Skiptast á eldflaugum í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 07:37 Flugskeyti úr loftvarnarkerfi Ísrael skotið á eftir eldflaug frá Líbanon. AP/Baz Ratner Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. Þessi átök hafa leitt til tuga dauðsfalla í Ísrael en hundruð dauðsfalla í Líbanon og tugir þúsunda beggja vegna við landamærin hafa þurft að flýja heimili sín. Forsvarsmenn hersins segjast hafa gert árásir á um 400 skotmörk í Líbanon í gær og að þeir hafi grandað þúsundum eldflauga og skotpalla fyrir eldflaugar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Talið er að vígamenn Hezbollah hafi setið á allt að 150 þúsund eldflaugum, sem þeir hafa fengið frá Íran og framleitt sjálfir um langt skeið. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Þá hafa Ísraelar lokað skólum og bannað stórar samkomur víðsvegar um norðanvert landið vegna linnulausra eldflaugaárása frá Líbanon og einnig frá Írak, þar sem aðrir vígahópar sem Íranar styðja starfa. Slökkviliðsmenn og aðrir að störfum nærri Haifa í morgun eftir að eldflaug lenti þar.AP/Gil Nechushtan Ísraelar segja að Hezbollah hafi skotið rúmlega hundrað eldflaugum í nótt og í morgun. Flestar voru skotnar niður en nokkrar þeirra lentu í borginni Haifa og í úthverfum hennar. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt Reuters. Nokkrir eru sagðir hafa særst í árásunum. Dashcam footage shows the impact of a missile launched by Hezbollah in Kiryat Biyalik, north of Haifa #Israel pic.twitter.com/JxdkHakkaX— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 22, 2024 Leiðtogar Hezbollah segjast hafa skotið tugum svokallaðra Fadi 1 og Fadi 2 eldflaugum að herstöð suður af Hafia. Það eru eldflaugar sem þeir hafa aldrei notað áður og Ísraelar segja þetta í fyrsta sinn sem Hezbollah gerir árásir svo sunnarlega í landinu. Nýr fasi stríðsins Eins og áður hefur komið fram hefur verið gífurleg spenna á landamærum Ísrael og Líbanon um langt skeið. Ráðamenn í Ísrael virðast nýverið hafa tekið þá ákvörðun að gera umfangsmeiri árásir á Hezbollah og ku markmiðið vera að reyna að stöðva árásir samtakanna á norðurhluta Ísrael. Ráðamenn hafa lýst ástandinu á þann veg að stríðið sé komið í „nýjan fasa“ og hefur jafnvel verið rætt um að gera innrás í Líbanon og reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta landsins. Þessi nýi fasi hófst fyrr í vikunni þegar þúsundir símboða, sem notaðir voru af vígamönnum Hezbollah, sprungu samstundis í loft upp. Degi síðar sprungu svo fjölmargar talstöðvar samtakanna. Einn af æðstu leiðtogum samtakanna var svo feldur í loftárás í Beirút, samhliða mörgum af hans næstu undirmönnum í hernaðararmi Hezbollah. Þá eru þeir sagðir hafa verið á fundi í kjallara fjölbýlishúss en minnst 37 létu lífið í árásinni, þar á meðal sjö konur og þrjú börn. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Sendiráð Bandaríkjanna í Beirút hefur ráðlagt Bandaríkjamönnum í Líbanon að yfirgefa landið við fyrsta tækifæri á meðan það sé hægt. Yfirvöld í Jórdaníu, nágrannaríki Líbanon hafa gefið út sambærilega ráðleggingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þessi átök hafa leitt til tuga dauðsfalla í Ísrael en hundruð dauðsfalla í Líbanon og tugir þúsunda beggja vegna við landamærin hafa þurft að flýja heimili sín. Forsvarsmenn hersins segjast hafa gert árásir á um 400 skotmörk í Líbanon í gær og að þeir hafi grandað þúsundum eldflauga og skotpalla fyrir eldflaugar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Talið er að vígamenn Hezbollah hafi setið á allt að 150 þúsund eldflaugum, sem þeir hafa fengið frá Íran og framleitt sjálfir um langt skeið. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Þá hafa Ísraelar lokað skólum og bannað stórar samkomur víðsvegar um norðanvert landið vegna linnulausra eldflaugaárása frá Líbanon og einnig frá Írak, þar sem aðrir vígahópar sem Íranar styðja starfa. Slökkviliðsmenn og aðrir að störfum nærri Haifa í morgun eftir að eldflaug lenti þar.AP/Gil Nechushtan Ísraelar segja að Hezbollah hafi skotið rúmlega hundrað eldflaugum í nótt og í morgun. Flestar voru skotnar niður en nokkrar þeirra lentu í borginni Haifa og í úthverfum hennar. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt Reuters. Nokkrir eru sagðir hafa særst í árásunum. Dashcam footage shows the impact of a missile launched by Hezbollah in Kiryat Biyalik, north of Haifa #Israel pic.twitter.com/JxdkHakkaX— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 22, 2024 Leiðtogar Hezbollah segjast hafa skotið tugum svokallaðra Fadi 1 og Fadi 2 eldflaugum að herstöð suður af Hafia. Það eru eldflaugar sem þeir hafa aldrei notað áður og Ísraelar segja þetta í fyrsta sinn sem Hezbollah gerir árásir svo sunnarlega í landinu. Nýr fasi stríðsins Eins og áður hefur komið fram hefur verið gífurleg spenna á landamærum Ísrael og Líbanon um langt skeið. Ráðamenn í Ísrael virðast nýverið hafa tekið þá ákvörðun að gera umfangsmeiri árásir á Hezbollah og ku markmiðið vera að reyna að stöðva árásir samtakanna á norðurhluta Ísrael. Ráðamenn hafa lýst ástandinu á þann veg að stríðið sé komið í „nýjan fasa“ og hefur jafnvel verið rætt um að gera innrás í Líbanon og reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta landsins. Þessi nýi fasi hófst fyrr í vikunni þegar þúsundir símboða, sem notaðir voru af vígamönnum Hezbollah, sprungu samstundis í loft upp. Degi síðar sprungu svo fjölmargar talstöðvar samtakanna. Einn af æðstu leiðtogum samtakanna var svo feldur í loftárás í Beirút, samhliða mörgum af hans næstu undirmönnum í hernaðararmi Hezbollah. Þá eru þeir sagðir hafa verið á fundi í kjallara fjölbýlishúss en minnst 37 létu lífið í árásinni, þar á meðal sjö konur og þrjú börn. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Sendiráð Bandaríkjanna í Beirút hefur ráðlagt Bandaríkjamönnum í Líbanon að yfirgefa landið við fyrsta tækifæri á meðan það sé hægt. Yfirvöld í Jórdaníu, nágrannaríki Líbanon hafa gefið út sambærilega ráðleggingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent