Skúli S. Ólafsson

Fréttamynd

Til varnar leiðindum

Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Sama tóbakið

Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Að ná sér

Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Trú er holl

Þetta er sennilega sá tími ársins þar sem við erum flest með göfug áform um breytta og bætta lífshætti. Í þeim efnum er hugur fólks sennilega tengdur líkamsrækt og heilbrigðara mataræði.

Skoðun
Fréttamynd

Skila­boð há­tíðarinnar

Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna.

Skoðun
Fréttamynd

Egóið er í hégómanum

Vetrarsólstöður eru á næsta leiti. Þegar klukkan er 19 mínútur yfir níu, nú á laugardaginn kemur. þá hefst hið fyrirsjáanlega undanhald skammdegis hér á Norðurhveli. Plánetan okkar hallar jú með tilliti til sólargangsins og senn hefst þá sá hluti hringferðar hennar, þar sem norðurhvelið sækir æ meiri birtu og yl allt þar til kemur að sjálfri jónsmessunni.

Skoðun
Fréttamynd

Aðventustjórnin

Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði og sorg á tímum vantrúar

Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021).

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðkirkjan og norræna módelið

Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi. Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“.

Skoðun
Fréttamynd

Rómantísk þjóð­kirkja

Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum.

Skoðun