Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Haukar lágu naumlega fyrir Århus

Haukar töpuðu naumt fyrir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta nú síðdegis, 28-27. Leikið var að Ásvöllum og var þetta fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðsins í riðlinum. Haukar áttu góðan endasprett eftir að hafa elt allan leikinn en staðan í hálfleik var 18-14 fyrir Århus.

Sport
Fréttamynd

Valur í góðum málum í UEFA Cup

Valsmenn sigruðu finnska liðið Sjundeä, 27-33 á útivelli í dag en þetta var fyrri leikur liðanna annarri umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Laugardalshöll um næstu helgi. Valur leiddi í hálfleik 18-15. Mohamadi Loutoufi var markahæstur Valsmanna með 11 mörk, Sigurður Eggertsson kom næstur með 8 mörk og Baldvin Þorsteinsson 7.

Sport
Fréttamynd

ÍBV náði jafntefli gegn Stjörnunni

Fjórir leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Topplið Stjörnunnar missti leik sinn gegn ÍBV niður í jafntefli, 24-24 eftir að hafa leitt 17-12 í hálfleik. FH vann 6 marka útisigur á Víkingi, 22-28. Framstúlkur eru enn án stig en þær töpuðu fyrir Gróttu, 13-18.

Sport
Fréttamynd

Haukar undir í Meistaradeildinni

Haukar eru undir í hálfleik, 18-14 gegn danska liðinu Århus GF í Meistaradeild Evrópu í handbolta en leikið er að Ásvöllum. Jón Karl Björnsson er markahæstur með 5 mörk og Árni Þór Sigtryggsson með 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur skoraði níu mörk

Guðjón Valur Sigurðsson er baneitraður þessa dagana í þýsku Bundesligunni í handbolta en hann var markahæstur hjá Gummersbach með 9 mörk (3 úr víti) þegar liðið gerði jafntefli við Lemgo  í dag, 26-26. Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach sem var að tapa sínu fyrsta stigi í deildarkeppninni í vetur. Gummersbach er efst með 11 stig en Lemgo í 6. sæti með 8 stig.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan yfir gegn ÍBV

Stjarnan var yfir gegn ÍBV í hálfleik, 17-12 í DHL deild kvenna í handbolta en fjórir leikir fara fram í deildinni í dag. Hálfleikstölur í öðrum leikjum eru sem hér segir:

Sport
Fréttamynd

Erlingur hættur að þjálfa

"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Haukar í eldlínunni í dag

Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja.

Sport
Fréttamynd

Þóra í handboltann

Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta verður með liði FH sem mætir Víkingum í Fossvogi í DHL-deild kvenna í handbolta í dag.

Sport
Fréttamynd

Haukar í eldlínunni um helgina

Karlalið Hauka mætir danska úrvalsdeildarliðinu Århus GF í C-riðli meistaradeildar Evrópu á laugardaginn kl. 16:00 á Ásvöllum. Århus GF er eitt sterkasta lið Danmerkur en það lenti í öðru sæti á síðustu leiktíð.>

Sport
Fréttamynd

Sigurður kennir varnarleikinn

"Við erum að sýna liðunum hvernig á að spila vörn! Þetta hefur ekki sést í mörg ár," sagði Sigurður Sveinsson þjálfari Fylkis eftir að lærisveinar hans sigruðu FH-inga 27-22 í Árbænum í gær.

Sport
Fréttamynd

Fram efst í DHL deild karla

Fram er eitt í efsta sæti DHL deild karla í handbolta eftir leiki kvöldsins og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Liðið lagði Aftureldingu 26-21 í Safamýrinni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Val á útivelli 32-29 og nýliðar Fylkis skelltu FHingum 27-22, en hafnfirska liðið hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Sjö leikir í handboltanum í kvöld

Þriðja umferðin í DHL deild karla í handknattleik karla fer fram í kvöld og þá verða spilaðir sjö leikir. Stórleikur verður í Laugardalshöll, þar sem Valsmenn taka á móti Íslandsmeisturum Hauka. Valur hefur unnið tvo fyrstu leiki sína, en Haukarnir hafa enn ekki fundið taktinn það sem af er tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Kalandadze frá í sex vikur?

Georgíumaðurinn Tite Kalandadze, rétthenta skyttan sem Stjarnan fékk til sín eftir að hann sló í gegn á síðustu leiktíð með ÍBV, er fingurbrotinn og gæti misst af næstu 4-6 vikum með liði sínu.

Sport
Fréttamynd

Ungu stelpurnar standa sig vel

Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Tölfræði úr handboltanum í kvöld

Sebastian Alexandersson var maður kvöldsins í DHL deildinni, þegar hann varði hvorki meira né minna en 30 skot í marki Selfyssinga í sigri þeirra á Þór í kvöld. Þar af varði Sebastian þrjú vítaköst og kórónaði frammistöðu sína með því að skora mark.

Sport
Fréttamynd

Dregið í SS bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum í handknattleik, en leikirnir fara fram í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Guðjón sá besti í sinni stöðu

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir.

Sport
Fréttamynd

Liðsstyrkur til FH

"Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé einn besti leikmaður sem komið hefur hingað til lands sem atvinnumaður í kvennaboltanum, án þess að ég vilji vera að kasta rýrð á þá leikmenn sem fyrir eru," sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, þegar Fréttablaðið spurði hann út í nýja leikmann liðsins, dönsku skyttuna Maju Grönbek, sem lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Risinn í dvala

Það er ljóst að Risinn í Hafnarfirði er ennþá í dvala í handboltanum en FH tapaði í gær fyrir Stjörnunni í Kaplakrika. Þar með hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu, en ljóst er að þeirra bíður mikið verk ef liðið ætlar sér að vera í toppbaráttunni í vetur.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Fram

HK skellti Fram 30-20 í Digranesi í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-9 fyrir HK í hálfleik. Það var Arna Sif Pálsdóttir sem var atkvæðamest í liði HK með 9 mörk, en hin 15 ára gamla Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk úr aðeins 8 skotum, öll í síðarihálfleik.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Gróttu

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í DHL deild kvenna í handknattleik er lokið. HK vann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið lagði Gróttu 30-26. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH, 36-24 í Hafnafjarðarslagnum og þá unnu Valsstelpur góðan sigur á Víkingi 30-20.

Sport
Fréttamynd

Finnur sig vel á heimaslóðunum

Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu.

Sport
Fréttamynd

ÍBV burstaði Fram í Safamýri

Eyjastúlkur gerðu góða ferð í Safamýrina í dag og burstuðu Fram 35-18 í DHL deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 17-8 fyrir ÍBV. Hildigunnur Einarsdóttir var markahæst Framstúlkna með fimm mörk, en Simona Vintila skoraði ellefu fyrir ÍBV og Pavla Plamínikova skoraði sjö.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá ÍR og KA í hálfleik

Staðan í leik ÍR og KA í DHL deild karla í handknattleik er jöfn, 14-14 í hálfleik, en leikurinn fer fram í Austurbergi núna. Þorsteinn Ingason er markahæstur heimamanna með fjögur mörk, en Ólafur Sigurgeirsson hefur skoraði þrjú fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

KA sigraði ÍR

KA-menn sigruðu ÍR í Breiðholtinu í DHL deild karla í handknattleik nú áðan, 32-25. Magnús Stefánsson var markahæstur í liði KA með 8 mörk og Jónatan Magnússon skoraði 6 mörk. Ólafur Sigurjónsson og Tryggvi Haraldsson skorðu 6 mörk hver í liði ÍR.

Sport
Fréttamynd

Fram, Valur og KA með fullt hús

Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika.

Sport
Fréttamynd

Haukar og Fram unnu leiki sína

Íslandsmeistarar Hauka notuðu góðan endasprett til að leggja nýliða Fylkis í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 12-8 fyrir Hauka, en þeir skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik ekki fyrr en eftir 17 mínútur, en þá hrökk liðið loks í gang og vann sigur 23-18. Fram sigraði FH í Hafnarfirði, 26-21.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan burstaði KA/Þór

Stjarnan úr Garðabæ burstaði lið KA/Þórs 34-17 í opnunarleik DHL deildar kvenna í handbolta nú rétt áðan, eftir að hafa verið yfir 15-6 í hálfleik. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með sjö mörk, Elizabet Kowal skoraði sex mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir.

Sport
Fréttamynd

Þýski handboltinn í dag

Nokkrum leikjum er lokið í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur í liði sínu Gummersbach sem sigraði Melsungen örugglega 38-21 á útivelli, en Guðjón skoraði 7 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði tvö.

Sport