Tækni

Fréttamynd

Windows 8 lendir á morgun

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna dreifingu á morgun. Stýrikerfið er ein róttækasta breyting sem Microsoft hefur gert á notendaviðmóti Windows.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þetta er iPad Mini

Tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Snertiskjár nýju spjaldtölvunar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný gerð iPad á markað

Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kaliforníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple tilkynnti að fyrirtækið hæfi brátt sölu á smærri og ódýrari gerð af iPad-spjaldtölvunni vinsælu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný spjaldtölva frá Apple í dag

Tæknirisinn Apple mun kynna minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni í Kaliforníu í dag. Grunur leikur á að Apple muni einnig opinbera minni útgáfu af MacBook Pro fartölvunni sem verður með mun hærri upplausn en forverar sínir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný spjaldtölva frá Google og Samsung

Talið er að tæknifyrirtækin Google og Samsung muni kynna nýja spjaldtölvu seinna í þessum mánuði. Tölvan verður að öllum líkindum hluti af Nexus vörulínunni sem fyrirtækin hafa þróað síðustu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ótrúlegar vinsældir LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Surface lendir 26. október

Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple frumsýnir iPad Mini

Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt

Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr iPad í þessum mánuði

Tæknirisinn Apple mun opinbera minni og ódýrari útgáfu af nýjustu iPad-spjaldtölvunni 23. október næstkomandi. Það er tæknifréttamiðillinn AllThingsD sem greinir frá þessu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni Galaxy S III væntanlegur

Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Galaxy S III er snjallsími ársins

Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samsung stefnir Apple vegna iPhone 5

Samsung Electronics, sem framleiðir Samsung Galaxy símana, hefur ákveðið að höfða mál gegn Apple. Samsung sakar Apple um að hafa brotið gegn höfundarlögum með ýmsum lausnum sem eru í boði á nýja iPone 5 símanum, eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 úr gulli og demöntum

Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 fáanlegur á Íslandi í dag

Símafyrirtækið Nova byrjar að selja nýja iPhone símann, iPhone 5 klukkan fimm í dag. Um takmarkað magn er að ræða. "Þeir eru fleiri en 50 og færri en 100,“ segir Margrét Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs Nova í samtali við Vísi. Í tilkynningu frá félaginu kemur aftur á móti fram að ný sending er væntanleg síðar í vikunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 5 milljónir síma seldust

Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta er fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndu að því að anna eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræiðngar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slagsmál og ólæti hjá Foxconn

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þjófar komust fyrstir í iPhone 5 í Japan

Margir virðast hafa áhuga á nýjustu græju Apple, iPhone 5, þeirra á meðal japanskir bófar, því nú lítur út fyrir að verslanir í Japan hafi verið rændar stuttu áður en síminn átti að koma í almenna sölu. Ránsfengurinn er talin um 100 þúsund dollara virði, eða rúmlega 12 milljóna króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple biðst afsökunar

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 2 milljónir pöntuðu sér iPhone á einum sólarhring

Yfir tvær milljónir manna pöntuðu sér iPhone 5 í forsölu á fyrsta sólarhringnum, sem eru tvöfalt fleiri en pöntuðu sér 4S símann í fyrra. Eftirspurnin eftir símanum er langt umfram væntingar tæknirisans Apple, sem framleiðir símann. Gert er ráð fyrir því að ekki verði hægt að afgreiða allar pantanirnar strax og því mega notendur búast við að fá ekki símann fyrr en í október. iPhone 5 var kynntur til leiks fyrir helgi en hann er bæði lengri, hraðari og með betri upplausn en sá á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri

"Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Viðskipti erlent