Körfubolti

Fréttamynd

Enn tapaði TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir Virginia á æfingamóti á bandarísku Jómfrúaeyjunum í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 20 stig í tapleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir TCU í nótt en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir West Virginia í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með tíu stig í tveggja stiga tapi

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada þurftu að sætta sig við tveggja stiga tap á útivelli á móti Fuenlabrada, 74-72, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór skoraði 10 stig á 24 mínútum en hitti ekki vel í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi og félagar unnu meistarana á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 97-92 útisigur á meisturum Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í dag og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína. Logi átti flottan leik og var næststigahæsti maður vallarsins með 24 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Hauki og félögum tókst ekki að vinna í Madison Square Garden

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland urðu í 4. sæti á 2K Sports Classic hraðmótinu í New York en því lauk í nótt. Maryland tapaði 76-80 fyrir Illinois í leiknum um þriðja sætið efrir að hafa tapað fyrir Pittsburgh í undanúrslitunum. Pittsburgh vann síðan mótið.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

Körfubolti
Fréttamynd

Ein af fimm bestu hjá ESPN

Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðla­risanum ESPN.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur og félagar á góðu skriði - myndband

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór skoraði 15 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig í naumum sigri Granada gegn Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Granada sigraði 73-72 en þetta er aðeins annar sigur liðsins í sjö leikjum.

Sport
Fréttamynd

Logi tók til sinna ráða - skoraði 24 stig í sigri

Logi Gunnarsson átti stórleik og var með 24 stig þegar Solna Vikings vann sjö stiga sigur á Örebro Basket, 85-78, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson töpuðu á heimavelli með liði sínu Sundsvall Dragons.

Körfubolti
Fréttamynd

Lamdi leikmenn með lyftingabelti

Sérstakt mál hefur komið upp í Bandaríkjunum þar sem þrír leikmenn körfuboltaliðs í menntaskóla hafa kært þjálfarann sinn fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur með á ný en Sundsvall tapaði

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru báðir með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en tókst ekki að koma í veg fyrir sautján stiga tap liðsins á útivelli á móti LF Basket, 94-77.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór góður í naumu tapi

Granada tapaði 60-57 fyrir Menorka í spænsku úrvalsdeildinni en liðið var 51-38 undir þegar 7 mínútur voru eftir. 19-9 endasprettur liðsins hófst á þriggja stiga körfu frá Jóni Arnóri.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með flottan leik í fyrsta sigurleik Granada

Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur hjá CB Granada sem vann 77-74 sigur á Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Granada á tímabilinu en liðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með 20 stig í sigri

Jakob Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans, Sundsvall Dragons, vann góðan sigur á 08 Stockholm, 89-79, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús stigahæstur í sigurleik

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur leikmanna Aabyhoj IF er liðið vann níu stiga sigur á Horsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 69-60.

Körfubolti