Innlent

Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni
Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi.
Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu
Eimskip opnar aðra skrifstofu sína í Genúa á Ítalíu í dag, 2. apríl. Opnun skrifstofunnar er liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu og miðast að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Viðsnúningur hjá Nýsi
Fasteignafélagið Nýsir hf og dótturfélög þess skiluðu 450,6 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 1.623 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta ástæðan eru gengisbreytingar og mikill vaxtakostnaður af framtíðarfjárfestingum á Íslandi og erlendis sem ekki eru farnar að skila fullri arðsemi, að því er segir í uppgjöri félagsins.

Glitnir vekur skelfingu í Noregi
Glitnir er á stórfelldum mannaveiðum í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að verðbréfadeild Glitnis í Noregi hafi boðið nokkrum bestu starfsmönnum verðbréfafyrirtækisins DnB Nor Markets allt að 200 milljónum króna fyrir að skipta um vinnu. Framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi staðfestir að þrír starfsmenn DnB Nor Markets muni koma yfir til þeirra.

Veltan í Kauphöllinni nam 350 milljörðum
Heildarvelta í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði nam 350 milljörðum króna og nemur heildarvelta ársins nú 1.329 milljörðum. Þetta er þriggja prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavelta jókst um 18 prósent á milli ára en velta á skuldabréfamarkaði dróst saman.

Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu
Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það.

Byrgismálið til ríkissaksóknara
Rannsókn á meintum misbeitingarbrotum Guðmundar Jónssonar í Byrginu er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara á næstu dögum. Í það minnsta átta konur lögðu inn kæru á hendur Guðmundi en málið hefur verið til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Selfossi.

Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna.

Mikill áhugi á þátttöku í varaliðinu
Færri komust að en vildu þegar fyrstu úrtökuprófin, fyrir nýtt varalið lögreglunnar, fóru fram um helgina. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að í ljósi viðtakanna verði að hraða byggingu nýs lögregluskóla á Keflavíkurflugvelli og jafnframt kemur til álita að fjölga verulega í liðinu.

Þrír teknir fyrir ölvun
Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Í fyrra tilfellinu var um konu á sextugsaldri að ræða, en um þrjú leitið stöðvaði lögregla karlmann á fertugsaldri. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var tekinn í Kópavogi undir morgun, en hann á einnig von á sekt vegna hraðaksturs.

Viðrekstur á ferð
Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan.
Íhuga á breytingar á lögum um friðhelgi einkalífsins
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, segir menn þurfa að hugleiða það hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða þann hluta almennra hegningarlaga sem lýtur að friðhelgi einkalífsins. Þetta segir hann í kjölfar þess að maður var sýknaður í héraðsdómi fyrir heimildarlausa myndatöku af naktri stúlku.
Samkomulag um vörn gegn kynferðisglæpum gegn börnum
Samkomulag hefur náðst, innan Evrópuráðsins, um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi en fastlega er búist við að samningurinn verði fullgildur hér á landi síðar á þessu ári. Það kallar á lagabreytingar, segir forstjóri Barnaverndarstofu, meðal annars um skilgreingu á kynferðisofbeldi gegn börnum sem og heimildir lögreglu til notkunar tálbeitu.
Segir Hafnfirðinga munu una úrslitum kosninganna
Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið.
Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í Gettu betur
Menntaskólinn í Reykjavík bar í kvöld sigur af Menntaskólanum í Kópavogi í æsispennandi lokaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Jafnt var á nær öllum tölum en undir lokin náði Menntaskólinn í Kópavogi að síga fram úr. Þegar ein spurning var eftir var þriggja stiga munur á liðunum, MK í vil. Síðasta spurningin gaf þrjú stig og eftir að MK hafði svarað henni rangt svaraði MR henni rétt og tryggði sér þannig bráðabana.
Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr.

Greiða 50% hærra verð en kennarar
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við.
Fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag 25 ára karlmann, Steindór Hrein Veigarsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir fimm líkamsárásir og húsbrot á Akureyri í fyrra. Félagi hans, Kristján Halldór Jensson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, einnig fyrir líkamsárásir.

Vantar úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi
Breytingar á vændislögum auðvelda störf lögreglunnar í baráttunni gegn vændi, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Hann segir lögreglu þó vanta frekari úrræði til að taka á skipulagðri vændisstarfsemi.

1200 hafa þegar kosið
Um tólfhundruð manns hafa þegar kosið í Hafnarfirði um stækkun álvers. Búist er við mikilli kosningaþátttöku á kjörstaði á morgun. Kosningabaráttan hefur verið hörð og má segja að hún hafi náð ákveðnu hámarki í dag þegar hópur grunnskólanema safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni Firðinum til að mótmæla stækkuninni.
Breyting á deiliskipulagi
Fyrr í dag kom fram að samþykkt hafi verið á borgarstjórnarfundi í gær að rífa hús á Laugavegi og við Vatnsstíg. Við nánari athugun kom í ljós að um var ræða breytingu á deiliskipulagi sem þegar hafði verið samþykkt og full samstaða hefði verið um á síðasta kjörtímabili.

Icelandair áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins
Icelandair hefur verið sektað um hundrað og níutíu milljónir króna, af Samkeppniseftirlitinu, fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Það telur að flugfélagið hafi notað hagnað, af sölu á dýrari fargjöldum, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Express. Icelandair hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Gott ál sem vinstri grænir nota í áróðursmerkin
Vinstri grænir, sem berjast hart gegn álframleiðslu, búa sjálfir til áróðursmerki fyrir kosningarnar úr þessum sama málmi. Áróðursmeistari flokksins segir að álið, sem þeir noti, sé gott ál, og sérinnflutt frá Bandaríkjunum.

Mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi yfir páskana
Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða.

RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra
Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun. Eigið fé stofnunarinnar var neikvætt annað árið í röð. Í uppgjöri stofnunarinnar segir að það verði ekki unað

Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent
Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent. Jöklabréf voru gefin út fyrir þrjá milljarða í dag en útgáfa sem þessi hefur áhrif á styrkingu krónunnar. Jöklabréf hafa verið gefin út fyrir 121 milljarð króna frá áramótum. Til samanburðar nam jöklabréfaútgáfan á öllu síðasta ári 175 milljörðum króna.
Rarik í tapi á fyrsta rekstrarári
Rarik ohf, skilaði 381 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári sínu. Rekstrartímabil fyrirtækisins nær frá ágúst til loka síðasta árs. Þar á undan hét fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins en breyting varð þar á í ágúst þegar Rarkik yfirtók alla eignir og skuldbindingar Rafmagnsveitanna. Bæði félögin skluðu 787 milljóna króna hagnaði á öllu síðasta ári.
Minni hagnaður hjá Olíufélaginu
Olíufélagið ehf skilaði 334,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en félagið hagnaðist um 883,4 milljónir króna árið 2005. Afkoman er í samræmi við rekstraráætlanir.
Afkoman batnar á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði 6,8 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Til samanburðar nam tekjuafgangur sambandsins rúmum 4,2 milljónum króna árið 2005.

Dregur úr vöruskiptahalla
Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar.