Innlent Rólegt um land allt í nótt Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu. Innlent 17.5.2007 09:55 Sýknaður af morðákæru Herdómsstóll í Washington sýknaði í gær bandarískan hermann, Calvin Hill ákærum um að hafa myrt félaga sinn á varnarsvæðinu, hina tvítugu Ashley Turner, á Miðnesheiði 14. ágúst 2005. Morðið var framið átta dögum áður en Turner átti að bera vitni gegn Hill í þjófnaðarmáli, en honum var þar gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga. Erlent 17.5.2007 09:50 Velta dagvöruverslunar jókst um 11,2% í apríl Velta í dagvöruverslun jókst um 11,2% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin 8,3%. Lítil aukning varð á veltu dagvöruverslunar milli mánaðanna mars og apríl, eða 0,6%, þrátt fyrir páska í apríl. Innlent 17.5.2007 09:48 Kveikt í listaverki í nótt Kveikt var í listaverki sem var fyrir utan gömlu Kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku í nótt. Slökkvilið kom á staðinn og náði fljótt stjórn á eldinum, enda var hann takmarkaður við listaverkið. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þar að verki. Listaháskóli Íslands er sem stendur með útskriftarsýningu í kartöflugeymslunum. Innlent 17.5.2007 09:34 Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. Innlent 16.5.2007 21:44 Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. Innlent 16.5.2007 21:33 Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. Innlent 16.5.2007 19:43 Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Innlent 16.5.2007 19:09 Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. Innlent 16.5.2007 18:50 55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. Innlent 16.5.2007 17:13 Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. Innlent 16.5.2007 18:03 Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. Innlent 16.5.2007 14:57 Varmársamtök fordæma skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt, rúður voru brotnar og rándýr stýribúnaður í sumum þeirra gjöreyðilagður. Talið er að tjónið skipti milljónum en ekki er vitað hverjir standa að verki. Varmársamtökin fordæma skemmdarverkin og segjast á engan hátt hafa komið nálægt þeim. Þau hafa nú kært framkvæmdirnar á svæðinu til lögreglu. Innlent 16.5.2007 12:07 Úrvalsvísitalan aldrei hærri Úrvalsvísitalan fór yfir átta þúsund stig í gær og hefur aldrei verið jafn há. Hún hefur hækkað um liðlega 25 prósent frá áramótum og næstum tvöfaldast á tveimur árum. Mörg fyrirtæki hækkuðu í gær en Eimskip mest, um rúm fjögur prósent. Íslenska krónan styrktist um leið og hefur ekki verið jafn há gagnvart erlendum gjaldmiðlum síðan í mars í fyrra. Bandaríkjadollar er til dæmis kominn niður í rúmar 63 krónur. Innlent 16.5.2007 07:55 Erlendir farandsalar í haldi lögreglu Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi, grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu. Þeir eru á sendiferðabíl á erlendum númerum og hafa gengið í hús og reynt að selja myndir. Það eru einkum blýantsteikningar af köttum, fuglum og öðrum skepnum og mun gangverðið vera um tvö þúsund og fimm hundruð krónur á mynd. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag og góssið í sendibílnum kannað til hlítar. Innlent 16.5.2007 07:05 35% vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Flestir landsmenn, eða tæp 35 prósent vilja helst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Næst flestir, eða rösklega 32 prósent vilja óbreytt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, mun færri, eða átján og hálft prósent, vilja vinstri stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna og fæstir vilja ríkisstjórn Vinstri grænna og sjálfstæðisflokks, eða rösk 14 prósent. Innlent 16.5.2007 07:02 Vínþjófur undir áhrifum Lögreglan á Akureyri greip þjóf á vettvangi eftir að hann hafði brotist inn á veitingastað í miðbænum í nótt, í þeim tilgangi að verða sér út um vínföng. Hann reyndist undir áhrifum vímuefna og er vistaður í fangageymslum uns hann verður yfirheyrður í dag. Innlent 16.5.2007 06:58 Sex slösuðust í bílslysi Sex manns slösuðust og voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans, í hörðum árekstri tveggja bíla á mótum Kalkofnsvegar og Geirsgötu í miðborginni um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumenn voru tvær sautján ára stúlkur og voru þær fluttar á Barnaspítala Hringsins, samkvæmt bókun lögreglu. Innlent 16.5.2007 06:57 Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Innlent 15.5.2007 21:27 Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. Innlent 15.5.2007 21:20 Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. Innlent 15.5.2007 18:06 Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. Innlent 15.5.2007 17:56 Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11 Sea Shepherd senda skip til Íslands Sea Shepherd, samtök hvalaverndunarsinna, ætla sér að senda skipið Farley Mowat hingað til lands til þess að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga. Skipið er sem stendur í Ástralíu og leggur af stað þaðan klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort að Paul Watson, formaður þeirra, ætli sér að vera með í för. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. Innlent 15.5.2007 08:39 Engar ákvarðanir teknar um stjórnarsamstarf Engar ákvarðanir voru teknar um stjórnarsamstarf, á tveggja klukkustunda löngum þingflokksfundi Framsóknarmanna í gærkvöldi og verjast fundarmenn fregna af fundinum. Þó mun það liggja fyrir eftir fundinn að Jón Sigurðsson njóti fulls trausts þingflokksins til að fara með samningamál flokksins við aðra flokka. Innlent 15.5.2007 06:59 Rafmagnslaust á Keflavíkurflugvelli Rafmagnslaust varð í um það bil hálftíma upp úr klukkan fjögur á Keflavíkurflugvelli og víða á Suðurnesjum. Varaaflsstöðvar fóru í gang þannig að aðflugs-og öryggisbúnaður vallarins virkaði með eðlilegum hætti og flugstöðin fékk líka vararafmagn, þannig að litlar sem engar tafir urðu. Innlent 15.5.2007 06:57 Lentu vegna veikinda farþega Boeing 777 breiðþota frá Air France þurfti að hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið síðdegis í gær, þar sem einn farþeganna hafði veikst og þurfti að komast undir læknishendur. Þetta var á háannatíma í Leifsstöð þannig að þotunni var ekið að gömlu flugstöðinni. Innlent 15.5.2007 06:56 Hrasaði í Surtshelli og skarst á höfði Erlendur ferðamaður skarst á höfði þegar hann hrasaði í Surtshelli síðdegis í gær og blæddi honum talsvert. Honum til happs var að sjúkraflutningamenn voru á æfingu þar skammt frá og komu honum von bráðar til hjálpar. Hann var fluttur á Heilsugæslustöðina á Akranesi og gat farið ferða sinna eftir aðstoð þar. Innlent 15.5.2007 06:50 Hjólaði fyrir bíl Tíu ára drengur varð fyrir bíl á Kaplaskjólsvegi í gærkvöldi, en meiddist ekki alvarlega. Hann var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Hann mun hafa hjólað óvænt í veg fyrir bílinn. Akstursskilyrði voru ekki með besta móti á þessu svæði í gærkvöldi þar sem bílum var lagt ólöglega út um allt, vegna kappleiks á KR vellinum. Innlent 15.5.2007 06:48 DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. Innlent 14.5.2007 23:41 « ‹ 78 79 80 81 82 83 84 85 86 … 334 ›
Rólegt um land allt í nótt Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu. Innlent 17.5.2007 09:55
Sýknaður af morðákæru Herdómsstóll í Washington sýknaði í gær bandarískan hermann, Calvin Hill ákærum um að hafa myrt félaga sinn á varnarsvæðinu, hina tvítugu Ashley Turner, á Miðnesheiði 14. ágúst 2005. Morðið var framið átta dögum áður en Turner átti að bera vitni gegn Hill í þjófnaðarmáli, en honum var þar gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga. Erlent 17.5.2007 09:50
Velta dagvöruverslunar jókst um 11,2% í apríl Velta í dagvöruverslun jókst um 11,2% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Á breytilegu verðlagi nam hækkunin 8,3%. Lítil aukning varð á veltu dagvöruverslunar milli mánaðanna mars og apríl, eða 0,6%, þrátt fyrir páska í apríl. Innlent 17.5.2007 09:48
Kveikt í listaverki í nótt Kveikt var í listaverki sem var fyrir utan gömlu Kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku í nótt. Slökkvilið kom á staðinn og náði fljótt stjórn á eldinum, enda var hann takmarkaður við listaverkið. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þar að verki. Listaháskóli Íslands er sem stendur með útskriftarsýningu í kartöflugeymslunum. Innlent 17.5.2007 09:34
Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. Innlent 16.5.2007 21:44
Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. Innlent 16.5.2007 21:33
Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. Innlent 16.5.2007 19:43
Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Innlent 16.5.2007 19:09
Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. Innlent 16.5.2007 18:50
55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. Innlent 16.5.2007 17:13
Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. Innlent 16.5.2007 18:03
Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. Innlent 16.5.2007 14:57
Varmársamtök fordæma skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt, rúður voru brotnar og rándýr stýribúnaður í sumum þeirra gjöreyðilagður. Talið er að tjónið skipti milljónum en ekki er vitað hverjir standa að verki. Varmársamtökin fordæma skemmdarverkin og segjast á engan hátt hafa komið nálægt þeim. Þau hafa nú kært framkvæmdirnar á svæðinu til lögreglu. Innlent 16.5.2007 12:07
Úrvalsvísitalan aldrei hærri Úrvalsvísitalan fór yfir átta þúsund stig í gær og hefur aldrei verið jafn há. Hún hefur hækkað um liðlega 25 prósent frá áramótum og næstum tvöfaldast á tveimur árum. Mörg fyrirtæki hækkuðu í gær en Eimskip mest, um rúm fjögur prósent. Íslenska krónan styrktist um leið og hefur ekki verið jafn há gagnvart erlendum gjaldmiðlum síðan í mars í fyrra. Bandaríkjadollar er til dæmis kominn niður í rúmar 63 krónur. Innlent 16.5.2007 07:55
Erlendir farandsalar í haldi lögreglu Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi, grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu. Þeir eru á sendiferðabíl á erlendum númerum og hafa gengið í hús og reynt að selja myndir. Það eru einkum blýantsteikningar af köttum, fuglum og öðrum skepnum og mun gangverðið vera um tvö þúsund og fimm hundruð krónur á mynd. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag og góssið í sendibílnum kannað til hlítar. Innlent 16.5.2007 07:05
35% vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Flestir landsmenn, eða tæp 35 prósent vilja helst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Næst flestir, eða rösklega 32 prósent vilja óbreytt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, mun færri, eða átján og hálft prósent, vilja vinstri stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna og fæstir vilja ríkisstjórn Vinstri grænna og sjálfstæðisflokks, eða rösk 14 prósent. Innlent 16.5.2007 07:02
Vínþjófur undir áhrifum Lögreglan á Akureyri greip þjóf á vettvangi eftir að hann hafði brotist inn á veitingastað í miðbænum í nótt, í þeim tilgangi að verða sér út um vínföng. Hann reyndist undir áhrifum vímuefna og er vistaður í fangageymslum uns hann verður yfirheyrður í dag. Innlent 16.5.2007 06:58
Sex slösuðust í bílslysi Sex manns slösuðust og voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans, í hörðum árekstri tveggja bíla á mótum Kalkofnsvegar og Geirsgötu í miðborginni um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumenn voru tvær sautján ára stúlkur og voru þær fluttar á Barnaspítala Hringsins, samkvæmt bókun lögreglu. Innlent 16.5.2007 06:57
Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Innlent 15.5.2007 21:27
Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. Innlent 15.5.2007 21:20
Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. Innlent 15.5.2007 18:06
Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. Innlent 15.5.2007 17:56
Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11
Sea Shepherd senda skip til Íslands Sea Shepherd, samtök hvalaverndunarsinna, ætla sér að senda skipið Farley Mowat hingað til lands til þess að berjast gegn hvalveiðum Íslendinga. Skipið er sem stendur í Ástralíu og leggur af stað þaðan klukkan 13:00 að staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort að Paul Watson, formaður þeirra, ætli sér að vera með í för. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. Innlent 15.5.2007 08:39
Engar ákvarðanir teknar um stjórnarsamstarf Engar ákvarðanir voru teknar um stjórnarsamstarf, á tveggja klukkustunda löngum þingflokksfundi Framsóknarmanna í gærkvöldi og verjast fundarmenn fregna af fundinum. Þó mun það liggja fyrir eftir fundinn að Jón Sigurðsson njóti fulls trausts þingflokksins til að fara með samningamál flokksins við aðra flokka. Innlent 15.5.2007 06:59
Rafmagnslaust á Keflavíkurflugvelli Rafmagnslaust varð í um það bil hálftíma upp úr klukkan fjögur á Keflavíkurflugvelli og víða á Suðurnesjum. Varaaflsstöðvar fóru í gang þannig að aðflugs-og öryggisbúnaður vallarins virkaði með eðlilegum hætti og flugstöðin fékk líka vararafmagn, þannig að litlar sem engar tafir urðu. Innlent 15.5.2007 06:57
Lentu vegna veikinda farþega Boeing 777 breiðþota frá Air France þurfti að hafa viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið síðdegis í gær, þar sem einn farþeganna hafði veikst og þurfti að komast undir læknishendur. Þetta var á háannatíma í Leifsstöð þannig að þotunni var ekið að gömlu flugstöðinni. Innlent 15.5.2007 06:56
Hrasaði í Surtshelli og skarst á höfði Erlendur ferðamaður skarst á höfði þegar hann hrasaði í Surtshelli síðdegis í gær og blæddi honum talsvert. Honum til happs var að sjúkraflutningamenn voru á æfingu þar skammt frá og komu honum von bráðar til hjálpar. Hann var fluttur á Heilsugæslustöðina á Akranesi og gat farið ferða sinna eftir aðstoð þar. Innlent 15.5.2007 06:50
Hjólaði fyrir bíl Tíu ára drengur varð fyrir bíl á Kaplaskjólsvegi í gærkvöldi, en meiddist ekki alvarlega. Hann var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Hann mun hafa hjólað óvænt í veg fyrir bílinn. Akstursskilyrði voru ekki með besta móti á þessu svæði í gærkvöldi þar sem bílum var lagt ólöglega út um allt, vegna kappleiks á KR vellinum. Innlent 15.5.2007 06:48
DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. Innlent 14.5.2007 23:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent