Ástin á götunni Djurgården eitt á toppnum Djurgården er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Malmö FF í gærkvöldi. Kári Árnason lék allann tímann með Djurgården sem er með 43 stig, IFK Gautaborg er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Sundsvall. Sport 14.10.2005 06:42 Heiðar fær sitt tækifæri Chris Coleman hefur fullvissað Heiðar Helguson um að hann muni fá sitt tækifæri með liði Fulham áður en langt um líður, en sem stendur eru þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski að leika vel og eiga fast sæti í liðinu. Sport 14.10.2005 06:42 Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42 Þrenna frá Marlon Harewood Marlon Harewood skoraði þrennu í kvöld fyrir West ham í 4-0 sigri á Aston Villa í lokaleik 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komust nýliðarnir upp í 7. sæti deildarinnar. Harewood skoraði mörkin á 25 mínútna kafla, tvö á stuttum tíma um miðjan fyrri hálfleik og það síðasta á upphafsmínútum þess seinni. Sport 14.10.2005 06:42 Barcelona lagði Real Mallorca Barcelona bar sigurorð af Real Mallorca með tveimur gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samuel Eto´o skoraði bæði mörk meistaranna gegn sínum gömlu félögum. Celta Vigo, sem vann Real Madrid á laugardag, og Deportivo La Coruna eru efst og jöfn með sex stig eftir tvær umferðir. Sport 14.10.2005 06:42 Pardew skorar á leikmenn sína Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skorað á framherja sína að sanna fyrir sér að hann þurfi ekki á kröftum Suður-Afríkumannsins Benny McCarthy að halda, með því að raða inn mörkum fyrir liðið. Sport 14.10.2005 06:41 Vieira hefur ekki trú á Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, hefur ekki mikla trú á sínum gömlu félögum í Lundúnum og segist fagna því að eiga miklu betri möguleika á því að vinna Meistaradeildina í röðum þeirra. Sport 14.10.2005 06:42 Reid hefur ekki áhuga á Plymouth Fyrrum knattspyrnustjórinn Peter Reid segist ekki vera rétti maðurinn til að taka við liði Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, en hann er einn þeirra sem orðaður er við stöðu knattspyrnustjóra félagsins. Sport 14.10.2005 06:42 Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. Sport 14.10.2005 06:41 Cole saknar Vieira Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal segir að leikmenn liðsins sakni fyrirliða síns Patrick Vieira og segir að skarð hans verði ekki fyllt á miðjunni hjá Arsenal, enda sé liðið í bullandi vandræðum það sem af er leiktíðinni. Sport 14.10.2005 06:41 Milan-menn muna eftir Istanbul Andriy Shevchenko hefur varað félaga sína í liði AC Milan við því að vera of fljótir að gleyma martröðinni í Istanbul í vor, þegar liðið glutraði niður þriggja marka forystu og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sport 14.10.2005 06:41 Áfall fyrir Arsenal Lið Arsenal fékk ekki góðar fréttir í morgun, því þá kom í ljós að framherji þeirra og fyrirliði, Thierry Henry, verður frá keppni í allt að fjórar vikur vegna nárameiðsla sem hrjá hann um þessar mundir og er það mun lengri tími en búist var við í upphafi. Sport 14.10.2005 06:41 Kári og félagar í góðum málum Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgårdens IF sem vann 2-0 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og náði þar með þriggja stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Djurgårdens IF hefur 43 stig, þremur stigum meira IFK Göteborg sem gerði markalaust jafntefli í kvöld. Sport 14.10.2005 06:42 Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Sport 14.10.2005 06:42 Leik Lokeren aflýst í gær Leik Íslendingaliðs Lokeren gegn Lierse í belgísku deildinni í gær var frestað vegna hættuástands sem myndaðist á vellinum í kjölfar ausandi rigningar og þrumuveðurs. Sport 14.10.2005 06:41 Owen segir mörkin á næsta leiti Michael Owen hjá Newcastle segir að stutt sé í að hann og Alan Shearer fari að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni og spáir því að þeir félagar eigi eftir að verða öflugt framherjapar. Sport 14.10.2005 06:41 Benitez ekki smeykur við Betis Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hvergi banginn við landa sína í Real Betis, en liðin mætast á Spáni í Meistaradeildinni annað kvöld. Benitez segir að þekking sín á spænska boltanum muni koma sínum mönnum að góðu gagni í leiknum. Sport 14.10.2005 06:41 Luque frá í sex vikur Sóknarmaðurinn Alberto Luque hjá Newcastle verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að hann var borin af velli í leik liðsins gegn Fulham í gær, en hann er meiddur á læri. Sport 14.10.2005 06:41 Best vill reka Eriksson Knattspyrnugoðsögnin George Best, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á sínum tíma, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að málum enska landsliðsins í knattspyrnu og segir að reka ætti Eriksson úr starfi hið snarasta. Sport 14.10.2005 06:41 Jenas vill Evrópusæti Jermaine Jenas, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs í jafntefli liðsins við Liverpool í gær, segir að liðið eigi raunhæfa möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:41 Guðjón æfur út í dómara Guðjón Þórðarson lét dómarann sem dæmdi leik Notts County og Chester City í gær, hafa það óþvegið í viðtali við heimasíðu Notts County eftir leikinn, sem endaði 1-1. Guðjón sagði sorglegt að jafn óreyndur dómari fengi að dæma leiki af þessu tagi. Sport 14.10.2005 06:41 Jörundur tilkynnir landsliðshópinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt kvennalandsliðshópinn sem mætir Tékkum í undankeppni HM í Kravare í Tékklandi þann 24. september næstkomandi, en þar ber hæst að markadrottningin Olga Færseth hefur verið valin á ný í hópinn. Sport 17.10.2005 23:42 Del Horno meiddur Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno, sem nýverið gekk í raðir Chelsea, meiddist á læri í leiknum við Sunderland í gær og verður ekki með liðinu á næstunni. Jose Mourinho segir að menn verði að sætta sig við að mikið álag í kring um landsleiki verði til þess að menn lendi í meiðslum. Sport 14.10.2005 06:41 Hartley skaut Hearts á toppinn Markahrókurinn Paul Hartley skoraði tvívegis þegar lið hans Hearts frá Edinborg lagði botnliði Livingston 4-1 í skosku úrvalsdeildinni í dag og því hefur liðið nú fimm stiga forystu á Glasgow Celtic á toppi úrvalsdeildarinnar þegar sex umferðir hafa verið leiknar. Sport 14.10.2005 06:41 Óvænt úrslit á Spáni og Ítalíu Óvænt úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar Real Madríd tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Celta de Vigo. Þá mátti Internazionale þola ósigur gegn Palermo á Ítalíu. Sport 14.10.2005 06:41 Ronaldo fær frí á miðvikudag Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig. Sport 14.10.2005 06:41 Áform KR heilluðu Teit Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. Sport 14.10.2005 06:41 Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. Sport 14.10.2005 06:41 Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. Sport 14.10.2005 06:41 Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. Sport 14.10.2005 06:41 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Djurgården eitt á toppnum Djurgården er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Malmö FF í gærkvöldi. Kári Árnason lék allann tímann með Djurgården sem er með 43 stig, IFK Gautaborg er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Sundsvall. Sport 14.10.2005 06:42
Heiðar fær sitt tækifæri Chris Coleman hefur fullvissað Heiðar Helguson um að hann muni fá sitt tækifæri með liði Fulham áður en langt um líður, en sem stendur eru þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski að leika vel og eiga fast sæti í liðinu. Sport 14.10.2005 06:42
Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42
Þrenna frá Marlon Harewood Marlon Harewood skoraði þrennu í kvöld fyrir West ham í 4-0 sigri á Aston Villa í lokaleik 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komust nýliðarnir upp í 7. sæti deildarinnar. Harewood skoraði mörkin á 25 mínútna kafla, tvö á stuttum tíma um miðjan fyrri hálfleik og það síðasta á upphafsmínútum þess seinni. Sport 14.10.2005 06:42
Barcelona lagði Real Mallorca Barcelona bar sigurorð af Real Mallorca með tveimur gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samuel Eto´o skoraði bæði mörk meistaranna gegn sínum gömlu félögum. Celta Vigo, sem vann Real Madrid á laugardag, og Deportivo La Coruna eru efst og jöfn með sex stig eftir tvær umferðir. Sport 14.10.2005 06:42
Pardew skorar á leikmenn sína Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skorað á framherja sína að sanna fyrir sér að hann þurfi ekki á kröftum Suður-Afríkumannsins Benny McCarthy að halda, með því að raða inn mörkum fyrir liðið. Sport 14.10.2005 06:41
Vieira hefur ekki trú á Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, hefur ekki mikla trú á sínum gömlu félögum í Lundúnum og segist fagna því að eiga miklu betri möguleika á því að vinna Meistaradeildina í röðum þeirra. Sport 14.10.2005 06:42
Reid hefur ekki áhuga á Plymouth Fyrrum knattspyrnustjórinn Peter Reid segist ekki vera rétti maðurinn til að taka við liði Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, en hann er einn þeirra sem orðaður er við stöðu knattspyrnustjóra félagsins. Sport 14.10.2005 06:42
Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. Sport 14.10.2005 06:41
Cole saknar Vieira Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal segir að leikmenn liðsins sakni fyrirliða síns Patrick Vieira og segir að skarð hans verði ekki fyllt á miðjunni hjá Arsenal, enda sé liðið í bullandi vandræðum það sem af er leiktíðinni. Sport 14.10.2005 06:41
Milan-menn muna eftir Istanbul Andriy Shevchenko hefur varað félaga sína í liði AC Milan við því að vera of fljótir að gleyma martröðinni í Istanbul í vor, þegar liðið glutraði niður þriggja marka forystu og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sport 14.10.2005 06:41
Áfall fyrir Arsenal Lið Arsenal fékk ekki góðar fréttir í morgun, því þá kom í ljós að framherji þeirra og fyrirliði, Thierry Henry, verður frá keppni í allt að fjórar vikur vegna nárameiðsla sem hrjá hann um þessar mundir og er það mun lengri tími en búist var við í upphafi. Sport 14.10.2005 06:41
Kári og félagar í góðum málum Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgårdens IF sem vann 2-0 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og náði þar með þriggja stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Djurgårdens IF hefur 43 stig, þremur stigum meira IFK Göteborg sem gerði markalaust jafntefli í kvöld. Sport 14.10.2005 06:42
Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Sport 14.10.2005 06:42
Leik Lokeren aflýst í gær Leik Íslendingaliðs Lokeren gegn Lierse í belgísku deildinni í gær var frestað vegna hættuástands sem myndaðist á vellinum í kjölfar ausandi rigningar og þrumuveðurs. Sport 14.10.2005 06:41
Owen segir mörkin á næsta leiti Michael Owen hjá Newcastle segir að stutt sé í að hann og Alan Shearer fari að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni og spáir því að þeir félagar eigi eftir að verða öflugt framherjapar. Sport 14.10.2005 06:41
Benitez ekki smeykur við Betis Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hvergi banginn við landa sína í Real Betis, en liðin mætast á Spáni í Meistaradeildinni annað kvöld. Benitez segir að þekking sín á spænska boltanum muni koma sínum mönnum að góðu gagni í leiknum. Sport 14.10.2005 06:41
Luque frá í sex vikur Sóknarmaðurinn Alberto Luque hjá Newcastle verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að hann var borin af velli í leik liðsins gegn Fulham í gær, en hann er meiddur á læri. Sport 14.10.2005 06:41
Best vill reka Eriksson Knattspyrnugoðsögnin George Best, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á sínum tíma, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að málum enska landsliðsins í knattspyrnu og segir að reka ætti Eriksson úr starfi hið snarasta. Sport 14.10.2005 06:41
Jenas vill Evrópusæti Jermaine Jenas, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs í jafntefli liðsins við Liverpool í gær, segir að liðið eigi raunhæfa möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:41
Guðjón æfur út í dómara Guðjón Þórðarson lét dómarann sem dæmdi leik Notts County og Chester City í gær, hafa það óþvegið í viðtali við heimasíðu Notts County eftir leikinn, sem endaði 1-1. Guðjón sagði sorglegt að jafn óreyndur dómari fengi að dæma leiki af þessu tagi. Sport 14.10.2005 06:41
Jörundur tilkynnir landsliðshópinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt kvennalandsliðshópinn sem mætir Tékkum í undankeppni HM í Kravare í Tékklandi þann 24. september næstkomandi, en þar ber hæst að markadrottningin Olga Færseth hefur verið valin á ný í hópinn. Sport 17.10.2005 23:42
Del Horno meiddur Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno, sem nýverið gekk í raðir Chelsea, meiddist á læri í leiknum við Sunderland í gær og verður ekki með liðinu á næstunni. Jose Mourinho segir að menn verði að sætta sig við að mikið álag í kring um landsleiki verði til þess að menn lendi í meiðslum. Sport 14.10.2005 06:41
Hartley skaut Hearts á toppinn Markahrókurinn Paul Hartley skoraði tvívegis þegar lið hans Hearts frá Edinborg lagði botnliði Livingston 4-1 í skosku úrvalsdeildinni í dag og því hefur liðið nú fimm stiga forystu á Glasgow Celtic á toppi úrvalsdeildarinnar þegar sex umferðir hafa verið leiknar. Sport 14.10.2005 06:41
Óvænt úrslit á Spáni og Ítalíu Óvænt úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar Real Madríd tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Celta de Vigo. Þá mátti Internazionale þola ósigur gegn Palermo á Ítalíu. Sport 14.10.2005 06:41
Ronaldo fær frí á miðvikudag Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig. Sport 14.10.2005 06:41
Áform KR heilluðu Teit Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. Sport 14.10.2005 06:41
Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. Sport 14.10.2005 06:41
Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. Sport 14.10.2005 06:41
Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. Sport 14.10.2005 06:41