Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss

Elías Rafn Ólafsson hélt markinu hreinu fyrir Midtjylland í kvöld og danska liðið er á toppi Evrópudeildarinnar, eftir 1-0 sigur gegn Genk. Hákon Arnar Haraldsson var einnig á ferðinni með franska liðinu Lille sem tapaði 1-0 í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Starfið venst vel og strákarnir klárir

„Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho

Fjölmargir leikir voru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City og Arsenal unnu sína leiki eins og sagt var frá í öðrum fréttum en Benfica virðist komið á gott skrið undir stjórn José Mourinho og Newcastle United þurfti að sætta sig við jafntefli í Þýskalandi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland tryggði City sigur í stór­leiknum gegn Real Madrid

Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso.

Fótbolti
Fréttamynd

Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðar­lega at­hygli

Stuðnings­menn norska úr­vals­deildar­félagsins Bodö/Glimt hafa heldur betur nýtt ferð sína á úti­leik liðsins gegn Dort­mund, í Meistara­deildinni í kvöld, vel. Þeir voru að sjálfsögðu mættir til að styðja við bakið á norska kvenna­lands­liðinu í hand­bolta í gær sem spilar í sömu borg á HM.

Fótbolti