Vestri

Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra
Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0.

Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik

Sigurður Gunnar snýr heim á Ísafjörð
Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorstainsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla í körbolta.

Þyngri sekt eftir ummæli Davíðs um dómara
Vestramenn hafa verið sektaðir af KSÍ í þriðja sinn á þessu ári, og í annað sinn vegna ummæla sem tengjast dómgæslu, eftir að aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir ummæli þjálfarans Davíðs Smára Lamude.

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga
Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Höttur fékk rúmar fimmtán milljónir úr mannvirkjasjóði KSÍ í ár
Höttur á Egilsstöðum fékk langmest af öllum félögum þegar KSÍ úthlutaði úr mannvirkjasjóði fyrir árið 2023.

Silas Songani hetja Vestra | Sex marka leikur í Fjarðabyggðarhöllinni
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í afar mikilvægum leik í Lengjudeild karla. Silas Songani gerði sigurmarkið á 82. mínútu og tryggði Vestra stigin þrjú. Í Lengjudeild kvenna vann FHL 4-2 sigur gegn Grindavík.

Vestri með óvæntan sigur í Laugardalnum
Vestri vann 2-1 útisigur á Þrótti Reykjavík í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Grótta með tvo sigra og Vestri vann á heimavelli
Grótta vann sigra bæði í Lengjudeildum karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá lagði Vestri lið Leiknis í Lengjudeild karla.

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum
Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Varð uppi fótur og fit á Ísafirði: „Dómari hann er að míga á völlinn“
Það átti sér stað heldur óvanalegt atvik á Olísvellinum á Ísafirði í dag þegar að heimamenn í Vestra tóku á móti Njarðvíkingum í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Vestri vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Vestri vann í dag sinn fyrsta leik á tímabilinu í Lengjudeild karla er Njarðvík kíkti í heimsókn á Olísvöllinn á Ísafirði. Lokatölur 2-0 sigur Vestra.

Dæmdir úr leik tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn: „Einstaklega ósmekklegt af hálfu KKÍ“
Eftir sigur gegn Stjörnunni í undanúrslitaviðureign 2. deildar 11. flokks drengja í körfubolta þann 30. apríl síðastliðinn áttu liðsmenn Vestra að mæta Ármanni í úrslitum á sunnudaginn. Í dag kom hins vegar í ljós að Vestra hafi verið dæmdur ósigur í undanúrslitunum þar sem liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni.

„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“
„Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla.

Tindastóll dregur 11. flokk úr úrslitakeppni vegna samskiptaleysis
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að draga lið sitt úr úrslitakeppni Íslandsmótsins í 11. flokki karla í körfubolta vegna samskiptaleysis milli aðila innan félagsins.

„Velti fyrir mér virði heiðursmannasamkomulags“
Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn.

Valskonur á sigurbraut og Óskar Örn með tvennu
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í fótbolta í dag þar sem Valskonur unnu góðan sigur á FH á meðan Grindvíkingar lögðu Vestra að velli karlamegin.

KA og Hamar bikarmeistarar í blaki
KA og Hamar urðu í gær bikarmeistarar í blaki þegar úrslitaleikir Kjörísbikarsins fóru fram.

Bensín á þjálfaraeldinn
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Leiðir Gunnars Heiðars og Vestra skilja
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta eftir tímabilið.

Kórdrengir, Grindavík og Vestri með sigra í Lengjudeildinni
Þremur leikjum í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu þar sem Grindavík, Vestri og Kórdrengir unnu sigra. Grindavík vann 1-3 útisigur gegn KV, Vestri vann óvæntan 4-1 sigur gegn Fjölni og Kórdrengir lögðu Selfyssinga á útivelli, 0-1.

Þriðji sigur Þórsara í röð
Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Vestra í síðasta leik 15. umferð í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Austankonur lögðu þá Grindavík í Lengjudeild kvenna.

HK aftur á topp Lengjudeildar | Vestri með stórsigur
HK endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar með 2-1 sigri á Gróttu í kvöld. Vestri vann öruggan 4-0 sigur á Þrótti Vogum á meðan Þór vann annan leikinn í röð, 1-2 útisigur gegn Grindavík.

Tveir þrumufleygar Madsens mikilvægir í sigri Vestra
Vestri vann 3-1 sigur á Gróttu í síðasta leik 13. umferðar Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Liðið fór upp um tvö sæti með sigrinum.

Afturelding sótti þrjú stig fyrir vestan
Lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ gerði sér góða ferð á Vestfirði og vann 1-4 sigur á liði Vestra í Lengjudeild karla í fótbolta.

Vestri kom til baka gegn Grindavík
Vestri hafði betur, 2-1, þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í áttundu umferð Lengjudeildar karla í fóbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag.

Vestri hættir keppni
Lið Vestra frá Ísafirði mun ekki leika í 1. deild kvenna á komandi leiktímabili í körfuboltanum.

Gunnar Heiðar og lærisveinar í Vestra sóttu sigur í Grafarvoginum
Vestri gerði góða ferð í sólina í Grafarvogi í dag þar sem þeir sóttu öll stigin með 1-2 endurkomusigri gegn Fjölni.

Ken-Jah Bosley leggur skóna á hilluna
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley, leikmaður Vestra, hefur sagt skilið við liðið og lagt körfuboltaskóna á hilluna.

Seigla Vestramanna skilaði stigi
Vestri og Kórdrengir skildu jöfn, 2-2, þegar liðin áttust við í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta á Olísvellinum á Ísafirði í dag.