Lífið

Eyþór Ingi í Hallgrímskirkju
Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar býður upp á 26 tónleika í Hallgrímskirkju í sumar og síðustu tveir þeirra verða núna um helgina, laugardaginn 12. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Það er Eyþór Ingi Jónsson, annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum.

Fiskidagurinn mikli um helgina
Fjölskylduhátíðin "Fiskidagurinn mikli "verður haldinn hátíðlegur í sjötta sinn laugardaginn 12. ágúst á Dalvík. Frá upphafi hefur markmiðið með þessum degi verið að fá fólk til þess að koma saman, hafa gaman, borða fisk og að allt á hátíðarsvæðinu sé frítt, matur skemmtun og afþreying.

Una spilar á Gljúfrasteini
Það er farið að síga á seinnihlutann á fyrstu tónleikaröð Gljúfrasteins sem öruggt er að fullyrða að verður ekki sú síðasta. Enda var tónlist órjúfanlegur hluti heimilislífsins á Gljúfrasteini þegar Halldór Laxness og fjölskylda bjuggu þar.

70 ára afmæli Svifflugfélags Íslands
Fyrir 70 árum var Svifflugfélag Íslands stofnað. Það var Agnar Kofoed Hansen sem stóð að stofnunni ásamt fleiri góðum mönnum. Tilgangur með stofnunninni var að rækta upp innlenda þekkingu á flugi og gera áhugasömum kost á að læra flug á ódýrann og einfaldan hátt.

Sýning í Nýlistasafninu
Laugardaginn 12. ágúst kl:16:00 opna nokkrir listamenn frá ýmsum löndum sýningar sínar í Nýlistasafninu. Pétur Már Gunnarsson frá Íslandi , Johann Maheut frá Frakklandi og Toshinaro Sato frá Japan standa saman að sýningunni Sögur neðan jarðar.

Grasnytjar um hásumar
Hildur Hákonardóttir listamaður og ræktandi mun fræða fólk um grasnytjar í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal, laugardaginn 12. ágúst kl. 11. Hildur hefur langa reynslu af því að nýta íslenskar jurtir til matar.

Íslendingar á námskeið til London
Helgina 29. september - 2. október 2006 verður haldið í London fjögurra daga ofurnámskeiðið UNLEASH THE POWER WITHIN með Anthony Robbins. Yfir 400 Íslendingar hafa sótt fyrri námskeið og eru allir þátttakendur sammála um að þessi helgi sé nánast ólýsanleg.

Sýning í verslun 12 Tóna
Fimmtudaginn 10. ágúst opnar myndlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bjarni Bernharður sýningu í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Þetta er fimmta einkasýning Bjarna sem málar ævintýri á striga í litum og formum. Myndirnar er 12, málaðar á árunum 2005 til 2006.

Sálin komin á kreik
Sálin hans Jóns míns er komin á kreik aftur, eftir sjö mánaða orlof. Um nýliðna helgi fór sveitin í raun hringferð um landið. Þá flugu Sálverjar til Akureyrar á föstudegi, héldu þar tvenna tónleika, þaðan á Norðfjörð og flugu loks aftur til Reykjavíkur í bítið á mánudaginn.

Sarah Croker og Santiago á Rósenberg í kvöld
Tónlist Sarah Croker er fremur afslöppuð og jafnan byggð í kringum kassagítarinn hennar og söngröddina, en rödd Söruh og túlkun hefur verið líkt við þær mætu söngkonur Sarah McLachlan og Evu Cassidy heitna – sem kom hér við snemma á ferlinum og spilaði á litlu kaffihúsi.

Mark Webber á Íslandi
Ökuþórinn Mark Webber frá Williams Formúlu1 liðinu verður á Íslandi á vegum Baugs Group föstudaginn 11.ágúst. Dagurinn hefst með heimsókn á Barnaspítala Hringsins þar sem Mark mun m.a. gefa leikföng í boði Hagkaupa sem að börnin á spítalanum hafa sérstaklega óskað eftir.

Blómlegur fataiðnaður á Akureyri
Hvað framleiddi Skinnaverksmiðja Iðunnar? Hvernig litu mokkajakkar Skinnu út? Var virkilega hægt að framleiða fallega skó á Akureyri? Hvaða fyrirtæki unnu að framleiðslu fatnaðar á Akureyri á 20. öldinni?

Hrókurinn heimsækir munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq
Í gær fóru þrír af liðsmönnum Hróksins, þau Arnar Valgeirsson frá Rauða krossinum, Hulda Hákon myndlistarkona og Sigrún Baldvinsdóttir frá Reykjavíkurborg í heimsókn til Princesses Margrethes Börnehjem sem er heimili fyrir munaðarlaus börn og þau sem ekki geta verið hjá foreldrum sínum.

Söguganga um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri
Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri mun leiða sögugöngu um elsta hluta bæjarins, Innbæinn og Fjöruna næstkomandi laugardag 5. águst kl 14. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.

Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. – 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð.

Hitað upp fyrir Innipúkann
Föstudaginn 4. ágúst verður hin árlega Innipúkaupphitun í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Þar koma fram eftirfarandi hljómsveitir:Gavin Portland, The Foghorns, Eberg og Jomi Massage frá Danmörku, en þær þrjár síðastnefndu koma einnig fram á Innipúkanum.

40 splunkunýjar myndir á þremur vikum
Iceland Film Festival býður Íslendingum til mikillar kvikmyndaveislu dagana 30. ágúst - 20. september. Hátíðin mun leggja undir sig Háskólabíó og Regnboga í þrjár vikur og sýna um 40 splunkunýjar kvikmyndir.

Bloggaðu þar sem þú ert staddur
Nú geta allir bloggað með farsímanum á BlogCentral.is. Aðilar sem eru með bloggsvæði sitt á BlogCentral.is geta sent inn myndir og texta um leið og andinn kemur yfir bloggarann, hvar sem hann er í heiminum.

Djasssveifla í miðbænum
Egill Ólafsson vermdi heita sætið á Q-bar síðastliðið fimmtudagskvöld við góðar undirtektir áheyrenda. Í kvöld verður ekkert gefið eftir og mun söngdívan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir stíga þar á stokk fyrir djassþyrsta borgarbúa sem á hverju fimmtudagskvöldi geta notið lifandi tónlistar í miðbænum.

Rooster Booster í spilun
Rokkbrjálæðingarnir í Brain Police hafa sent frá sér nýja smáskífu, Rooster Booster, sem er nú farin að klífa upp vinsældarlistana á öldum íslenskra ljósvaka. Ættu sönn rokkhjörtu nú að fara að slá hraðar því lagið er að finna á væntanlegri geislaplötu sveitarinnar sem kemur út í september næstkomandi hjá Dennis Records.

Sögusigling með Húna II
Hollvinafélagið Húni II, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, mun á næstunni bjóða upp á þrjár sögusiglingar um Eyjafjörð með eikarbátnum Húna II. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl. 19:30 og svo næstu tvo miðvikudaga þar á eftir.

Tjaldvagnaborgir í Galtalæk
Í gær og gærkvöldi var strax farið að bera á því í Galtalækjarskógi að tjaldvagnaeigendur væru farnir að flytja vagnana sína og finna sér pláss fyrir þá á svæðinu. Margt var um manninn í gærkvöldi en búast má við enn fleirum í slíkum erindagjörðum í kvöld.

Hreinlæti fyrr og nú
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir 6. kvöldvöku sinni í sumar í Laufási fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl 20:30 til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili. Að þessu sinnu fjallar hún um hreinlæti fyrr og nú.

Snooze hringitónar
Fyrir stuttu gerðu hljómsveitin Snooze og Síminn (Dælan) með sér samstarfssamning um hringitóna. Með því að fara inn á www.siminn.is/daelan geta farsímanotendur fengið hringitóna með lögum Snooze, myndir og meira til með nánast engri fyrirhöfn.

Tónleikar á Gljúfrasteini um helgina
Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér spölkorn út fyrir bæjarmörkin og heimsækja safnið á Gljúfrasteini sem er opið alla helgina frá 9-17. Sé veður gott er einnig tilvalið að skoða nánasta umhverfi Gljúfrasteins eða halda áfram á Þingvelli.

Úrslit kynnt í dag
Umboðsskrifstofan Concert hefur undanfarið leitað af ferskum hljómsveitum og söngvurum til að skemmta á fjölskylduhátíðinni í Galtalæk um Verslunarmannahelgina. Mikill áhugi hljómsveita var fyrir þessu einstaka tækifæri og barst skrifstofunni fjöldi umsókna.

Næsta smáskífa í spilun í lok ágúst
Söngsveitin Nylon er á leiðinni á enn aðra tónleikaferðina um Bretlandseyjar. Nú hafa þær ákveðið að slást í för með bresku sveitinni McFly en bandið er eitt það allra vinsælasta í Bretlandi og til að mynda var nýjasta lagið þeirra í efsta sæti breska listans í síðustu viku. Nylon er að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína á ensku en stelpurnar hafa verið að vinna með erlendum upptökustjórum í Sýrlandi í Reykjavík undanfarna daga. Platan kemur að öllum líkindum út í byrjun október.

Hrókurinn kominn til Grænlands
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga.

"Rauðhetta, Dýrkonur og aðrar verur í undurfögrum óbyggðum"
Laugardaginn 5. ágúst 2006, klukkan 14 opnar Karin Leening sýninguna "Rauðhetta, Dýrkonur og aðrar verur í undurfögrum óbyggðum" á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Í list Karinar Leening “er allt mögulegt” segir hún. Karin málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist af ástríðu.

Vann afnot af bifreið í ár
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar í ár var opnaður nýr vefur 1. júní, www.lysing.is. Þá efndi Lýsing til vefleiks þar sem notendur vefjarins gátu giskað á hversu mörgum árum fyrirtækið fagnar. Tæplega fimm þúsund manns tóku þátt í leiknum sem telst afar gott og voru mjög margir með rétt svar.