Íslenski handboltinn Beint af flugvellinum á fund Íslenska handboltalandsliðið fær ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni annað kvöld en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2014 og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Handbolti 30.10.2012 13:00 Guðjón Valur tekur við fyrirliðabandinu af Ólafi Aron Kristjánsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti það formlega á blaðamannafundi í dag að Guðjón Valur Sigurðsson verði fyrirliði liðsins en framundan eru tveir leikir í undankeppni EM í Danmörku 2014. Handbolti 30.10.2012 12:53 Aron: Bærinn andaði léttar Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á ný þegar það mætir Hvít-Rússum í vikunni. Hann er kominn af stað með Kiel á ný eftir meiðsli en Aron segir að það fylgi því ávallt mikil pressa að spila með liðinu. Handbolti 29.10.2012 23:08 Aron búinn að velja fyrsta hópinn - Arnór og Björgvin ekki með Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hann hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og keppni fyrir undankeppni EM sem hefst í næstu viku. Ísland er þar í riðli ásamt Hvíta Rússlandi, Rúmeníu og Slóveníu og hefur liðið leik nk. miðvikudag. Handbolti 24.10.2012 17:07 Haukar úr leik í EHF-bikarnum Haukar eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta eftir að hafa tapað báðum leikjunum gegn Motor Zaporozhye í Úkraínu í annarri umferð keppninnar. Haukar töpuðu seinni leiknum 28-22 í dag eftir að hafa tapað fyrri leiknum í gær 30-25. Haukar töpuðu því samtals með ellefu mörkum 58-47. Handbolti 14.10.2012 15:51 Haukar töpuðu fyrri leiknum með fimm mörkum Haukar töpuðu 30-25 á móti úkraínska liðinu HC Motor Zaporozhye í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppni en báðir leikirnir fara fram úti í Úkraínu um helgina. Leikurinn í kvöld taldist vera heimaleikur Úkraínumanna. Handbolti 13.10.2012 17:30 Harpa Sif hætt í handbolta Harpa Sif Eyjólfsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Handbolti 8.10.2012 20:25 Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á móti Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 16-23, í fyrri æfingaleik sínum á móti sænska landsliðinu en þjóðirnar mættust í Sparbankshallen í Varberg í kvöld. Sænska liðið er sterkt og var með á Ólympíuleikunum í London fyrr í haust. Handbolti 2.10.2012 18:29 Snorri Steinn búinn að skrifa undir samning við GOG til ársins 2015 Danska félagið GOG Håndbold sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kom fram að íslenski landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið eða til sumarsins 2015. Handbolti 1.10.2012 16:31 Umfjöllun og viðtal: HC Mojkovac - Haukar 19-25 Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Handbolti 15.9.2012 18:21 Stefán skoraði meira en allt HC Mojkovac liðið - myndir Haukar fóru létt með HC Mojkovac frá Svartfjallalandi á Ásvöllum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-keppninnar í handbolta og það er nánast formsatriði að spila seinni leikinn á morgun. Handbolti 14.9.2012 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Handbolti 14.9.2012 18:51 Stelpurnar misstu frá sér sigurinn í lokin - Stella með 12 mörk Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Slóvakíu í kvöld, 22-23, í öðrum leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi en íslenska liðið tapaði stórt fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í gær. Handbolti 14.9.2012 17:47 Tap gegn Ungverjum í hundraðasta landsleik Dagnýjar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt fyrir Ungverjum í dag, 21-35, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 20-15 Ungverjum í vil. Íslenska liðið spilar við Slóvakíu á morgun og mætir svo Tékkum á laugardaginn. Handbolti 13.9.2012 17:41 Íslendingaliðin öll á sigurbraut í sænska handboltanum í kvöld Íslendingaliðin Eskilstuna Guif, Kristianstad, Hammarby og Alingsås unnu öll sína leiki í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í kvöld. Handbolti 12.9.2012 19:00 Ágúst tók Hilmar með sér út til Tékklands A-landslið kvenna í handbolta fór í morgun út til Tékklands þar sem stelpurnar okkar taka þátt í fjögurra landa móti ásamt Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi. Ágúst Þór Jóhannsson valdi sextán manna hóp og tók líka með sér nýjan aðstoðarmann. Handbolti 12.9.2012 15:06 Þórir og Wilbek eru bestu handboltaþjálfarar heims - Alfreð í 3. sæti Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta eru bestu handboltaþjálfarar heims í ár en niðurstaðan úr kosningu Alþjóða handboltasambandsins var tilkynnt í dag. Alfreð Gíslason þótti þriðji besti karlaþjálfarinn. Handbolti 11.9.2012 19:40 Ólafur Stefánsson: Möguleikinn er ekki stór Ólafur Stefánsson vildi lítið segja um framtíðaráætlanir sínar þegar Fréttablaðið ræddi við hann um helgina. Ólafur hefur verið í fríi síðan Ólympíuleikunum lauk í síðasta mánuði. Handbolti 9.9.2012 20:05 Haukar fóru illa með Framara Fram skoraði bara ellefu mörk gegn Haukum á Hafnarfjarðarmótinu í kvöld. Lokatölur voru 32-11. Handbolti 30.8.2012 23:12 Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Handbolti 30.8.2012 13:57 Óskar Bjarni: Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleikana. Fannst það góður tímapunktur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfarastarf í Danmörku. Handbolti 22.8.2012 19:20 Aron ætlar að byggja á góðum grunni Nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, Aron Kristjánsson, ætlar sér ekki að gera róttækar breytingar á landsliðinu enda geti hann byggt ofan á góðan grunn frá Guðmundi Guðmundssyni. Aron vonast til þess að flestir leikmanna landsliðsins haldi áfram. Handbolti 22.8.2012 19:20 Íslenska handboltalandsliðið byrjar á móti Rússum á HM á Spáni Alþjóðahandboltasambandið hefur gefið út leikjadagskrá fyrir Heimsmeistarakeppnina á Spáni sem fer fram í janúar næstkomandi en íslenska landsliðið verður þar í aðalhlutverki og öll keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti 15.8.2012 13:33 ÓL-pistill: Takk fyrir allt Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Handbolti 9.8.2012 23:11 Króatar áfram með fullt hús stiga eftir sigur á Spánverjum Króatía tryggði sér í kvöld efsta sæti B-riðils í handknattleik á Ólympíuleikunum í London með góðum fimm marka sigri á Spánverjum, 30-25. Handbolti 6.8.2012 20:41 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Argentína 29-22 Ísland vann í kvöld 29-22 sigur á Argentínu í seinasta leik liðsins fyrir Ólympíuleikanna sem hefjast í vikunni. Ísland höfðu undirtökin strax frá byrjun og var sigurinn aldrei í hættu. Handbolti 23.7.2012 19:46 Bjarki Már kallaður inn í hópinn vegna meiðslavandræða Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik en Ísland mætir Argentínu í fyrri æfingaleik þjóðanna í Kaplakrika í dag. Handbolti.org greinir frá þessu. Handbolti 21.7.2012 14:37 Ólafur Gústafsson kallaður inn í íslenska hópinn Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Argentínu í tveimur æfingaleikjum á laugardaginn og mánudaginn. Handbolti 19.7.2012 16:03 Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. Handbolti 19.7.2012 15:24 Íslendingar með Dönum og Rússum í riðli á HM 2013 Íslendingar verða í B-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Mótherjar Íslands í riðlakeppninni eru: Danmörk, Makedónía, Katar, Rússland og Síle. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 sport. Handbolti 19.7.2012 10:19 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 123 ›
Beint af flugvellinum á fund Íslenska handboltalandsliðið fær ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni annað kvöld en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2014 og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Handbolti 30.10.2012 13:00
Guðjón Valur tekur við fyrirliðabandinu af Ólafi Aron Kristjánsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti það formlega á blaðamannafundi í dag að Guðjón Valur Sigurðsson verði fyrirliði liðsins en framundan eru tveir leikir í undankeppni EM í Danmörku 2014. Handbolti 30.10.2012 12:53
Aron: Bærinn andaði léttar Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á ný þegar það mætir Hvít-Rússum í vikunni. Hann er kominn af stað með Kiel á ný eftir meiðsli en Aron segir að það fylgi því ávallt mikil pressa að spila með liðinu. Handbolti 29.10.2012 23:08
Aron búinn að velja fyrsta hópinn - Arnór og Björgvin ekki með Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hann hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og keppni fyrir undankeppni EM sem hefst í næstu viku. Ísland er þar í riðli ásamt Hvíta Rússlandi, Rúmeníu og Slóveníu og hefur liðið leik nk. miðvikudag. Handbolti 24.10.2012 17:07
Haukar úr leik í EHF-bikarnum Haukar eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta eftir að hafa tapað báðum leikjunum gegn Motor Zaporozhye í Úkraínu í annarri umferð keppninnar. Haukar töpuðu seinni leiknum 28-22 í dag eftir að hafa tapað fyrri leiknum í gær 30-25. Haukar töpuðu því samtals með ellefu mörkum 58-47. Handbolti 14.10.2012 15:51
Haukar töpuðu fyrri leiknum með fimm mörkum Haukar töpuðu 30-25 á móti úkraínska liðinu HC Motor Zaporozhye í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppni en báðir leikirnir fara fram úti í Úkraínu um helgina. Leikurinn í kvöld taldist vera heimaleikur Úkraínumanna. Handbolti 13.10.2012 17:30
Harpa Sif hætt í handbolta Harpa Sif Eyjólfsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Handbolti 8.10.2012 20:25
Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á móti Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 16-23, í fyrri æfingaleik sínum á móti sænska landsliðinu en þjóðirnar mættust í Sparbankshallen í Varberg í kvöld. Sænska liðið er sterkt og var með á Ólympíuleikunum í London fyrr í haust. Handbolti 2.10.2012 18:29
Snorri Steinn búinn að skrifa undir samning við GOG til ársins 2015 Danska félagið GOG Håndbold sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kom fram að íslenski landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið eða til sumarsins 2015. Handbolti 1.10.2012 16:31
Umfjöllun og viðtal: HC Mojkovac - Haukar 19-25 Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Handbolti 15.9.2012 18:21
Stefán skoraði meira en allt HC Mojkovac liðið - myndir Haukar fóru létt með HC Mojkovac frá Svartfjallalandi á Ásvöllum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-keppninnar í handbolta og það er nánast formsatriði að spila seinni leikinn á morgun. Handbolti 14.9.2012 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Handbolti 14.9.2012 18:51
Stelpurnar misstu frá sér sigurinn í lokin - Stella með 12 mörk Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Slóvakíu í kvöld, 22-23, í öðrum leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi en íslenska liðið tapaði stórt fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í gær. Handbolti 14.9.2012 17:47
Tap gegn Ungverjum í hundraðasta landsleik Dagnýjar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt fyrir Ungverjum í dag, 21-35, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 20-15 Ungverjum í vil. Íslenska liðið spilar við Slóvakíu á morgun og mætir svo Tékkum á laugardaginn. Handbolti 13.9.2012 17:41
Íslendingaliðin öll á sigurbraut í sænska handboltanum í kvöld Íslendingaliðin Eskilstuna Guif, Kristianstad, Hammarby og Alingsås unnu öll sína leiki í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í kvöld. Handbolti 12.9.2012 19:00
Ágúst tók Hilmar með sér út til Tékklands A-landslið kvenna í handbolta fór í morgun út til Tékklands þar sem stelpurnar okkar taka þátt í fjögurra landa móti ásamt Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi. Ágúst Þór Jóhannsson valdi sextán manna hóp og tók líka með sér nýjan aðstoðarmann. Handbolti 12.9.2012 15:06
Þórir og Wilbek eru bestu handboltaþjálfarar heims - Alfreð í 3. sæti Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta eru bestu handboltaþjálfarar heims í ár en niðurstaðan úr kosningu Alþjóða handboltasambandsins var tilkynnt í dag. Alfreð Gíslason þótti þriðji besti karlaþjálfarinn. Handbolti 11.9.2012 19:40
Ólafur Stefánsson: Möguleikinn er ekki stór Ólafur Stefánsson vildi lítið segja um framtíðaráætlanir sínar þegar Fréttablaðið ræddi við hann um helgina. Ólafur hefur verið í fríi síðan Ólympíuleikunum lauk í síðasta mánuði. Handbolti 9.9.2012 20:05
Haukar fóru illa með Framara Fram skoraði bara ellefu mörk gegn Haukum á Hafnarfjarðarmótinu í kvöld. Lokatölur voru 32-11. Handbolti 30.8.2012 23:12
Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Handbolti 30.8.2012 13:57
Óskar Bjarni: Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleikana. Fannst það góður tímapunktur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfarastarf í Danmörku. Handbolti 22.8.2012 19:20
Aron ætlar að byggja á góðum grunni Nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, Aron Kristjánsson, ætlar sér ekki að gera róttækar breytingar á landsliðinu enda geti hann byggt ofan á góðan grunn frá Guðmundi Guðmundssyni. Aron vonast til þess að flestir leikmanna landsliðsins haldi áfram. Handbolti 22.8.2012 19:20
Íslenska handboltalandsliðið byrjar á móti Rússum á HM á Spáni Alþjóðahandboltasambandið hefur gefið út leikjadagskrá fyrir Heimsmeistarakeppnina á Spáni sem fer fram í janúar næstkomandi en íslenska landsliðið verður þar í aðalhlutverki og öll keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti 15.8.2012 13:33
ÓL-pistill: Takk fyrir allt Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Handbolti 9.8.2012 23:11
Króatar áfram með fullt hús stiga eftir sigur á Spánverjum Króatía tryggði sér í kvöld efsta sæti B-riðils í handknattleik á Ólympíuleikunum í London með góðum fimm marka sigri á Spánverjum, 30-25. Handbolti 6.8.2012 20:41
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Argentína 29-22 Ísland vann í kvöld 29-22 sigur á Argentínu í seinasta leik liðsins fyrir Ólympíuleikanna sem hefjast í vikunni. Ísland höfðu undirtökin strax frá byrjun og var sigurinn aldrei í hættu. Handbolti 23.7.2012 19:46
Bjarki Már kallaður inn í hópinn vegna meiðslavandræða Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik en Ísland mætir Argentínu í fyrri æfingaleik þjóðanna í Kaplakrika í dag. Handbolti.org greinir frá þessu. Handbolti 21.7.2012 14:37
Ólafur Gústafsson kallaður inn í íslenska hópinn Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Argentínu í tveimur æfingaleikjum á laugardaginn og mánudaginn. Handbolti 19.7.2012 16:03
Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu. Handbolti 19.7.2012 15:24
Íslendingar með Dönum og Rússum í riðli á HM 2013 Íslendingar verða í B-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Mótherjar Íslands í riðlakeppninni eru: Danmörk, Makedónía, Katar, Rússland og Síle. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 sport. Handbolti 19.7.2012 10:19