Meginástæða hás vöruverðs úrelt landbúnaðarkerfi 17. júlí 2006 21:22 Mynd/Hrönn Axelsdóttir Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði. Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira