekin til endurskoðunar, vegna ákvörðunar stjórnar Strætó um skerta þjónustu við farþega.
S&P lækkar lánshæfismat Íbúðalánasjóðs
Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Átæðurnar eru minnkandi markaðshlutdeild sjóðsins eftir innkomu bankanna á íbúðalánamarkað haustið 2004 og óvissa varðandi framtíð hans. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB-banka.
Seglskipið Sedov kemur til Reykjavíkur
Á miðvikudaginn næskomandi mun seglskipið Sedov, sem er eitt stærsta og glæsilegasta skip sinnar tegundar, leggjast að Grandabakka í gömlu Reykjavíkurhöfn.

Samdráttur í veltu á fasteignamarkaði
Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum á fasteignamarkaði. Þar af var þinglýst 87 kaupsamningum um eignir í fjölbýli og 20 samningum um sérbýli. Veltan nam 3,1 milljarði króna en meðalfjárhæð kaupsamnings nam 27 milljónum króna. Veltan er 20 prósentum minni en á sama tíma í fyrra.

Fjölskylduhátíð í Hrísey
Fjölskylduhátíð fullveldisins verður haldin í Hrísey um næstu helgi og er gert ráð fyrir að um 4000 manns verði í eyjunni.
Samtök verslunar og þjónustu kæra ríkið
Samtök verslunar og þjónustu hafa kært ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.
Afbrotatölur þessa árs
Afbrotatölur fyrstu sex mánaða þessa árs í lögregluumdæmum, Álftanesar, Garðabæjar og Hafnarfjarðar sýna að frá árunum 2000-2005 hefur brotum eins og innbrotum, þjófnuðum, eingaspjöllum og líkmsárásum farið fækkandi og eru nú 9% færri í ár en þau voru árið 2000, þrátt fyrir mikla fölgun íbúa.
Glitnir útnefndur besti banki á Íslandi
Glitnir hefur verið útnefndur sem besti banki á Íslandi í árlegri skýrslu fjármálatímaritsins Euromoney.

Nýr ritstjóri á Nýju Lífi
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem ritstjóri á tímaritinu Nýju Lífi. Heiðdís Lilja er píanókennari að mennt en hefur starfað hjá Nýju Lífi síðastliðin fimm ár.
Ungur maður kærður fyrir nauðgun
Sextán ára stúlka hefur kært ungan mann fyrir að hafa nauðgað sér í bíl í Reykjavík í nótt og þrjá vini hans fyrir að hafa ekki komið sér til hjálpar, en þeir voru í bílnum.

Esso hækkar bensínverð
Olíufélagið Essó hækkaði verð á bensínlítra um 3,80 krónur í morgun og kostar lítrinn nú í sjálfsafgreiðslu tæpar 133 krónur.

Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkar
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs til langs tíma úr AA+ í AA-. Um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista þar sem það hafði áður verið sett með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónur eru stöðugar, að mati fyrirtækisins.