Spænski boltinn

Fréttamynd

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið

Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekur Villas-Boas við Barcelona?

Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Busquets: Við megum ekki gefast upp

Þó svo Real Madrid sé komið með sjö stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni og eigi Spánartitilinn næsta vísan þá neitar Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona, að játa sig sigraðan.

Fótbolti
Fréttamynd

El Clásico í myndum

Real Madrid vann glæstan sigur á Barcelona á Nou Camp í kvöld og er komið með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Mikilvægt að halda Guardiola

Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir að Pep Guardiola þjálfari eigi stóran þátt í velgengni félagsins síðustu ár og segir að það sé mikilvægt að hann þjálfi liðið áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skorar innan sem utan vallar

Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe skoraði fimm mörk á móti Sevilla í kvöld

Getafe vann 5-1 stórsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en litla liðið út úthverfi Madrid er þar með komið upp í hóp fimm liða með 45 stig í 7. til 11. sæti deildarinnar. Sevilla er einnig með 45 stig en missti Getafe upp fyrir sig. Miku, 26 ára framherji frá Venesúela, skoraði tvö mörk í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni

Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. "Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það,“ sagði hann.

Fótbolti