Ítalski boltinn

Mourinho og þrír leikmenn Roma sendir í sturtu í æfingaleik
Það var mikill hiti í mönnum þegar Real Betis tók á móti Roma í æfingaleik fyrir komandi tímabil í gær. Real Betis fór með sigur af hólmi, 5-2, eftir að José Mourinho, þjálfari Roma, og þrír leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið.

Sveinn sagður fara frá Spezia til Svíþjóðar
Sveinn Aron Guðjohnsen er sagður á leið til Elfsborgar í Svíþjóð. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Spezia á Ítalíu.

Juventus biðst afsökunar á rasískum tilburðum leikmanns
Juventus hefur beðist afsökunar á rasískum tilburðum leikmanns á mynd sem birtist á Twitter-síðu félagsins.

Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur
Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM.

Anna Björk til Inter
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Inter á Ítalíu. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum
Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst
Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar.

Inter hafnaði 85 milljóna punda tilboði Chelsea í Lukaku
Ítalíumeistarar Inter höfnuðu tilboði Evrópumeistara Chelsea í belgíska framherjann Romelu Lukaku.

Mourinho gagnrýnir tölvuleikjaspilun knattspyrnumanna: Fortnite er martröð
Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho tók við ítalska úrvalsdeildarliðinu AS Roma í sumar og bíða stuðningsmenn félagsins með mikilli eftirvæntingu eftir því að fylgjast með liðinu í Serie A undir stjórn Mourinho.

Arnór lánaður til Íslendingaliðsins í Feneyjum
CSKA Moskva hefur lánað íslenska landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson til ítalska úrvalsdeildarliðsins Venezia.

Mourinho fagnaði fyrstu verðlaunum Portúgals á ÓL vel og innilega
Jorge Fonseca vann fyrstu verðlaun Portúgals á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Fótboltaþjálfarinn þekkti, José Mourinho, fagnaði árangri landa síns vel og innilega.

Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus
Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu.

Birkir að endursemja við Brescia og Mikael Egill á leið til Spezia í úrvalsdeildinni
Það stefnir allt í að íslenska landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verði áfram í herbúðum Brescia og að Mikael Egill Ellertsson verði fjórði Íslendingurinn í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu leiktíð.

Eriksen fær ekki að spila á Ítalíu nema hjartastillirinn verði fjarlægður
Christian Eriksen, leikmaður Inter Mílanó og danska landsliðsins, getur ekki spilað áfram í ítölsku deildinni nema hjartastillirinn sem græddur var í hann eftir að hann varð fyrir hjartastoppi á EM verði fjarlægður.

Ítalíumeistararnir fara heldur ekki til Flórída
Ítalíumeistarar Inter Milan hafa ákveðið að fara ekki til Flórída og taka þátt í samnefndu æfingamóti vegna kórónuveiruna. Aðeins eru tvö lið eftir á mótinu eins og staðan er í dag.

Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu
Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur.

Brynjar Ingi skoraði tvö í frumraun sinni
Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýverið í raðir ítalska B-deildarliðsins Lecce og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag.

Ráðning Mourinho kom Smalling á óvart
Chris Smalling, varnarmaður Roma, segir að ráðning Jose Mourinho til ítalska liðsins hafi komið honum á óvart en það geri hann einnig spenntan.

Félag Andra sagði nei við Diego Costa
Diego Costa verður ekki samherji Andra Fannar Baldurssonar hjá Bologna á Ítalíu eftir að félagið neitaði að hefja samningaviðræður við hann.

Félagi Sveins Arons bannað að kaupa leikmenn í tvö ár
Ítalska knattspyrnufélagið Spezia hefur verið sett í kaupbann til næstu tveggja ára. Það þýðir að félagið má ekki kaupa leikmenn í næstu fjórum félagaskiptagluggum.

Hjörtur kominn til Pisa
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í fótbolta, er orðinn leikmaður Pisa á Ítalíu en hann skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu fjögurra ára.

Roma skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum undir stjórn Mourinhos
Roma fer vel af stað undir stjórn Josés Mourinhos og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum undir hans stjórn.

Ítalska deildin bannar græna búninga
Frá og með tímabilinu 2022-2023 verður bannað að spila í grænum búningum í efstu deild á Ítalíu.

Þórir Jóhann seldur til Ítalíu
Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason ferðast til Lecce á Ítalíu í dag og gengur þar endanlega frá samkomulagi við samnefnt félag sem spilar í næstefstu deild.

Juventus og þeir stærstu á Spáni vilja Evrópumeistarann
Juventus og stærstu félög Spánar vilja ólm fá hinn ítalska Jorginho til liðs við sig, að sögn umboðsmanns hans.

Hjörtur á leið til Pisa
Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er að ganga í raðir ítalska B-deildarfélagsins Pisa.

Guðný Árnadóttir snýr aftur til AC Milan
Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er snúin aftur til AC Milan eftir lánsdvöl hjá Napoli.

Sala Patricio til Rómar gæti opnað dyrnar fyrir Ögmund
Markvörðurinn Rui Patricio er á leið til Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. Gæti það leitt af sér kapal sem leiðir til þess að Ögmundur Kristinsson gæti fengið möguleika í marki Grikklandsmeistara Olympiacos.

Giroud á leið til AC Milan
Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

Til rannsóknar lögreglu fyrir að lemja mann sem reyndi að stela Lamborghini-bifreið hans
Ítalinn Stephan El Shaarawy, sem leikur með Roma ítölsku A-deildinni í fótbolta, er undir rannsókn hjá lögreglu fyrir að kýla mann sem reyndi að stela Lamborghini-bifreið hans.