Aron Kristjánsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti það formlega á blaðamannafundi í dag að Guðjón Valur Sigurðsson verði fyrirliði liðsins en framundan eru tveir leikir í undankeppni EM í Danmörku 2014.
Ólafur Stefánsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár en hann tilkynnti á dögunum að hann væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.
„Við erum með nýjan fyrirliða því Guðjón Valur Sigurðsson tekur við keflinu af Ólafi Stefánssyni sem fyrirliði. Við berum miklar væntingar til hans sem leiðtoga í liðinu," sagði þjálfarinn Aron Kristjánsson á blaðamannafundi í dag.
Guðjón Valur er ekki nýgræðingur þegar kemur að fyrirliðastöðunni í landsliðinu því hann hefur leyst Ólaf af undanfarin ár og var sem dæmi fyrirliði liðsins á EM í Serbíu í ársbyrjun. Það kom því ekki mikið á óvart að Aron gerði hann að aðalfyrirliða landsliðsins.
Guðjón Valur tekur við fyrirliðabandinu af Ólafi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn


Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn


