Kaup og sala fyrirtækja Simmi selur Bryggjuna og einbeitir sér að Minigarðinum Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt veitingastaðinn Bryggjuna. Hann segist hafa ákveðið að minnka við sig og einbeita sér að rekstri skemmti- og veitingastaðarins Minigarðsins. Viðskipti innlent 28.7.2022 13:23 „Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. Innherji 25.7.2022 12:26 Eik kaupir Lambhaga á 4,2 milljarða króna Fasteignafélagið Eik er í þann mund að ganga frá kaupum á garðyrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal. Kaupverðið er áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.7.2022 07:46 Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. Klinkið 21.7.2022 12:24 Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. Viðskipti innlent 21.7.2022 12:01 Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Viðskipti erlent 20.7.2022 19:43 Hlutabréfaverð Símans lækkað mikið eftir tíðindi gærdagsins Gengi hlutabréfa Símans lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að tilkynnt var um það í gær að Ardian France SA væri ekki tilbúið til að ganga frá kaupum á Mílu. Viðskipti innlent 18.7.2022 20:46 Stoðir og hópur fjárfesta í viðræðum um kaup á Algalíf fyrir yfir 15 milljarða Fjárfestingafélagið Stoðir og framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks fara fyrir hópi innlendra fjárfesta sem eru langt komnir í viðræðum um kaup á íslenska líftæknifyrirtækinu Algalíf á Reykjanesi. Vonir standa til að viðskiptin geti klárast síðla sumars eða næstkomandi haust. Innherji 13.7.2022 21:53 Olís selur Mjöll Frigg Olís ehf., dótturfélag Haga hf. og Takk Hreinlæti ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Takk Hreinlætis á öllu hlutafé Mjallar Friggjar. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent 8.7.2022 17:00 Innnes kaupir Arka Heilsuvörur Innnes ehf. hefur keypt innflutningsfyrirtækið Arka Heilsuvörur ehf.. Arka sem stofnað var árið 2002 hefur lagt áherslu á innfutning og dreifingu á heilsu- og lífstílsvörum. Viðskipti innlent 8.7.2022 16:52 Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. Innherji 7.7.2022 13:49 Malbikstöðin kaupir allan flota Fljótavíkur Malbikstöðin hefur keypt allan flota fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og lagningu á umhverfisvænu malbiki. Viðskipti innlent 17.6.2022 15:13 Síldarvinnslan kaupir rúmlega þriðjungshlut í norsku laxeldisfyrirtæki Samkvæmt fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni hf. hefur sjávarútvegsfyrirtækið gengið frá samkomulagi við Bremesco Holding Limited ásamt hópi hluthafa, sem eiga samanlagt 34,2%, í Arctic Fish Holding AS um kaup á hlutum þeirra í félaginu. Viðskipti innlent 10.6.2022 18:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Viðskipti innlent 8.6.2022 11:39 Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Viðskipti innlent 8.6.2022 08:36 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. Viðskipti innlent 5.6.2022 23:44 Hreggviður og Höskuldur komu að kaupunum á Promens Fjárfestarnir Hreggviður Jónsson og Höskuldur Tryggvason voru í samfloti við framtakssjóðina SÍA IV og Freyju í kaupunum á Promens og fara nú með tæplega fimm prósenta óbeinan eignarhlut í plastsamstæðunni. Innherji 3.6.2022 16:00 Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 1.6.2022 11:29 Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 25.5.2022 15:18 Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta Haraldur Þorleifsson sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í fyrra samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Viðskipti innlent 25.5.2022 14:00 SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd. Innherji 23.5.2022 09:29 Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar. Innherji 18.5.2022 10:18 Nýjasta ríkisfyrirtækið skilaði ríflegum hagnaði í fyrra Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja sem komst nýlega í eigu íslenska ríkisins, skilaði 138 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Innherji 16.5.2022 13:04 VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. Innherji 16.5.2022 11:16 Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Innlent 13.5.2022 10:59 Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 4.5.2022 16:22 Sjóður Stefnis hagnaðist um fimm milljarða við sölu á Verne Global Framtakssjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, bókfærði hjá sér yfir 5,4 milljarða hagnað þegar allt hlutafé Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, var selt um haustið í fyrra en sjóðurinn átti rúmlega 28 prósenta hlut í íslenska félaginu. Innherji 3.5.2022 10:42 Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. Innherji 29.4.2022 07:01 SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Viðskipti innlent 26.4.2022 09:43 Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 … 13 ›
Simmi selur Bryggjuna og einbeitir sér að Minigarðinum Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt veitingastaðinn Bryggjuna. Hann segist hafa ákveðið að minnka við sig og einbeita sér að rekstri skemmti- og veitingastaðarins Minigarðsins. Viðskipti innlent 28.7.2022 13:23
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. Innherji 25.7.2022 12:26
Eik kaupir Lambhaga á 4,2 milljarða króna Fasteignafélagið Eik er í þann mund að ganga frá kaupum á garðyrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal. Kaupverðið er áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.7.2022 07:46
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. Klinkið 21.7.2022 12:24
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. Viðskipti innlent 21.7.2022 12:01
Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Viðskipti erlent 20.7.2022 19:43
Hlutabréfaverð Símans lækkað mikið eftir tíðindi gærdagsins Gengi hlutabréfa Símans lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að tilkynnt var um það í gær að Ardian France SA væri ekki tilbúið til að ganga frá kaupum á Mílu. Viðskipti innlent 18.7.2022 20:46
Stoðir og hópur fjárfesta í viðræðum um kaup á Algalíf fyrir yfir 15 milljarða Fjárfestingafélagið Stoðir og framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks fara fyrir hópi innlendra fjárfesta sem eru langt komnir í viðræðum um kaup á íslenska líftæknifyrirtækinu Algalíf á Reykjanesi. Vonir standa til að viðskiptin geti klárast síðla sumars eða næstkomandi haust. Innherji 13.7.2022 21:53
Olís selur Mjöll Frigg Olís ehf., dótturfélag Haga hf. og Takk Hreinlæti ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Takk Hreinlætis á öllu hlutafé Mjallar Friggjar. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent 8.7.2022 17:00
Innnes kaupir Arka Heilsuvörur Innnes ehf. hefur keypt innflutningsfyrirtækið Arka Heilsuvörur ehf.. Arka sem stofnað var árið 2002 hefur lagt áherslu á innfutning og dreifingu á heilsu- og lífstílsvörum. Viðskipti innlent 8.7.2022 16:52
Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. Innherji 7.7.2022 13:49
Malbikstöðin kaupir allan flota Fljótavíkur Malbikstöðin hefur keypt allan flota fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og lagningu á umhverfisvænu malbiki. Viðskipti innlent 17.6.2022 15:13
Síldarvinnslan kaupir rúmlega þriðjungshlut í norsku laxeldisfyrirtæki Samkvæmt fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni hf. hefur sjávarútvegsfyrirtækið gengið frá samkomulagi við Bremesco Holding Limited ásamt hópi hluthafa, sem eiga samanlagt 34,2%, í Arctic Fish Holding AS um kaup á hlutum þeirra í félaginu. Viðskipti innlent 10.6.2022 18:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Viðskipti innlent 8.6.2022 11:39
Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Viðskipti innlent 8.6.2022 08:36
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. Viðskipti innlent 5.6.2022 23:44
Hreggviður og Höskuldur komu að kaupunum á Promens Fjárfestarnir Hreggviður Jónsson og Höskuldur Tryggvason voru í samfloti við framtakssjóðina SÍA IV og Freyju í kaupunum á Promens og fara nú með tæplega fimm prósenta óbeinan eignarhlut í plastsamstæðunni. Innherji 3.6.2022 16:00
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 1.6.2022 11:29
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 25.5.2022 15:18
Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta Haraldur Þorleifsson sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í fyrra samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Viðskipti innlent 25.5.2022 14:00
SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd. Innherji 23.5.2022 09:29
Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar. Innherji 18.5.2022 10:18
Nýjasta ríkisfyrirtækið skilaði ríflegum hagnaði í fyrra Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja sem komst nýlega í eigu íslenska ríkisins, skilaði 138 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Innherji 16.5.2022 13:04
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. Innherji 16.5.2022 11:16
Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Innlent 13.5.2022 10:59
Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 4.5.2022 16:22
Sjóður Stefnis hagnaðist um fimm milljarða við sölu á Verne Global Framtakssjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, bókfærði hjá sér yfir 5,4 milljarða hagnað þegar allt hlutafé Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, var selt um haustið í fyrra en sjóðurinn átti rúmlega 28 prósenta hlut í íslenska félaginu. Innherji 3.5.2022 10:42
Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. Innherji 29.4.2022 07:01
SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Viðskipti innlent 26.4.2022 09:43
Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44