Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Snýr aftur eftir 26 mánuði

Paul Pogba snýr aftur á fótboltavöllinn eftir 26 mánuði utan hans er lið hans Mónakó mætir Rennes í frönsku úrvalsdeildinni á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

McTominay hoppaði hærra en Ronaldo

Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós.

Fótbolti
Fréttamynd

Sadio Mané hafnaði Manchester United

Sadio Mané hefur sagt frá því að hann hafi hafnað því að fara til Manchester United ári áður en hann samdi við Liverpool vegna þess að hann var ekki sannfærður um fullyrðingar knattspyrnustjórans Louis van Gaal um að hann myndi spila nógu mikið í liði með þá Wayne Rooney, Robin van Persie og Ángel Di María innan borðs.

Enski boltinn
Fréttamynd

FIFA setur nettröllin á svartan lista

Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jónatan og for­maður hissa á tali um KR-löngun

Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós

Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugar­dalnum

Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna í knattspyrnu, eru flutt með höfuðstöðvar sínar til KSÍ í Laugardalnum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ein­stak­lega efni­legur leik­maður“

Sænsku meistararnir í Häcken hafa samið við hina íslensku Thelmu Pálmadóttur, sem kemur frá FH í Hafnarfirði. Þessi sautján ára gamli framherji kemur til liðsins eftir að hafa sprungið út með FH í sumar.

Fótbolti