
Íslensk erfðagreining

Kári fór á fund Katrínar í morgun
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða.

Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu
Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref.

„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“
Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum.

„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans.

Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni
Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun.

Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“

Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“

Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“
Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að hún myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni.

Þurfa nú að taka upp aðra nálgun
Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar.

Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum.

Opið bréf til forsætisráðherra Íslands
Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti.

Gerðu sér ekki grein fyrir því hvernig ÍE hygðist nota hnappinn
Persónuvernd gerði sér ekki grein fyrir að til stæði að Íslensk erfðagreining (ÍE) hygðist hvetja til þátttöku í rannsókn sinni í vor með því að almenningur deildi niðurstöðum persónuleikaprófs á Facebook.

Fótboltakonan í Breiðabliki smitaðist í Bandaríkjunum
Kári Stefánsson segir svarið liggja fyrir eftir raðgreiningu á veirunni.

Fundu erfðabreytileika í geni sem eykur áhættu á skjaldkirtilssjúkdómi
Íslenskir vísindamenn hafa fundið erfðabreytileika í geni sem eykur töluvert áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtli.

Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað
Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki.

Kári Stefáns gat aldrei talað um kvíðann við neinn
„Ég get sagt þér það að ég ber enga virðingu fyrir aumingjaskap,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjum Podcast þætti sem hann er að byrja með.

Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna
Kári Stefánsson svarar þeim sem vilja gjalda varhug við því að hleypa ferðamönnum inn fyrir landamærin.

Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum
Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi.

Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana
Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið veiruna en greindust með hana.

Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum
Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví.

Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar
Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum.

Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni.

„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær.

Bein útsending: Kári, Þórólfur og Alma ræða Covid-19 og framtíð faraldursins
Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund í dag klukkan 17 um baráttuna við Covid-19 og hvers sé að vænta í nánustu framtíð miðað við bestu vitneskju um sjúkdóminn.

Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli.

Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar.

Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu.