Helgarviðtal

Fréttamynd

Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt

„Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. 

Lífið
Fréttamynd

Með óútskýrða floga­veiki í kjöl­far fæðingar

Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta drepur fólk á endanum“

„Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

„Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“

Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég þori al­veg að full­yrða að ég er skítsæmileg móðir“

Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Lífið
Fréttamynd

Dó fjórum árum eftir að hún hvarf

„Þar sem að hún gat ekkert tjáð sig þá vissum við ekkert hvað væri að gerast í höfðinu á henni. En stundum horfði hún í augun á mér og grét og ég vissi að hún vildi deyja,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir en móðir hennar lést vegna framheilabilunar í nóvember árið 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur

Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim.

Lífið
Fréttamynd

Lét sauma bangsa úr fötum látins sonar síns

Tinna Björnsdóttir upplifði martröð allra foreldra í mars á seinasta ári þegar einkasonur hennar, Gabríel Dagur Hauksson lést af völdum ofskömmtunar, einungis tvítugur að aldri. Tinna hefur síðan þá lagt upp með að halda minningu sonar síns á lofti og vera opinská með allt það sem hún hefur gengið í gegnum í sorgarferlinu. 

Lífið
Fréttamynd

„Hann tók al­gjör­lega völdin yfir lífi mínu“

Aþena Sól Magnúsdóttir var einungis sautján ára gömul og djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu þegar hún tók upp samband við dæmdan ofbeldismann sem á þeim tíma var á skilorði vegna fyrri brota. Sambandið einkenndist af hrottalegu ofbeldi og átti eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. 

Innlent
Fréttamynd

Elti drauminn og flutti um borð í húsbíl

Sunna Guðlaugsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndskeið og veitt fólki innsýn inn í lífstíl sem telja má að sé nokkuð óvenjulegur. Í stað þess að fjárfesta í steinsteypu og vera bundin af húsnæðisláni tók Sunna þá ákvörðun að festa kaup á tuttugu og níu ára gömlum húsbíl og breyta honum í heimili. Undanfarnar vikur hefur hún sýnt frá ferlinu á samfélagsmiðlum en hún segir frelsið vera einn stærsta kostinn við þennan búsetumáta.

Lífið
Fréttamynd

Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt

Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Tónlist
Fréttamynd

Segir krafta­verk að sonur sinn sé á lífi

„Mig hefur lengi langað að koma ýmsu á framfæri en ég hef hvorki treyst mér til né haft áhuga að ræða þetta eins og nú. Það brýtur í mér hjartað að nú, fjórum árum seinna, er ung manneskja dáin eftir hnífaárás, og hún átti allt lífið eftir,“ segir Anna María De Jesus, móðir átján ára pilts sem varð fyrir grófri hnífaárás af hálfu unglingsstúlku í apríl árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Nær dauða en lífi á bráða­mót­tökunni

„Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Gæti orðið að Gísla á Upp­sölum ef hún ögrar sér ekki

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta,“ segir fjölmiðlakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir um Grænlandsævintýri sitt. Hún ræddi við blaðamann um viðburðaríkan feril sinn, lífið og tilveruna, ævintýraleg áhugamál, náttúruást og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

„Mig langaði bara að drepa þennan mann“

Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró.

Lífið
Fréttamynd

„Drull sama hvað ein­hver apa­köttur segir“

„Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi.

Tónlist
Fréttamynd

Fjögurra ára rússíbanareið að baki

Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani.

Menning
Fréttamynd

„Þetta breytti mér mjög mikið sem per­sónu“

Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. 

Innlent
Fréttamynd

„Lífið heldur á­fram eftir svona á­fall“

Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta styrkti mig rosa­lega en þetta braut mig líka“

„Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Þurfti að flýja skot­á­rás í Mexíkó

Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld lét langþráðan draum rætast fyrir hálfu ári og hélt einn af stað í mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin, áleiðis til Suður Ameríku. Ferðalagið stendur enn yfir og lokaáfangastaðurinn er Ríó de Janeiro í Brasilíu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Ætlar aldrei að gefast upp

Líf Bjarnheiðar Hannesdóttur tók kollsteypu í desember árið 2012 þegar hún fékk skyndilegt hjartastopp sem varði í tuttugu mínútur. Henni var vart hugað líf en barðist ötullega og hafði loks betur. Hjartastoppið olli hins vegar gífurlegum heilaskaða og Bjarnheiður, eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð, fór frá því að vera aktíf og fullfrísk þriggja barna móðir og fasteignasali yfir í að vera algjörlega ósjálfsbjarga.

Lífið
Fréttamynd

Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna

Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust.

Lífið
Fréttamynd

„Ég á ekkert DNA í syni mínum“

Aðalbjörgu Evu Sigurðardóttur dreymdi um að verða móðir alla tíð. Hún stóð á fertugu, einhleyp og barnlaus, og hún vissi að ef hún ætlaði að láta drauminn um barn verða að veruleika þá gæti hún ekki beðið. Ferlið sem leiddi til þess að sonur hennar, Sigurður Hrafn, kom í heiminn reyndist hins vegar langt, sársaukafullt og kostnaðarsamt.

Lífið
Fréttamynd

Á annarri hendi í gegnum lífið eftir hræði­legt slys

Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti af henni hægri handlegginn ofan við olnboga og lífið varð aldrei samt. Síðan er liðin tæplega hálf öld og Ingibjörg segir málið óuppgert enda átti að vera óhugsandi að slysið myndi gerast hefði öryggisbúnaður notaður. 

Innlent
Fréttamynd

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Lífið