Íslenski körfuboltinn

Fjórtán stiga tap fyrir Kínverjum í fyrri leiknum
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með fjórtán stigum, 66-80, í fyrri vináttulandsleiknum við Kínverja en leikurinn fór fram í Xuchang City í Kína. Íslenska liðið náði mest átta stiga forskoti í öðrum leikhluta en var 26-30 undir í hálfleik.

Það tók landsliðið 28 tíma að komast á áfangastað í Kína
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er loksins komið til Kína en þegar íslenski hópurinn steig inn um dyrnar á hótelinu í Xuchang City þá voru þeir búnir að vera á ferðlagi í 28 klukkutíma. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Tvö auð sæti í ferð körfuboltalandsliðsins til Kína
Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon komust ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu til Kína og því mun landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist aðeins hafa úr tíu mönnum að velja í landsleikjunum tveimur sem fara fram á föstudag og sunnudag.

Ægir Þór og Jón Ólafur fara með landsliðinu til Kína
Peter Öqvist, landsliðsþjálfari í körfubolta, hefur valið tólf manna landslið sem er á leiðinni til Kína í fyrramálið til þess að spila tvo leiki við heimamenn. Kínverska körfuknattleikssambandið greiðir allan kostnað vegna fararinnar, þ.e. öll flug + gistingu og fæði. Þetta er í annað sinn á 6 árum sem kínverska körfuknattleikssambandið býður því íslenska til Kína. Kína bar sigur á Íslandi í báðum leikjunum í ágúst 2005.

Valur Ingimundarson ætlar að þjálfa í Noregi í vetur
Valur Ingimundarson hefur tekið við karla- og kvennaliði Ammerud í Noregi en þetta kom fram á karfan.is. Valur á að baki langan og farsælan þjálfaraferil en hann stýrði síðast liði FSU á síðustu leiktíð.

Lituanica meistari í Sumardeild KKÍ
Lið Lituanica hafði betur gegn Glímufélaginu í úrslitaleik Sumardeildar KKÍ á Sportcourt-vellinum í Garðabæ í gær. Þetta er annað árið í röð sem Lituanica verður meistari í götukörfubolta.

Haukur hættur hjá Maryland: Vill komast að hjá liði í Evrópu
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila með Maryland-háskóla. Hann vonast til þess að komast að hjá félagi í Evrópu.

Þrír íslenskir leikmenn meðal sjö hæstu í framlagi á NM
Þrír leikmenn íslenska landsliðsins voru meðal þeirra sjö hæstu í framlagi á nýloknu Norðurlandamóti í Sundsvall í Svíþjóð.

Gekk best á NM þegar Helgi Már var inn á vellinum
Helgi Már Magnússon var efstur í plús og mínus á Norðurlandamótinu í körfubolta sem lauk í Sundsvall í Svíþjóð í gær. Íslenska landsliðið tryggði sér bronsið með sigri á Danmörku og Noregi í tveimur síðustu leikjum sínum.

Jakob og Hlynur báðir í úrvalsliði NM 2011
Íslenska landsliðið átti tvo leikmenn í úrvalsliði Norðurlandamótsins í körfubolta sem lauk í Sundsvall í kvöld eða jafnmarga og Norðurlandameistarar Finna. Íslenska liðið tryggði sér bronsverðlaun með sigri á Norðmönnum í dag.

Bronsið á NM í höfn eftir 19 stiga sigur á Norðmönnum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna 19 stiga sigur á Norðmönnum, 80-61, í lokaleik sínum í dag. Íslenska liðið endaði því mótið á tveimur sigurleikjum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á móti Finnum og Svíum.

Logi yfir þúsund stiga múrinn
Logi Gunnarsson er nú kominn í fámennan en góðan hóp þeirra sem hafa skorað þúsund stig fyrir landslið. Hann fór á kostum gegn Dönum og náði tímamótunum í fyrsta sigri liðsins undir stjórn Peters Öqvist. Logi fagnar nýju hlutverki í landsliðinu og stefnir

Einar Árni lauk prófi hjá FIBA Europe
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur og unglingalandsliðs Íslands í körfuknattleik karla, lauk um síðustu helgi þjálfaraverkefni á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe.

Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur
Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist.

Níu stiga sigur á Dönum - Logi með 24 stig
Íslenska körfuboltalandsliðið fagnaði sínum fyrsta sigri á NM og sínum fyrsta sigri undir stjórn Peter Öqvist þegar liðið vann níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í kvöld á Norðurlandamótinu í Sundsvall.

Jón Arnór spilar ekki meira á NM í Svíþjóð
Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað meira með íslenska körfuboltalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum á móti Svíþjóð.

Stórt tap gegn Finnum á NM
Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 73-100, gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag. Ísland er því búið að tapa báðum leikjum sínum á mótinu en í gær tapaði íslenska liðið fyrir Svíum.

Tap fyrir Svíum í fyrsta leik á NM - Jón Arnór meiddist
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik spilaði sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu í Sundsvall í dag. Íslensku strákarnir mættu þá heimamönnum frá Svíþjóð og töpuðu með tólf stiga mun, 74-62.

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Peter Öqvist í dag
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðsins í tæp tvö ár og fyrsti landsleikurinn undir stjórn Svíans Peter Öqvist sem tók við liðinu í sumar.

Jón Arnór um nýja þjálfarann: Agi sem hefur ekki verið áður
Jón Arnór Stefánsson er í landsliðshópi Peter Öqvist, landsliðsþjálfara karla í körfubolta, fyrir komandi Norðurlandamót í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um næstu helgi. Jón er ánægður með nýja þjálfarann.

Hlynur: Fáum að sjá hvað við getum á þessu Norðurlandamóti
Hlynur Bæringsson hefur tekið við fyrirliðabandinu í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta og verður í aðalhlutverki með liðnu á komandi Norðurlandamóti í Sundsvall í Svíþjóð. Hlynur var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2.

Peter Öqvist: Viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu
Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2.

Tveir nýliðar í NM-hópi Peter Öqvist - allir helstu með
Peter Öqvist hefur tilkynnt þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð sem hefst um helgina. Jón Arnór Stefánsson er í liðinu ásamt öllum atvinnumönnum Íslands en Öqvist valdi líka tvo nýliða í hópinn, Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson og hinn 19 ára gamla Hauk Helga Pálsson.

Naumt tap U20 karlaliðsins í körfu gegn Bosníu
Karlalandslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut fyrir Bosníu 78-82 í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í Bosníu í gær.

Njarðvíkingar fengu gull í San-Marínó
Strákarnir í 10. flokki Njarðvíkur í körfubolta hrósuðu sigri á körfuboltamóti í San Marínó sem lauk á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu tvö ítölsk lið auk 16 ára landsliðs San Marínó.

Pavel Ermolinskij gengur til liðs við Sundsvall
Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall Dragons til eins árs og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Pavel verður þriðji íslenski leikmaðurinn hjá félaginu.

U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn
Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí.

Öqvist: Vil halda Jakobi og Hlyni hjá Sundsvall
Peter Öqvist var kynntur til sögunnar sem landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik í gær. Öqvist þjálfar Sundsvall-drekana í Svíþjóð en liðið varð sænskur meistari á dögunum. Með liðinu spila þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.

Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér.

Jón Arnór og Yao Ming mætast í haust
Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að sambandið hefði þegið boð Kínverja um tvo æfingaleiki í haust. Leikirnir fara fram í Kína 9. og 11. september en gestgjafarnir greiða allan kostnað við ferð íslenska liðsins.